Icesave málið. Ný könnun. Taktu þátt!

"Viðræður um nýjan Icesave-samning eru sagðar á lokastigi og samkvæmt fréttum RÚV gætu samningar jafnvel tekist í dag. Góður gangur er sagður í viðræðunum."

Þar með er ekki sagt að málinu sé að ljúka. Ólafur Ragnar Grímsson, einn helsti stuðningsmaður útrásarvitleysunnar sem fæddi Icesave af sér, hefur látið það liggja í loftinu að hann muni vísa málinu til þjóðarinnar að nýju og svipta þannig þingræðinu burt í þessu máli. Þjóðin mun aldrei samþykkja þennan nýja samning. Ég held að flestir séu mér sammála um það. Málið allt er þess eðlis að það svo gríðarlega freistandi að segja nei, hvað sem allri skynsemi líður.

Það munur að hafa völd og geta bæði notað þau og misnotað eftir smekk hverju sinni.


mbl.is Icesave-samningur í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þingræðinu er ekki svipt burtu með því að vísa málum til þjóðarinnar skv. skýrum ákvæðum í stjórnarskránni. Þingræði þýðir einfaldlega það að ríkisstjórn styðst við meirihluta alþingis á hverjum tíma. Lýðræðið okka er hins vegar fulltrúalýðræði með þeim öryggisventli (sem betur fer) að forseti lýðveldisins getur hafnað samþykkt laga og þannig vísað viðkomandi lögum til þjóðarinnar, til lýðræðisins sjálfs, til samþykktar eða synjunar. Þingræði kemur þessu máli ekkert við miðað við skilgreiningu þess hugtaks.

corvus corax, 7.12.2010 kl. 15:04

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Bankabólan og ICESAVE vitleysan er skilgetið afkvæmi handónýts regluverks ESB/EES og fjórfrelsisins þeirra margrómaða.

Ólafur Ragnar forseti Íslands getur ekki beitt neinu einræði í þessu máli, eins og þú setur hér fram.

Hann getur aðeins ákveðið að vísa málinu til úrskurðar hjá þjóðinni, eins og hann gerði sem betur fer með síðasta samning sem var svo blessunarlega kolfelldur í þjóðaratkvæðagreiðslunni með 98% greiddra atkvæða.

Ólafur Ragnar sem forseti hefur aldrei borið neina stjórnskipulega eða pólitíska ábyrgð á efnahagsmálum lýðveldisins eða regluverki bankanna eða útrásarfyrirtækjanna, eða atvinnulífsins.

Það var stjórnmála- og embættismannanna að sjá um þann þátt málsins og þar væri allt eins og best yrði á kosið.  

Ólafur reyndi aðeins eins og góðum forseta sæmir að styðja heils hugar við íslenskt atvinu- og athafna líf í þeirri góðu trú að þeir sem það bar sæju um að þar væri allt með felldu.

Það er því ákaflega billegt og ósanngjarnt að ráðast sífellt að forsetanum með þessum hætti. 

Eftir ICESAVE þjóðaratkvæðagreiðsluna, þar sem þjóðin hafnaði ICESAVE mjög eindregið og nánast einróma þá hefur þessi Ríkisstjórn og stjórnmálastéttinn öll ákaflega lítið umboð til þess að semja um einhvern nýjan ICESAVE samning, jafnvel þó svo að hann sé miklu skárri og með helmingi lægri vexti og svo framvegis.

Allt sem felur í sér skuldaklafa á þessum ölögvörðu kröfum Breta og Hollendinga, ber því að bera undir þjóðina.

Gunnlaugur I., 7.12.2010 kl. 15:21

3 Smámynd: Durtur

Uss, neinei strákar, hvar eruð þið búnir að vera eiginlega? Þetta er engan veginn svona flókið: Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar settu landið viljandi á hausinn svo að vinir þeirra mundu fá meiri kvóta. Svo komu Jóhanna og steingrímur, ráku hyskið úr Alþingishúsinu og tóku stjórnina. Þau redduðu málunum þannig að núna þarf bara að samþykkja Icesave svo við komumst í ESB, þá fáum við Evruna sem reddar öllum peningamálum og málið leyst.

Mjög einfalt.

Durtur, 21.12.2010 kl. 16:18

4 Smámynd: Durtur

..sagði hann 2 vikum eftir að hinir hættu að tala :)
Þarf greinilega að skoða dagsetningarnar betur áður en ég fer að gaspra.

Durtur, 21.12.2010 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband