Hvað gera þingmenn Sjálfstæðisflokksins?

"Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fagnar nýja Icesave-samkomulaginu, sem kynnt var í gær. Samningurinn er að hans mati risaáfangi í endurreisn Íslands og ekki sanngjarnt að bera nýjan samning saman við þann gamla."

Þessi afstaða Steingríms þarf ekki að koma nokkrum manni á óvart. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í Mogganum í morgun að réttast væri að vísa þessu máli til þjóðarinnar, sem þýðir væntanlega að hans flokkur hyggist ekki samþykkja samninginn.

Hvað gera þingmenn Sjálfstæðisflokksins?

Ekki er ólíklegt að Ólafur Ragnar forseti sé einmitt að velta því fyrir sér.

Fari svo að þessi samningur verði samþykktur með naumum meirihluta í þinginu, væri forsetinn vís til að skjóta málinu til þjóðarinnar að nýju.

Því er það ekkert verri tilgáta en hver önnur að örlög þessa máls hvíli að miklu leyti á herðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Einhver gæti sagt að það væri líka við hæfi og haft all nokkuð til síns máls!

 

 


mbl.is „Risaáfangi í endurreisn Íslands“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er ekkert nýtt að Steingrímur fagni, þannig er nefnilega oft með þá sem láta aðra borga drykkina sína og segja svo skömm þér á bak þeim á eftir. 

Auðvita er það þjóðarinnar að samþykkja eða hafna greiðslum sem henni er ætlað að greiða.  En vandinn er sá að ekkert virkar á Steingrím.  Það dugar ekki einu sinni að sigra hann með yfir 90% atkvæða. 

Þú ert ljóslega í sæluríki B. Byrgisson.      

Hrólfur Þ Hraundal, 10.12.2010 kl. 11:54

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Björn - Bjarni Ben. hefur talað fyrir dómstólaleiðinni og því ólíklegt að hann fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins hafni þessum nýja " glæsilega " samningi - og auðvitað bíður Ólafur eftir Sjálfstæðisflokknum ef hann segir NEI, þá verður þjóðaratkvæðagreiðsla og mun þjóðin aftur hafna að greiða skuld einkabanka og telja eflaust þá margir að dagar þessarar ríkisstjórnar séu taldir

Óðinn Þórisson, 10.12.2010 kl. 12:13

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hrólfur, ég bý í sama "sæluríki" og þú.

Björn Birgisson, 10.12.2010 kl. 12:54

4 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn, líklega endar þetta hjá þjóðinni, sem mun fella samninginn. En eins og sagði í færslunni. Það veltur heilmikið á afstöðu Sjálfsræðisflokksins.

Björn Birgisson, 10.12.2010 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband