Hjónin að verða 120 ára!

Ég er búinn að læra að það þarf ekki alltaf af skrifa um stjórnmál hér á blogginu. Sumir skrifa um matseðilinn sinn eða baráttuna við aukakílóin. Aðrir um eitthvað allt annað.

Við hjónin vorum með smjörsteiktan humar í kvöld, að loknum annasömum degi og nutum vel. Takk Elli minn!

Björn setti upp restina af jólaljósunum og frú Ingibjörg kláraði að baka til jólanna. Það er þó engan veginn kveikjan að þessari færslu.

Hún, hins vegar, er sú að á næsta ári verðum við hjónin 120 ára. Það sama ár verða börnin okkar 110 ára. Árið 2011.

Nú langar mig að biðja lesendur að hjálpa mér að ráða gátu!

1) Hvaða ár verða börnin okkar Ingibjargar jafngömul okkur?

2) Hvað eru börnin okkar gömul, ef eitt þeirra er fætt 1970 og hin tvö á samanlögðu ártali sem nemur árinu 3953 og annað er fimm árum eldra og þar af leiðandi er hitt fimm árum yngra?

Sigurvegarinn í þessari asnalegu spurningakeppni fær að launum gönguferð fyrir einn yfir hálendið! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hehehe...Er ekki frá því að húmorinn hoppi upp um helgar Björn minn.... Ekki það að þú hafir ekki góðan húmor..

hilmar jónsson, 4.12.2010 kl. 22:21

2 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ég er þegar búinn að vinna gönguferð fyrir einn yfir hálendið. Hvað er í annan vinning?

Hörður Sigurðsson Diego, 5.12.2010 kl. 01:23

3 Smámynd: Björn Birgisson

Til baka?

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 02:32

4 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Hljómar vel.

Árið 2021 Verðið þið hjónin 140 ára og börnin líka.

Börnin eru fædd 1970, 1974 og 1979.

Hvenær verður dregið úr réttum lausnum?

Hörður Sigurðsson Diego, 5.12.2010 kl. 04:58

5 Smámynd: Björn Birgisson

Hörður, þú vinnur! Til hamingju! Hvort var þetta flókinn útreikningur eða einhver uppfletting?  Mátt leggja af stað þegar þér hentar!

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 12:31

6 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Þetta tók mikið á og reyndust afar umfangsmiklir útreikningar.

Hörður Sigurðsson Diego, 5.12.2010 kl. 16:15

7 Smámynd: Björn Birgisson

Sé það á tímasetningu svarsins. Greinilega mikil næturvinna!

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband