Nú er Ögmundur Jónasson að verða blindur á báðum eyrum

"Ögmundur telur að erfitt sé að segja til um hver eftirmálin af hjásetunni verða. „Ég ætla ekkert að gefa mér um það. Ég vona að svo verði ekki. En það er ljóst að það eru sterkar skoðanir á áherslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á mjög hraðfara niðurskurði á útgjöldum til velferðarmála."

Eftirmálin? Er ekki nokkuð augljóst hver þau verða?

Hér hafa þeir, sem kenna sig hvað ákveðnast við vinstri pólitík í landinu, stigið risaskref í átt til þess að fella fyrstu hreinu vinstri stjórnina í landinu og það sem mörgum þykir öllu verra. Lagt stórt lóð á vogarskálina sem mun hleypa Sjálfstæðisflokknum að stjórnarborðinu að nýju.

Það eru eftirmálin sem Ögmundur þykist ekki sjá.

Úthald og þrautsegja þessa fólks er á núllpunkti. Einhver kosningaloforð og stefnuskrár eiga ekkert við á tímum sem þessum. Enginn flokkur getur veifað slíkum plöggum nú. Allt eru það marklaus plögg.

Það verður að líta á fjárlagafrumvarpið sem lið í rústabjörgun og reyna að sjá lengra en að næsta horni.

Við duttum í fjóshauginn sem þjóð og skítalyktin mun vara og umlykja okkur á meðan allir eru grafnir út úr haugnum.

Það er kannski best að þeir veikustu og ælugjörnustu í björgunarliðinu láti sig hverfa.

Þeir sem þola ekki lyktina geta bara sökkt sér í að lesa kosningaloforðin, sem ekki er viðlit að standa við.

Láta sig dreyma um fyrirmyndarríkið, á meðan aðrir reyna að bjarga grunnstoðunum, fyrir sveimhugana að byggja á þegar þeirra kall kemur.

Sem verður aldrei. Aldrei þýðir í pólitík 20-30 ár.

VG er að stimpla sig út sem ráðandi afl.

Stimpla sig síðan inn sem samsafn síröflandi slöttólfa með allt á hornum sínum.

Þá fer maður að þekkja flokkinn aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna. Er ekki mál að láta aðrar tilfynnigar en þá aumust reiðina ráða þínum skrifum. Ástæðan fyrir því að reiðin er verst er sú að hún er sú síðasta af tilfynnigum sem hverfur áður en varanleg innlögn á spítala fyrir andlega vanheilt fólk kemur til. Þetta er ekki illa meint heldur sett fram til umhugsunar og láta þig vita hvernig aðrir upplifa þín skrif. Þessu til stað festingar er urmull bóka sem hægt er að lesa nú eða viðtöl við lækna.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 22:15

2 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Ingi, ég þakka þér barnalegt innlitið og hvet þig eindregið til að taka pillurnar þínar og nýta þér alla þá þekkingu sem þú hefur viðað að þér, varðandi andlega vanheilt fólk. Ekki mun þér veita af, en gangi þér sem best. Ekki viljum við hér á síðu sjá þig á bótum? Ertu kannski þar nú þegar?

Björn Birgisson, 20.12.2010 kl. 22:23

3 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Eins og ég sagði reiði er vond. Leitt þykir mér að þú skrifir svona til gamals manns sem ég er og segir það meira um þig en mig. Grikkir skilgreindu rökþrota menn sem þá er réðust á manninn en ekki hvað hann sagði nútímamenn segja að fara í manninn en ekki boltann en þetta kemur allt með árunum og fyrirgef ég þér unggæðingshátt þinn. Svo má nefna að sumir sem ekki taka pillur ættu að gera það og flestir sem eru á bótum hafa unnið fyrir þeim en fæstir komist þangað vegna þess að það hafi verið á óskalistanum þó slík eigi ekki við um mig. Enn og aftur reiði er fötlun. Mæli með lyfjum og bótum.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 20.12.2010 kl. 22:50

4 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Ingi, ef þú vilt endilega hegða þér eins og vanviti á þessari síðu, þá þú um það. Ég sé að nú eru hátt í 600 gestir að fylgjast með þér! Endilega notaðu tækifærið til að auglýsa þig!

Björn Birgisson, 20.12.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband