3.12.2010 | 18:12
Pétur Blöndal ánægður með jólapakka Jóhönnu
"Aðgerðaáætlunin sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kynnti í dag kostar um hundrað milljarða króna. Jóhanna sagði að undirbúningurinn hafi verið stormasamt tímabil og erfitt. Hún vonast til þess að þetta séu aðgerðirnar sem heimilin hafa kallað eftir."
Heimilin kallað eftir? Ætli þau áköll hafi ekki verið nokkurn veginn jafn misjöfn og heimilin eru mörg? Ég býst við að þessi jólapakki Jóhönnu til skuldara þessa lands falli þeim misvel í geð, en geri ráð fyrir að mikill meirihluti fagni honum. Loksins, eftir þessa löngu og strembnu fæðingu.
Það hefur verið vitað allan tímann að býsna mörgum skuldurum er ekki hægt að bjarga. Það er svo sem ekkert nýtt. Uppboð á heimilum fólks voru daglegt brauð löngu fyrir hrunið.
Ég er svo lánssamur að þessar aðgerðir snerta mig ekki neitt, nema sem skattborgara og samborgara hinna skuldugu í þessu landi. Eins og mun vera um tugþúsundir manna og kvenna. Sem betur fer eru ekki allir Íslendingar skuldugir. Sumir meira að segja stórríkir!
Ég vil óska ríkisstjórninni og fólkinu sem nýtur góðs af þessum ráðstöfunum til hamingju með daginn!
Pétur Blöndal, þriðji vinsælasti þingmaðurinn, var spurður á Bylgjunni hvernig honum litist á jólapakkann hennar Jóhönnu til skuldsetta fólksins. Í fyrstu átti ég von á einhverju neikvæðu svari í anda illinda stjórnmálanna.
Nei, nei, Pétur segir alltaf hug sinn og er hreinskilinn. Ætli það hafi hindrað ráðherradóm hans til þessa?
Pétur sagði að sér litist vel á þessar aðgerðir. Frá honum komið er þetta mikið hrós í hnappagat ríkisstjórnarinnar.
Pétur er greinilega miklu heiðarlegri í afstöðu sinni, en fjölmargir hægri bloggarar sem hafa nítt þennan jólapakka niður í allan dag.
Trúverðugleiki þeirra hefur beðið mikinn hnekki í dag og teljast þeir þó ekki hafa fallið úr háum söðli.
Hundrað milljarða aðgerðaáætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst það góða við Pétur - að hann virkar heill og lætur ekki segja sér að fara móti eigin sannfæringu.
Jóhanna Magnúsdóttir, 3.12.2010 kl. 20:36
Sammála, Jóhanna. Takk fyrir innlitið.
Björn Birgisson, 3.12.2010 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.