Er kjarkurinn enginn þegar á hólminn kemur?

Það er alltaf hundleiðinlegt að leggja spurningar fyrir fólk og fá lítil eða engin svör. Í þrígang hef innt lesendur hér á síðu eftir afstöðu þeirra til eins stærsta máls Íslandssögunnar, en afar fá svör fengið.

Það er augljóst að umsóknin um aðild að ESB er lang, lang stærsta deilumálið í stjórnmálum nútímans og að mínu mati stærsta pólitíska mál lýðveldissögunnar okkar. Hér eru menn ekkert að nálgast það sem slíkt. Hafa meiri áhyggjur af einhverjum prósentum í einhverjum sköttum.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er óttalegt peð í samanburði við inngöngu í ESB. Ríkisstjórnir koma og fara. Líka ríkisstjórn Jóhönnu.

Því spyr ég enn og aftur:

Af hverju taka þeir flokkar sem segjast alfarið vera á móti umsókninni ekki höndum saman, tryggja sér meirihluta á þingi, eða varinn minnihluta, og hreinlega henda umsókninni í ruslafötuna?

VG (15), Sjálfstæðisflokkur (16), Framsóknarflokkur (9), Hreyfingin (3). Ýmsir möguleikar í stöðunni.

Meina þeir kannski ekkert með öllu hjalinu um andstöðu sína við umsóknina?

Vita þeir ef til vill ekki að þeir eru að ræða eitt stærsta mál Íslandssögunnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er alveg sammála þér þarna, en fyrst þarf að fá samþykkta VANTRAUSTSTILLÖGU á "ríkisstjórn fólksins" og það er ég hræddur um að reynist erfitt með Gunnarsstaða-Móra sem formann VG.  Því hann veit að hans pólitíska líf verður búið þegar þessi ríkisstjórn leggur upp laupana.

Jóhann Elíasson, 16.12.2010 kl. 03:12

2 identicon

Þetta er auðvitað fræðilegur möguleiki en eingöngu fræðilegur. Þetta er heldur ekki stefna VG vel að merkja en þeir eiga í mestri innri baráttu um þetta mál. þeir sömdu stjórnarsáttmála og í honum eru aðildarumræður vis EB mikilvægt atriði. Stefna VG er að fara í viðræður og upplýsta umræðu og síðan á þjóðin að kjósa um málið. Þetta er stefna flokksins og annað eru minnihlutaálit. Á landsfundi flokksins hefur þessi stefna verið ítrekuð. Það er rétt hjá þér Björn að innganga í ESB er stórt mál. Það sem auðveldar málið er að við erum nú þegar að mestu leiti í ESB vegna EES samningsins.Lágabálkar eru eins eða sambærilegir í 70% tilvika. Þér er væntanlega kunnugt um að nokkrir þingmenn í Framsókn og Sjálfstæðisflokknum eru hlynntir aðild að ESB.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 08:26

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Því miður Björn, þá virðist sem alþingi okkar sé að stæðstum hluta skipað gungum.

Það er (var) reyndar bara einn flokkur með algjöra andstöðu við umsókn að ESB. Við sjáum hvernig fór fyrir þeim.

Allir aðrir flokkar, utan Samfylkingu, vilja bæði vera með og á móti. Í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki eru fáir en áhrifamiklir einstaklingar sem halda þeim flokkum í gíslingu í þessu máli. Einstaklingar sem annað hvort eru svo heimskir að þeir halda virkilega að hægt sé "fá að skoða í pakkann", eða það sem líklegra er að ást þeirra til ESB sé svo mikil að þeir noti þetta sem yfirvarp.

Gunnar Heiðarsson, 16.12.2010 kl. 09:10

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sammála þér. Þetta ESB mál og umsóknin sem slík valda þvílíkri sundrungu í okkar brothætta þjóðfélagi. Sama hvort menn eru með eða á móti þá er þessi umsókn alla vegana á kolröngum tíma, auk þess sem víðsjár eru miklar innan ESB og á Evru svæðinu um þessar mundir.

Skynsamir menn og konur ættu því að sættast á að fresta málinu um a.m.k. 2 ár og að þá yrði kosið um það meðal þjóðarinnar beinni kosningu hvort sækja ætti um aðild að nýju eða ekki.

En þetta vilja hörðustu ESB aftaníossarnir ekki heyra á minnst, þeir vilja engar málamiðlanir og alls enga aðkomu beins lýðræðis, fyrr en þeim þá hentar. 

Því skal áfram alið á sundrungunni og áfram ögrað og keyrt á málinu í óþökk stærsta hluta þjóðarinnar

Gunnlaugur I., 16.12.2010 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband