16.12.2010 | 11:25
Hógværir SUS liðar
"Samband ungra sjálfstæðismanna vill að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra víki úr ríkisstjórninni vegna framgöngu þeirra í Icesave-málinu."
Nú eru SUS liðarnir hógværir. Vilja bara reka tvo ráðherra. Ég hefði frekar búist við því að þeir vildu reka alla ríkisstjórnina, en þeir vita auðvitað að stóru strákarnir í flokknum þeirra óttast það mest af öllu að lenda í ríkisstjórn við núverandi aðstæður.
"Í ályktun segir að ungir sjálfstæðismenn hafni því að þeirra kynslóð, og kynslóð barna þeirra, verði bundin á skuldaklafa Icesave án þess að réttmætur grundvöllur sé til þess og að þær séu undirseldar mikilli áhættu um endanlega fjárhæð þeirra skulda."
Icesave málið er SUS liðum eðlilega hugleikið. Vonandi hafa þeir munað eftir því að fjölfalda þessa ályktun í 16 eintökum og komið þeim í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins, en sá flokkur ku vera langstærsti hluthafinn og ábyrgðaraðilinn í öllu þessu Icesave máli, þótt aðrir flokkar hafi líka komið við þá sögu.
Vilja að Jóhanna og Steingrímur víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott og blessað, en þú virðist ekki muna mikið eftir því hverjir fóru með viðskipta- og bankamál þjóðarinnar fyrir hrun.
Selective memory?
Guðmundur Björn, 16.12.2010 kl. 12:54
Man það.
Björn Birgisson, 16.12.2010 kl. 13:05
mannst það en hvað er málið :) eru vonbrigði í þér að ástfóstur sjs og svavars var ekki samþykkt? hehe þá hefðu þeir nú aldeilis getað sagt,,,"Gleymum ekki hverjum hruninu er um að kenna" það hefði heillað þig ekki satt þó svo að upphæðin hefði verið hellings hellings hellings hærri en þeir hefðu getað sagt GLEYMUM því ekki hverjum er um að kenna :)
prakkari (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.