17.12.2010 | 21:07
Af hverju segir Lilja Mósesdóttir ríkisstjórninni ekki upp? Sambandið er greinilega búið.
"Þá segist hún ekki sjá ástæðu til annars en að sitja áfram í þingflokki VG. Lilja sat hjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár."
Vel má vera að málflutningur Lilju Mósesdóttur í kvöld hafi fallið mörgum vel í geð. Ekki heillaði hann mig, þvert á móti.
Lilja skilur greinilega ekki að hún er hluti af liðsheild, sem er með risavaxin vandamál í fanginu. Hefur líklega aldrei verið í handbolta eða fótboltaliði í fallbaráttu. Hún veit ekkert hvað það er að hlýða þjálfaranum. Slíkir leikmenn eru alltaf reknir frá liðum sínum.
Hún er alltaf með yfirboð og fer svo í 40 ára fýlu ef hún fær ekki allt sitt fram. Hvernig færi ef allir þingmenn stjórnarinnar væru með svona yfirboð? Og enginn færi eftir vilja forustunnar og meirihlutans!
Dettur nokkrum heilvita manni í hug að þeir 32 þingmenn sem samþykktu fjárlögin hafi gert það með glöðu geði? Flestir líklega með hnút í maganum og tárin í augunum. Stjórnarandstöðunni örugglega líkt farið.
Lilja er ekki nógu hrein og bein, þótt margir haldi að svo sé.
Það liggur í því að hún hyggst halda ríkisstjórninni í gíslingu. Stundum með, stundum á móti.
Það gengur ekki þegar liðsheildin skiptir öllu máli og meirihlutinn er tæpur.
Leiðtogar stjórnarinnar geta ekki staðið í stöðugri katta og læðusmölun í sérhverju máli.
Lilja á að vera samkvæm sjálfri sér og lýsa yfir andstöðu við ríkisstjórnina, kannski ekki beint andstöðu, alla vega því að hún styðji stjórnina ekki og hún þurfi ekki að reikna með sínu atkvæði.
Þá veit fólk það.
Allt annað verður að skoðast sem hálfkák, yfirboð og vingulsháttur af hálfu þingkonunnar, sem mín vegna má hafa skoðanir á sérhverju máli, fylgja sinni sannfæringu til enda veraldar í sérhverju máli. Það gerir hún ekki innan liðsheildarinnar.
Segðu bless við stjórnina Lilja Mósesdóttir.
Það er miklu snyrtilegra af þinni hálfu.
Segist styðja ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli hagfræðingurinn telji sig ekki vita betur en jarfræðingurinn og flugfreyjan, og ég held að hún viti betur.
Það er líka mjög óeðlilegt að selja sannfæringu sína til flokksaga. Aumara fólk er vart til en það sem selur sálu sína.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 21:37
Vægast sagt vandræðalegt viðtal.
Það er ekki mikil reisn yfir stjórnmálamanni sem gefur skít í samstarf, en hyggst samt ætla að hanga í stjórn ? ?
Hún hlýtur að drattast burt....
hilmar jónsson, 17.12.2010 kl. 21:40
Þessi manneskja er með öllu ónothæfur. Ætlar bara að gera það sem er þægilegt og ekki bera ábyrgð á neinu óþægilegu.
Sævar (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 22:18
Skipað gæti ég, væri mér hlítt!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.12.2010 kl. 22:29
Sæll, Axel minn Jóhann, langt síðan ég hef heyrt frá þér. Þessi síða er alltaf betri með þig innanborðs!
Björn Birgisson, 17.12.2010 kl. 22:58
Þakka þér hlý orð Björn, það hefur verið frekar lágsjávað hjá mér um hríð en nú flæðir að, vonandi.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.12.2010 kl. 23:32
Björn, og þið hinir hallir undir þessa stjórn, þið ættuð að skammast ykkar fyrir ykkar málflutning, Lilja M er sennilega sú eina sem hefur réttindi til að tala um þessa hluti, hún er lærð sem hagfræðingur og með meirapróf í "hruni" það ég best veit.
Guðmundur Júlíusson, 17.12.2010 kl. 23:54
..og allir hagfræðingar á sama máli Guðmundur? Hvað segir hagfræðingurinn Geir H. Haarde?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.12.2010 kl. 00:09
Axel Jóhann, alltaf flæðir að. Þú hefur símann minn, ef þú vilt skamma mig eða deila einhverju með mér.
Björn Birgisson, 18.12.2010 kl. 00:12
Guðmundur Júlíusson, það þarf miklu meira en þín orð til að ég skammist mín fyrir nokkurn skapaðan hlut. Miklu er nær að ég fyllist vorkunsemi, fyrir hönd þjóðarinnar, þegar ég les skrif eins og þín.
Ef það er skoðun þín að Lilja sé: " .....sennilega sú eina sem hefur réttindi til að tala um þessa hluti, hún er lærð sem hagfræðingur og með meirapróf í "hruni" .........."
Þá þarftu að lesa fræðin þín betur og auka virðingu þína fyrir hinni íslensku þjóð. Hagfræðingar vita minnst allra hvað þessari þjóð er fyrir bestu. Það hefur allsdeilis komið á daginn.
Björn Birgisson, 18.12.2010 kl. 01:17
Lilja Mósesdóttir er ekki algjörlega siðlaus og samviskulaus, né vangefin, og ætti því að segja skilið við þennan glæpaflokk og hálfvitagengi og stofna nýjan og betri flokk, skipaðan betra og greindara fólki líkara henni sjálfri. Hún, ólíkt ríkisstjórninni, er vinsæl með gott orðspor, og því í raun valdameiri en allur hennar gamli, deyjandi flokkur, sem hefur smánað sig svo mjög með undirgefni sinni við Samspillinguna að þeir hafa slegið út sjálfan Framsóknarflokkinn með undirlægjuhætti og hlýðni, sem er mjög óvirðingarvert hlutverk. Við sem kusum græna ætluðum okkur ekki að kjósa dyramottur og skeinipappír fyrir tækifærissinna. Við kjósum þá aldrei meir, en kannski Lilju frekar en ekkert...Heiðvirða vinstrimenn vantar almennilegan flokk til að kjósa. Margir ætla bara að sitja heima næst. Sorglegt að færa íhaldinu þannig valdið í hendurnar, en það er ekki endalaust hægt að selja samvisku sína með að kjósa svikara, hvorki til hægri né vinstri. Kæra Lilja, hlustaðu á kall örlaganna og stofnaðu þinn eigin flokk. Þá get ég kosið einhvern frekar en sitja heima.
Palme (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 02:29
Palme, Liljan þín les þetta ákall þitt örugglega hér! Er það ekki?
Björn Birgisson, 18.12.2010 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.