10.12.2010 | 23:32
"Icesave málið er fyrst og fremst á ábyrgð íhaldsins."
Það er hörð umræða í pólitíkinni þessa dagana, enda kannski ekkert undarlegt við það. Icesave málið hefur klofið þjóðina í herðar niður og Sjálfstæðisflokkurinn að missa glóruna vegna gagnrýni á störf hans og valdaleysið er að gera hann hoppandi vitlausan.
Fór í smá bloggferðalag í kvöld og fann meðal annars þetta sem hér fer á eftir. Það er með ólíkindum hvað menn geta verið vondir við Sjálfstæðisflokkinn, þetta grey sem aldrei hefur gert neinum neitt og unnið hörðum höndum fyrir þjóðina. Stétt með stétt! Lesið þetta:
"Framganga sjálfstæðismanna þessa dagana er með því ömurlegasta sem maður hefur séð.
Menn eins og Kúlu-Tryggvi og aðrir ómerkingar vaða nú fram með bull áróður til að freista þess að afla sér atkvæða.
Það var Bjarni Benediktsson sem flutti frumvarpið um að farin skildi samningaleið við Breta og Hollendinga.
Það var samninganefnd íhaldsins undir forystu Baldurs Guðlaugssonar (fyrir dómi nú) sem var búin að semja um 6,5% vexti þegar Svavar Gestsson var fengin til að taka við. Svavar var reyndar lítið betri samningamaður en Baldur, en því má ekki gleyma að menn hafa verið að semja við afar erfiðar aðstæður, nánast "með hnífinn á barkanum", eins og sagt hefur verið.
Icesave málið er fyrst og fremst á ábyrgð íhaldsins.
Ömurlegt er einnig að horfa á framgöngu Morgunblaðsins og mbl.is, undir forystu mannsins sem henti 500 milljörðum af almannafé í banka sem hann taldi vera að fara á hausinn. Hann nýtir nú áróðursmaskínurnar til að ljúga og blekkja, rétt eins og hann gerði fyrir hrun." (Sveinn)
Ef þetta er allt rétt hjá Sveini þá eru einhverjir í vondum málum.
Ég held að Sveinn sé bara dæmigerður kommi og hans sannleikur verði aldrei tekinn gildur í Valhöll, enda þar bara einn sannleikur sem gildir, eins og allir vita. Held að Sveinn og allir þeir sem tala á hans nótum, endi allir í Helvíti, en þar eru víst engir Sjálfstæðismenn til að rökræða við. Þeir fá víst ekki inngöngu!
PS. Fyrir léttleika helgarinnar skulu allir lesa þetta: http://benax.blog.is/blog/benax/entry/1124536/
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ Björn minn góði, ertu nú ekki að fara yfir strikið með ástúð þinni á Samfó?
Guðmundur Júlíusson, 11.12.2010 kl. 00:11
Guðmundur minn, hér er fátt sagt frá mínu brjósti, einkum tilvitnun í skrif annars manns. Strik? Eru þau ekki til að fara yfir þau?
Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.