Hvað gerir forsetinn varðandi Icesave?

"Fjármálaráðherra Hollands, Jan Kees de Jager,  segir í samtali við Bloomberg fréttastofuna, að samningur um Icesave sé á lokastigum. Þetta kom fram í máli de Jager í Brussel í dag en þar átti hann fund með starfsbræðum sínum innan Evrópusambandsins."

Það er ekki þar með sagt að málinu ljúki með undirskrift að þessu sinni. Ólafur Ragnar Grímsson vill kannski hafa eitthvað um það að segja!


mbl.is De Jager: Styttist í samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það fer væntanlega eftir innihaldi samningsins, hvernig móttökur hann fær í þingi og hver viðbrögð almennings verða. Ef þessum samning verður nauðgað gegn um þingið með hótunum eins og þeim síðasta, hlýtur forsetinn að vísa honum til þjóðarinnar.

Reyndar, miðað við síðustu kosningu almennings um þetta mál, ætti forsetinn að sjálfsögðu að vísa honum til þjóðarinnar, óháð því hvaða meðferð hann fær á þingi. En það er enginn hætta á að forsetinn hafi kjark til þess.

Gunnar Heiðarsson, 7.12.2010 kl. 16:39

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jú, ég gæti alveg trúað honum til þess, hann er ekki skræfa sem lúffar fyrir Hryðjuverka mönnum

Eyjólfur G Svavarsson, 7.12.2010 kl. 16:56

3 identicon

Líklega er þetta nokk góður tími til að ljúka þessu máli Björn ef hægt er að komast að raunupphæðinni sem farið er fram á greiðslu á.

Mér finnst þetta ekki snúast um kjark eða lúffun.  Þetta er einfaldlega mál sem þarf að loka og okkar kostnaður verður einhver af þessu hvernig svo sem mál fara.

Er Lee Bucheit ennþá aðalmaður íslendinga í þessu?.  Maður hefur ekkert heyrt á hann minnst eftir að hann hvatti  til þjóðaratkvæðagreiðslunnar og sagði það okkar sterkasta vopn.

itg (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 17:35

4 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir innlitin félagar! Það var eins gott að Svavars samningurinn var ekki samþykktur. Icesave er bloggurum algjör nauðsyn! Hvað á að skrifa um þegar því máli lýkur?

Björn Birgisson, 7.12.2010 kl. 18:58

5 Smámynd: Björn Birgisson

Án gamans, Gunnar, ef forsetinn ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur, á hann bara einn kost. Þjóðaratkvæði. Tek undir með þér. Hann mun ekki þora, ef sæmileg sátt verður um niðurstöðuna á Alþingi.

Eyjólfur, hér er enginn að lúffa fyrir hryðjuverkamönnum. Íslenskir bankamenn voru hryðjuverkamenn á erlendum grundum og blekktu gott fólk til viðskipta.

itg, Lee Bucheit leiðir okkar samninganefnd. Enginn þekkir þessar raunupphæðir held ég, en flogið hefur fyrir að nýr samningur sé þjóðinni 250 milljörðum hagstæðari en Svavars samningurinn! Gaman verður að heyra Steingrím útskýra þann mun! Kannski einhver bulltala. 

Björn Birgisson, 7.12.2010 kl. 19:06

6 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Er þá ekki upplagt að SJS borgi einkaskuldir okkar sem erum að borga af íbúðum og öðru sem við tókum lán fyrir og erum að reyna að borga heiðarlega !!!!! því SJS er svo áfjáður í að borga einkaskuldir glæpamanna sem þeir unnu ekki einusinni fyrir heldur rændu úr bönkunum og ætla svo að láta okkur borga með góðu eða illu.Ég segi neitakk við ICASLAVE þessir glæpamenn geta bara borgað sínar skuldir sjálfir enda ber okkur ekki að borga samkvæmt regluverki ESB...............

Marteinn Unnar Heiðarsson, 7.12.2010 kl. 19:30

7 identicon

Það er allavega alvörumaður að störfum fyrir okkur í þessu máli.  Enda sýndi það sig að um leið og hann kom minkaði galskapurinn umtalsvert.  Synd að Geir Haarde gat ekki notað hann þrátt fyrir að hann byði fram krafta sína.

Þetta er milliríkjamál og verður að leysast sem slíkt.

Unnar...regluverk ESB hefur alltaf verið beint á ská á öllum sviðum...og ber að skoðast sem slíkt...

itg (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 20:28

8 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka innlitin, ágætu félagar!

Björn Birgisson, 8.12.2010 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband