20.12.2010 | 19:39
Nú, þegar Morgunblaðið mætir á staðinn, flýja alvöru rottur sorphaugana
"Þingmenn Samfylkingarinnar gera vandræðin innan Vinstri grænna reglulega að umtalsefni á spjallsvæði sínu í innanhúspóstkerfi Alþingis. Samfylkingarmenn ræða oft um einstaka þingmenn og þykja skrifin einkennast af virðingarleysi og þeim skilaboðum að sumir þingmenn séu betur komnir annars staðar."
Þessi "frétt" er ekkert annað en rakin sorpblaðamennska, skrifuð af blaðamanni sem hefur ekki nema 1/4 af slóttugheitum rottunnar og telur það duga til að hylja slóð sína. Því fer fjarri. Víðs fjarri.
Sjáið þetta:
"Fréttavefur Morgunblaðsins hefur þetta eftir áreiðanlegum heimildum, en samkvæmt heimildarmanni blaðsins er reglulega vikið að þingmönnunum þremur sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga, þ.e. Atla Gíslasyni, Ásmundi Einari Daðasyni og Lilju Mósesdóttur."
Hver er heimildamaðurinn? Ég er 110% viss um að hann er ekki til.
Sjáið síðan þetta:
"Munu skrifin um Lilju einkennast af hörku og er inntakið oft á þá lund að það væri betra fyrir stjórnina ef hún tæki poka sinn og léti af þingmennsku. Samkvæmt heimildum blaðsins er ekki um beinar hótanir að ræða, en hitt þótti augljóst að túlka yrði einstök skeyti sem níð um Lilju og skoðanir hennar."
Hver er heimild fjórðungsrottunnar?
Einhvern veginn þarf fjórðungsrottan lítilsiglda að enda skáldskapinn:
Þeir [póstarnir] eru mjög harðorðir og beinast að öllum þingmönnunum sem eru ekki á harðri flokkslínu. Það er talað um þingmenn VG og vandræði flokksins. Það hefur verið sagt við þau í samtölum að þau eigi að koma sér í burtu. Þessir tölvupóstar hafa verið alveg rosalegir," sagði heimildarmaðurinn sem vildi ekki koma fram undir nafni.
Sagði heimildarmaðurinn sem vildi ekki koma fram undir nafni, enn og aftur.
Ekki nema von því hann er ekkert annað en skáldskapur blaðamanns, sem unir sér best í sorpinu eins og rotturnar, en hefur ekki nema fjórðungsslægð á við hinar náttúrulegu.
Hver og einn einasti lesandi Morgunblaðsins veit hver skrifaði þessa sorpkenndu frétt.
Það var ekki litla stúlkan með eldspýturnar.
Það var litla stúlkan sem lifir í hugarheimi heimildarmanna sem eru ekki til og hefur verið þar um langan aldur.
Til þess eins að gera þeim upp skoðanir sem falla að bullinu sem úr penna hennar hrýtur.
Stöðugir níðpóstar um Lilju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Subbuskapur.. En kemur varla á óvart, ekki síst þegar haft er í huga hver ritstýrir þessum áróðurspésa..
hilmar jónsson, 20.12.2010 kl. 19:58
Hilmar, víða glittir nú í lágkúruna í fjölmiðlum, en þessi frétt er ekkert annað en SUBBA ársins!
Björn Birgisson, 20.12.2010 kl. 20:00
Til að ég skilji þín skrif til fulls vantar mig þekkingu á tvennu. Hvað er fjórðungsrotta og hvað er 110%.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 21:52
Guðmundur Ingi, fór barnaskólinn alveg framhjá þér? Hvað ertu gamall? Synd að þjóðin hafi ekki efni á að setja þig í barnaskólann aftur! Þörfin virðist þó brýn!
Björn Birgisson, 20.12.2010 kl. 22:26
Sjaldan ef nokkurn tíma hefur á Íslandi verið útgefinn jafn aumur, jafn lélegur og jafn skítlegur pappír og Morgunblaðið undir núverandi kvótaeignarhaldi og saurugri ritstjórn. Ég er illa svikinn ef gömlu ritstjórarnir, Styrmir og Matthías, sem þó kölluðu ekki allt ömmu sína, roðna ekki undan soranum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.12.2010 kl. 23:17
Axel Jóhann, þakka þér innlitið. Með bestu kveðjum til þín, sem ávallt.
Björn Birgisson, 20.12.2010 kl. 23:33
ja hérna.
Sérkennileg skrif um þessa frétt. Ekki veit ég til þess að neinn þingmaður hafi neitað því sem í þessari frétt segir. Enda eru allar líkur á að þessi frétt sé sönn. Nægir þar að hlusta einfaldlega á viðtöl við þessi flón... umræðan og óþolið fer harðnandi og það fer ekki framhjá neinum... þó svo að menn þykist geta afgreitt svonamál með því að "skjóta sendiboðann"..
stebbi (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 23:51
Þið eruð greinilega stoltir vinstri menn, stoltir af ríksstjórn sem kennir sig við jafnaðrstefnu , að vera stjórn litlamannsins og þeirra sem minna meiga sín. svei ykkur.
Baldur Róbertsson (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 23:54
Baldur, hvaða fólk ert þú að ávarpa í þínu gáfulega innliti?
Björn Birgisson, 20.12.2010 kl. 23:58
Stebbi, þú segir að enginn þingmaður hafi neitað þessari frétt. Segðu mér þá endilega hvaða þingmenn hafa staðfest hana. Og gerðu mér það ekki að vitna í nafnlausu heimildirnar hennar Agnesar Bragadóttur. Nóg er nú búið að misnota það lið allt!
Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 00:02
Það kemur.
Þessi póstar leka fyrr eða síðar.
stebbi (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 00:08
Sjáum til, Stebbi minn!
Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 00:23
Lilja Mósesdóttir er bara að fylgja sinni sannfæringu og það er vel. Hún hefur alltaf verið mjög málefnaleg í sínum málflutningi og komið fram með mjög góðar tillögur sem hvorki Steingrímur eða Jóhanna skilja sakir menntunar- og þekkingarskorts.
Jarðfræðingurinn og flugfreyjan fyrrverandi eru eflaust ágætis fólk, en ég held að kraftar þeirra væru betur nýttir við smákökubakstur heldur en við stjórn efnahagsmála.
Hver er síðan efnahagsmálaráðherrra? Jú, skoffínið og trúðurinn Árni PállGuðmundur Pétursson, 21.12.2010 kl. 06:18
Björn: Hve oft les maður í DV, visir.is, Fréttablaðinu, Pressunni og Viðskiptablaðinu; "Skv. áreiðanlegum heimildum" eða "heimildarmaður" ? Hatur þitt út í einhvern ritstjóra hjá Mogganum skín í gegn, sem segir allt um þessa færslu þína. Aumkunarverð.
Guðmundur Björn, 21.12.2010 kl. 08:32
Þvílík heift út í Þremenningana að standa á sínu. Þau eru nú búin að láta sitt af hverju yfir sig ganga, en kannski er mælirinn fullur.
Mæli með að þið prófið leit á blogginu með Lilja Mósesdóttir í kassanum, og lesið vel.
Svo má gúgla hana líka.
Jón Logi (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 10:12
Jæja.. fyrsti póstinn hefur lekið.
Sjáum hvort ekki fylgi fleiri í kjölfarið.
stebbi (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 12:57
Stebbi, þetta var nú saklaus póstur. Ekkert níð sá ég.
Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 13:15
Þar sem er reykur, þar er eldur.
stebbi (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 13:31
Rottur eru virðingarverð kvikindi í mínum augum, þær eru duglegar útsjónasamar, fylgja eðli sínu og eru hugrakkar, samt vil ég helst ekki hafa þær í mínu húsi, það er aðallega út af konunni, mér væri persónulega alveg sama.
Samfylkingarmenn eiga enga virðingu skilið, bera ekkert af hæfileikum rottunnar nema kannski það að þessir tveir hópar þrífast best á sama umráðasvæði, skólprörum og ruslahaugum. Einnig má bæta við að samfylkingarmenn eru óvelkomnari en rottur í mínu húsi, um það er ég og mín kona sammála.
Ekki nefna Rottur og samfylkingarmenn í sömu setningu, rottunum og reyndar flestu fólki finnst það óviðeigandi...
Gleðileg jól
runar (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 15:20
runar, gleðileg jól!
Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.