12.12.2010 | 18:17
Er ekki líklegra að Icesave drullumallið sé á byrjunarreit?
"Ögmundur Jónasson, dóms- og samgönguráðherra, segir að margt bendi til þess að Íslendingar séu komnir á endastöð í Icesave-málinu."
Ég er ekki jafn viss og Ögmundur um þessa endastöð. Hann byggir sitt álit á að stjórnarandstaðan skríði upp úr sínum skotgröfum og að samningurinn verði samþykktur með miklum meirihluta atkvæða á Alþingi. Ég leyfi mér að stórefast um að svo verði.
Það kæmi mér ekkert á óvart að meirihluti þingmanna þessara stjórnarandstöðuflokka sitji hjá við atkvæðagreiðsluna og málið rétt leki í gegn um þingið.
Hvað gerir forseti landsins þá?
Vísar málinu til þjóðarinnar.
Icesave málið er fjarri því að vera á nokkurri endastöð.
Miklu heldur á byrjunarreit.
Icesave á endastöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Íhaldið sýnir vel sitt rétta eðli þessa dagana. Óheiðarleiki og blekkingar gagnvart fólkinu í landinu eru þeirra aðalsmerki. Þeir sjálfir ákváðu að fara samningaleið og samningar voru langt komnir þegar ný ríkisstjórn tók við. Þeir voru búnir að semja um 6,7% vexti. Steingrími er vorkunn að hafa tekið við þessu, auk þess sem pressan var gríðarleg úr öllum áttum. Hann taldi góðan árangur að hafa náð vöxtunum niður í 5,5%. Það var rangt mat hjá honum, en mat íhaldsins hlýtur að hafa verið enn rangara, því þeir voru búnir að semja um 6,7%.
Doddi (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 20:46
Sveinn, er þetta ekki eitthvað sem allir vita og viðurkenna? Nema kannski ..........
Björn Birgisson, 12.12.2010 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.