9.12.2010 | 18:18
Glæpamenn eru verndaðasta stéttin á Íslandi í dag
"Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tvo menn af ákæru um stórfellt fíkniefnalagabrot með því staðið að ólögmætum innflutningi á 3.736,11 gr. af 4-flúoróamfetamíni, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi."
Sumar fréttir þarf maður að lesa nokkrum sinnum. Þessi er ein þeirra.
Þessi dómur er með öllu óskiljanlegur, sérstaklega í ljósi þess að annar maðurinn sagðist hafa haldið að þetta væri lyktarlaust kókaín! (Skv. Bylgjunni)
Í augum leikmannsins á götunni er augljóst að hér var verið að fremja vondan glæp í ágóðaskyni. Sá ágóði hefði líklega lagt nokkur mannslíf í rúst í leiðinni.
Það skiptir engu máli. Ekki nokkru.
Einhver smávægileg lagatæknileg atriði leiða til sýknu mannanna. Ef ég flyt inn einhver splunkuný eiturlyf, sem hvergi er minnst á í neinum lögum, þá er það í fínu lagi, þótt tilgangur minn sé augljós!
Ég hef áður sagt og segi enn: Það hlýtur að vera frábært að vera glæpamaður á Íslandi.
Því meiri glæpamaður, því betra. Því stærri glæpir því betra.
Ég held að glæpamenn séu verndaðasta stéttin á Íslandi í dag.
Sýknaðir af ákæru um fíkniefnainnflutning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.