Eru skytturnar þrjár með 3000 milljónir í vösunum?

Hókus pókus og allt hverfur. Gufar ekki upp, en hverfur í vasa einhverra. Litlar 3000 milljónir í beinhörðum peningum teknar út úr Landsbankanum í Lúxemborg og fluttar til fyrirtækisins Pace Associtates í Panama. Og afskrifaðar í snatri, þremur árum fyrir kúluláns gjalddagann! Eru þetta kannski aurarnir sem halda einu mesta fjölmiðlaveldi landsins gangandi?

"Á bak við eigendur og stjórnarmenn í Pace, ef marka má firmaskrá þar syðra, er frumskógur skúffufyrirtækja. Fons er á hinn bóginn gjaldþrota og þrotabúið leitar fjárins. Það hafa yfirvöld hér á landi gert líka, eins og við (RÚV) höfum áður greint frá, og þau telja sig komin á slóð peninganna, enda hafa þau undir höndum gögn sem benda til þess að þeir Pálmi Haraldsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason, hafi skipulagt Panama-fléttuna fyrirfram. Það er, að koma peningunum út, en síðan hafi féð ratað aftur eftir krókaleiðum í vasa þremenninganna." segir RÚV

Já, ljótt er ef satt er.

Hvað á að gera við svona menn?

Veita þeim Fálkaorðuna auðvitað og klappa síðan duglega fyrir þeim?

Það þarf vissa snilld til að leika svona leiki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður veltir fyrir sér hvernig þetta getur farið framhjá endurskoðendum? Þessi alþjóðlegu endurskoðunarfyritæki hljóta að vita hvað varð um peningana.  Peningar gufa ekki upp og þeir hverfa ekki. Ef þeir lenda í gjaldþrota fyritæki þá eignast kröfuhafar peningana og það ætti að vera auðvelt að finna út hverjir þeir eru. Follow the money sagði Joly.

Og peningar verða ekki til úr engu. Aðeins vinnan býr til peninga sagði Marx og það er rétt. Og þeir sem ná að spara eitthvað leggja þá í öruggar hendur bankans. Kannski í Peningamarkaðssjóð!

HÞB (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband