Hvað ætlar Ögmundur að segja yfir gröf þess fyrsta sem fellur af völdum glæpahyskisins?

"Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, telur að svo stöddu ekki tilefni til að búa öll lögreglulið landsins rafbyssum."

Afstaða Ögmundar kemur ekki á óvart. Hann er maður sem vill sjá heiminn sem saklausastan og sú afstaða er virðingarverð. En hún er í besta falli draumkenndur veruleiki, sem hægt og bítandi er að breytast í martröð.

Hið vaska lið lögreglumanna, sem þjóðin þó á enn, eftir allan niðurskurðinn, á ekki og mun ekki eiga sjö dagana sæla í baráttunni við undirheimalýð landsins, heimamenn og innfluttan glæpalýð í bílförmum. Flugvélaförmum.

Harkan fer vaxandi, sem og vopnaburður glæpahyskisins. Það liggur alveg fyrir.

Að senda óvopnaða lögreglumenn inn í greni þungvopnaðs glæpahyskis, með hnífa og byssur, er ekkert annað en mannvonska og lítilsvirðing fyrir lífi og limum þessara ágætu sona og dætra Íslands.

Hvað þarf til að breyta þessu?

Tvo drepna lögreglumenn? Kannski fjóra?

Líklega fimmtán.

Auðvitað má alltaf bjóða opinberum starfsmönnum, eins og lögreglumönnunum okkar, áfallahjálp í hvert sinn sem þeir sleppa lítt skaðaðir, en lifandi, frá glæpahyskinu, útúrdópuðu, sem þeir þurfa að kljást við í störfum sínum. Þetta er allt hugað fólk, sem hlær að slíkum lausnum.

Ekkert veit ég um rafbyssur, en ég veit að mér er annt þá góðu drengi og stúlkur, sem sinna löggæslunni í þessu landi.

Ábyrgð dómsmálamálaráðherra á lífi og velferð þessa fólks er mikil.

Hún er meiri en ábyrgð hans á eigin börnum.

 


mbl.is Lögregla fær ekki rafbyssur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sammála Björn, það á að veita lögreglunni heimild til að bera stuðbyssur.

Guðmundur Júlíusson, 17.12.2010 kl. 23:59

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað ætti hann að segja um þá fyrstu sem rafbyssurnar dræpu?

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.12.2010 kl. 00:28

3 identicon

Heilir og sælir; Björn Ísfirðingur - og Guðmundur (með enska 15. aldar hattinn) !

Rangt; hjá ykkur báðum, ágætu drengir.

Fyrir það fyrsta; eru rafbyssu skrattarnir ætlaðir til, að verja liðónýta valda stéttina.

II. Vaktarar (lögregla) hafa ekki; nema að brota broti, gáfnafar til þess, að brúka slík tól (munið; kerta aðferðina - blásturinn á kertið, gegnum annað eyrað, að hinu OG SLÖKKNAR SAMSTUNDIS, Björn og Guðmundur).

III. Væri; um alvöru löggæzlu hér að ræða (eins og í Ísrael - Persíu (Íran) og Kína), til dæmis að taka, að þá væru götu ræningjar og smyglarar, sem oftlega eru uppvísir að ránum á eigum fólks - eiturlyfjasölu o. fl., skotnir á vettvangi, að sjálfsögðu.

IIII. Rolan Ögmundur; kann svo ekki, að þekkja mun á réttu - né röngu.

V. Ögmundur menntamaður; þekkir örugglega ekki í sundur + pólinn, á rafgeymi bíls síns, hvað þá - pólinn, ágætu drengir.

VI. Þannig að; hafi ÖJ rænu á, að stöðva mögulega notkun, á rafbyssunum, gegn byltingarsinnum, og Alþýðudómstól götunnar, skal hann fá örstutt prik fyrir það, helvízkur klækja- Refurinn.

Punktur !!!

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 00:29

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður Þór Guðjónsson, hann ætti að segja sorrý, við erum að reyna að vernda okkar fólk fyrir hyskinu sem sækir að þjóðinni, saklausri, alþýðu Íslands, sem okkur ber að vernda með öllum tiltækum ráðum. Ekki flóknara en það.

Björn Birgisson, 18.12.2010 kl. 00:41

5 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar Helgi, minn ágæti spjallvinur og spaugari. Hvað á ég að gera við þig, þegar ég hef tekið öll völd í þessu auma landi?

Viltu taka að þér númer III. í þinni færslu?

"III. Væri; um alvöru löggæzlu hér að ræða (eins og í Ísrael - Persíu (Íran) og Kína), til dæmis að taka, að þá væru götu ræningjar og smyglarar, sem oftlega eru uppvísir að ránum á eigum fólks - eiturlyfjasölu o. fl., skotnir á vettvangi, að sjálfsögðu."

Hvað segirðu um það?

Björn Birgisson, 18.12.2010 kl. 01:04

6 identicon

Að sjálfsögðu; Björn minn.

Við hvert orða minna; stendur fyllsta meining - nema hvað. Áreiðanleiki; var eitt meginstefið, í uppvextinum niður á Stokkseyri, á mínum fyrstu árum.

Nema; ég muni hrekjast úr landi - áður en af virðulegri valdatöku þinni yrði, Björn minn.

Verð; að hafa þann fyrirvara á, ágæti drengur. 

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 01:10

7 identicon

Sæll...

Þú segir að Ögmundur sé virðingarverður að velja sjá heiminnn saklausan, sem er gott mál. En mér sýnist að þú horfir á lögregluna okkar á svipaðan hátt, að í henni séu allt og eingöngu hreinræktaðir menn sem ávallt gangi góðu til, en því fer fjarri, því miður. Það eru einmitt þessi skemmdu epli sem að eru ekki treystandi til að bera svona valdavopn. Svo vitum við báðir tveir að það er enginn óvopnaður lögreglumaður sendur inn í hóp manna með hnífa og byssur, þegar þá sjaldgæfu hópa er að finna. Svoleiðis rök eru ekki haldbær. Við eigum sérsveit sem að er send á vettvang við svoleiðis aðstæður. Þó svo að vopnaburður sé einhver í undirheimunum, og eflaust meiri en flestir halda, þá verður fólk, þ.e. þú og önnur skoðanasystkyni, að átta sig á því að um leið og að lögreglan fer að bera frekari vopn en nú er gert, þá munu aðrir gera það líka. Það er fyrirséð ferli. Þeir menn sem bera vopn hafa þann hugsunarhátt að vera betur búinn en aðrir, löggjafinn og aðrir. Með það að leiðarljósi hljótum við að sjá hvert stefnir ef að lögreglan fer að auka sinn vopnaburð, ekki satt ? Það er allavega hægt að vera sammála um það þó svo að mönnum greini á um lausnina við því.... Þetta er bara einn punktur, svo ég fari nú ekki að tala um og benda á hversu hættulegt vopn þetta er.

H. Jónasson (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 01:26

8 identicon

Hér er fróðleikur sem margir hefðu gott af að kynna sér: www.taser.is

Kristinn (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 01:31

9 identicon

Annað, ég sá ekki nýjustu athugasemdirnar fyrr en ég var búinn að senda...

En svo ég dragi eitt út úr þínu máli...

Í svo dómgreindarlausu land sem Ísland er, sem skipar svo hálftregan mann í dómsmálráðuneytið (að þínu mati), heldur þú að eitthvað skýrari menn séu þá skipaðir í löggæslustörf ? Þú treystir ekki Ráðherranum, en þú treystir lögreglumönnum sem þú kannt engin frekari persónudeili á, til að bera stórhættulegt vopn... Undarlegu tvöföldu viðmiðin þar á fer, þykir mér.

H. Jónasson (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 01:33

10 Smámynd: Björn Birgisson

Takk, Kristinn fyrir þitt innlit.

Björn Birgisson, 18.12.2010 kl. 01:40

11 Smámynd: Björn Birgisson

H. Jónasson, þakka þér innlitin. Eitt skaltu aldrei gera. Að gera mér upp skoðanir.

Þú sagðir: "Í svo dómgreindarlausu landi sem Ísland er, sem skipar svo hálftregan mann í dómsmálráðuneytið (að þínu mati), ..............."

Þetta verða bara að vera þín orð. Ég hef hvergi minnst á hálftregan mann.

Björn Birgisson, 18.12.2010 kl. 01:46

12 identicon

Ég bið þig afsökunar á ranglega dreginni ályktun af minni hálfu. En það voru nú tiltækari hlutir í máli mínu sem hægt var að svara eða ræða frekar.

Þú hlýtur að geta dregið eitthvað haldbærara úr máli mínu, annað en þessa einu misorðuðu setningu mína... ?

Ég vil endilega að fólk þessarar skoðunar varðandi rafbyssurnar, sé allavega vilja fært til að skoða málefnið hinum megin frá, því það eru líf að veði þeim megin líka. Ég hef sjálfur gert það og rætt þetta fram og til baka við menn, en er þó enn sömu skoðunnar. Hefur þú gefið rökum gagnstæðu hliðarinnar einhvern gaum, eða möguleika á því að vera þær réttu ?

Önnur pæling....

Er réttlætanlegt í þínum huga að einn blásaklaus maður sé "taze-aður", og jafnvel deyji í kjölfarið, fyrir málefni og löggjöf sem jafnvel er ekki þörf á ?

Endilega kíktu yfir póstana mína og dragðu svörin þín í gegnum það fyrir mig, úr því að maður er að gera sér leið hingað inn og svara þér. Sérstakletga í ljósi þess að ég tek aldrei þátt í svona netumræðum, aldrei. En þetta er þarft málefni sem þarf að útkljá, þó svo að þetta sé ekki vettvangurinn rétti til þess. En það er svona áróður, eins og t.d. þessi heimasíða ber sem var bent á hér að ofan, sem er þessu málefni svo rosalega hættulegur. Þar er hvergi minnst á ókostina við svona tæki, enda um hreinræktaða sölusíðu að ræða.

kv.

H. Jónasson (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 02:16

13 Smámynd: Björn Birgisson

"Er réttlætanlegt í þínum huga að einn blásaklaus maður sé "taze-aður", og jafnvel deyji í kjölfarið, fyrir málefni og löggjöf sem jafnvel er ekki þörf á ?"

Þetta er svo leiðandi spurning að hún er ekki svara verð.

Slys verða alltaf. Löggan gerir mistök og glæpamenn líka. Menn missa tökin á ástandinu. Það gerist á svipstundu, án endurskoðunar möguleika.

Ég veit ekkert um rafbyssur, en ég veit að lögreglufólk á Íslandi, venjulegt fjölskyldufólk, er oft sett í óbærilega stöðu.

Sérsveitin er ekki alltaf tiltæk.

Björn Birgisson, 18.12.2010 kl. 02:45

14 identicon

H. Jónasson: Það er ekki þessi upplýsingasíða um tækið sem er hættuleg umræðunni. Það er enn hættulegra þegar fólk eins og þú, fólk sem veit ekkert um tækið, reynir að fræða aðra um galla þess. Hvernig væri að benda á það sem er efnislega rangt á þessari síðu í stað þess að stimpla hana sem sölusíðu?

Kristinn (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 07:55

15 identicon

Ég held að ég verði að nota tækifærið og leiðrétta smá misskilning hjá þér.  Þegar um er að ræða "greni þungvopnaðs glæpahyskis" þar sem skotvopn eru, þá er sérsveit lögreglunnar sem hefur með málið að gera, en ekki óvopnaðir lögregluþjónar.  Þetta eru einfaldlega þær verklagsreglur sem lögreglan vinnur eftir.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 09:40

16 identicon

Minn kæri Björn, ég er hjartanlega sammála þér. Enginn á að þurfa að hætta lífi sínu sökum atvinnu.

En hverjum er hægt að kenna um óheftan innflutning á glæpamönnum ??

Það eru einmitt flokkarnir sem ekki vilja rafvæða lögregluna, vinstra stóðinu !

Allt umtal um innflytjendur var flokkað sem rasismi af þessum flokkum og þeir náðu að gera þennan málaflokk að svo miklu tabú að enginn þorði að hefja máls á honum.

Þó sýnist mér að þetta sé að breytast og að  hin ógeðslega "pólitíska rétthugsun" sé á miklu á undanhaldi.

runar (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 15:40

17 Smámynd: Pétur Harðarson

Burtséð frá stuðbyssum þá hljóta menn að vera sammála um að það þarf stórauka fjárveitingar til lögreglunnar. Það þarf að koma á öflugu innra eftirliti og stórauka menntun og þjálfun þeirra sem ganga í lögregluna þannig að þau séu betur í stakk búnir að takast á við verkefni sín. Þannig væri hægt að grisja nokkur skemmd epli úr liðinu og efla veg þeirra og virðingu.

Svo þarf einfaldlega að ráðast með afli á fíkniefnaheiminn, stórefla forvarnir og auka úrræði handa þeim sem sokknir eru í eiturlyfin. En þetta er dýrt á krepputímum. Þó væri sjálfsagt auðvelt að fá Steingrím Joð til að leggja 500% refsiskatt á allar fikniefnasektir :)

Pétur Harðarson, 19.12.2010 kl. 12:23

18 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka öllum innlitin.

Björn Birgisson, 19.12.2010 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 602482

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband