Fjórar landnámshænur í ónáðinni

"Borgarráð Reykjavíkur staðfesti í gær þá niðurstöðu umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar að synja ósk frá íbúa við Hjallaveg í Reykjavík um að halda fjórar svonefndar landnámshænur."

Þetta er nú engin stórfrétt, en vekur upp spurningar. Af hverju mega hundar og kettir valsa um allar koppagrundir, en ekki fjórar sætar landnámshænur, sem aldrei fara langt að heiman og gera engum mein?

Börnin hafa gaman af þessum púddum og því spyr maður sig hvað hinum fullorðnu, sem setja sig á móti þessu vinalega fiðurfé gangi eiginlega til?

Áttu þær kannski að vera í stigaganginum í einhverri blokkinni?

PS. Vinur minn, hænsnabóndi í nágrenninu, sagði mér að algengt væri að bestu landnámshænur verptu allt að 300 eggjum á ári! Þetta eru gaggandi verksmiðjur!


mbl.is Fær ekki að halda hænur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Legg til Jón Gnarr verði Jón Gagg hér eftir, þó ég vilji nú helst ekki móðga landnámshænurnar.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 16:37

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég er með 3 verpandi hænur og 4 ungar sem eru ekki farnar að verpa. Ég á nú bara fullt í fangi með að koma eggjunum úr þessum þremur í lóg.

Trixið við að ekki komi leiðinleg lykt er að strá kattasandi aðeins í kofann. Það geri ég og svo yfirfer ég og skoða vel allt hjá þeim svo ónæðið verði sem minnst.

Ragnheiður , 3.12.2010 kl. 16:49

3 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir þetta, Ragnheiður!

Björn Birgisson, 3.12.2010 kl. 16:52

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sveinn, er ekki best að Gnarr verði áfram Gnarr? Ætli hann hafi nokkuð komið nálægt þessari synjun?

Björn Birgisson, 3.12.2010 kl. 16:53

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég man ekki betur en að hér í Breiðholtinu hafi upphaflega verið gert ráð fyrir að fólk gæti haldið húsdýr. Ég sé ekki meiri ástæðu til að banna fólki að hafa hænsn en páfagauk.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.12.2010 kl. 16:58

6 identicon

Jú sjáðu til Björn, ég bý nefnilega í Danmörku og alltaf þegar ég segi dönskum vinum mínum frá "frægðarverkum" Jóns Gnarr þá heyrist þeim ég segja Nar sem þýðir jú flón eða fífl á dönsku eins og þú veist frá þínum dvölum hér í danaveldi. Svo ástæðan er kannski svolítið eigingjörn.

Annars er það rétt hjá Benedikt með húsdýrahald í Breiðholtinu. Ég byggði mitt fyrsta hús í Seljahverfinu og þá voru skilmálarnir svo að vera með gras á þakinu svo hægt væri að beita á það geitum og kvikfénaði. Reyndar var grasið fellt út seinna en dýrahaldsskilyrðin voru áfram þó engin færi eftir því svo hænur alla vegana í Seljahverfinu er skv samþykktum skipulagsnefndar.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 18:12

7 Smámynd: Björn Birgisson

" ............ þá voru skilmálarnir að vera með gras á þakinu svo hægt væri að beita á það geitum og kvikfénaði."

Góður!

Björn Birgisson, 3.12.2010 kl. 18:18

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ben.Ax., sá á öðru bloggi að ein kona hefði sett sig á móti púddunum. Sé ekki betur en að nú stöndum við frammi fyrir erfiðu úrlausnarefni.

Hvort á að banna konur eða verpandi púddur? 

Björn Birgisson, 3.12.2010 kl. 18:21

9 identicon

Það væri best að allir ættu hænur, og þeir sem efni hafa á kæmu sér eigin gróðurhúsi. Egg gefa prótín í nægilegu magni. Nú er bæði fátækt og óeðlileg staða í verslunarmálum eins og fréttir sýna. Þjóðin á að sýna sjálfstæði og hugrekki. Breytum þessum fáránlegu lögum. Það er ekkert meira ónæði af hænum en köttum eða háværum páfagaukum!

Hænur takk! (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 18:27

10 identicon

Jón Gnarr er ÞVÍ MIÐUR ekki einvaldur í Reykjavík, eins og hann er sætur með Hitlers klippinguna og eins og það væri nú gaman að fá góðan og fyndinn og skemmtilegan einvald, svona eins konar Anti Hitler, góðan og réttsýnan mann, en meira en jafnoka náungans með sömu klippingu í því að geta dáleitt fólkið með persónutöfrum einum saman. Hann ÆTTI að vera það aftur á móti og hann hefði svo sannarlega ekkert haft á móti þessum hænum. Jón! Breyttu þessum fáránlegu lögum! Þannig hjálparðu fátæku fólki sem getur svo jafnvel deilt með nágrönnum sínum, mjög anarkistalegt og skemmtilegt, og gerir borgina skemmtilegri og litríkari um leið með vingjarnlegu og sætu fiðurfé!

Niður með bull! Anarkískt Einræði takk!  

Bestari (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 18:31

11 Smámynd: Björn Birgisson

Hænur takk, eru ekki býsna margir komnir með sitt gróðurhús. Mér heyrist það af fréttum að dæma!

Björn Birgisson, 3.12.2010 kl. 19:55

12 Smámynd: Björn Birgisson

Takk kærlega fyrir þín innlegg, Guðrún Þura!

Björn Birgisson, 3.12.2010 kl. 23:58

13 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ég er hænumegin í málinu. Einn kunningi minn er með 7 gullfallegar landnámshænur í garðinum hjá sér. Fyrir utan að borða alla afganga með bestu lyst og búa til bæði áburð og egg þá reyta þær allan arfa í garðinum á sumrin. Svo eru þær bæði hressar og fyndnar. Fáránlegt að banna þetta.

Hörður Sigurðsson Diego, 4.12.2010 kl. 07:48

14 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Hörður, er ekki mannskepnan komin nokkuð langt frá sjálfri sér í öllu nútímakjaftæðinu og stressinu?

Björn Birgisson, 4.12.2010 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband