Áreiðanlegir nafnlausir heimildamenn njóta mikilla vinsælda

"Hún segist í þessu bréfi ekki hafa hallmælt Lilju Mósesdóttur né nokkrum öðrum þingmanni persónulega, en áskilji sér hinsvegar fullan rétt til þess að hafa skoðun á orðum og gjörðum stjórnmálamanna."

Haft eftir Ólínu Þorvarðardóttur.

Ég las þetta bréf hennar Ólínu vandlega yfir og hreinlega sá nánast ekkert athugavert við það. Kannski spurning um eitthvað mildara orðalag á tveimur stöðum. Ekkert sem í raun skiptir máli.

Hins vegar sá ég í BB Fréttum þennan stutta pistil:

"BB Fréttir hafa það eftir áreiðanlegum uppljóstrunum, heimildarmanns sem vildi ekki koma fram undir nafni, að blaðamaðurinn, sem hratt þessum skrifum um níðpóstana af stað, og dró þar með Morgunblaðið algjörlega niður á plan sorpblaðamennskunnar, heiti Agnes Bragadóttir. Sé það rangt er ekki við BB Fréttir að sakast, heldur hinn nafnlausa áreiðanlega heimildarmann, sem þó hefur reynst traustur hingað til."

Kannast nokkur við stílinn?

Hér bréfið hennar Ólínu:

Ágæti xxx.

Ég tek heils hugar undir með forsætisráðherra, Lilja Mósesdóttir verður að
fara að gera það upp við sig í hvaða liði hún vill vera.

Er þetta sagt með annars fullri virðingu fyrir Lilju og hennar skoðunum.

En þingmaður sem ekki er sammála meginmarkmiðum og stefnu þess
stjórnarmeirihluta sem hann starfar fyrir hlýtur að þurfa að gera það  upp
við sig með hverjum hann ætlar að starfa. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Lilja lýsir sig ósammála stefnu og aðgerðum ríkisstjórnarinnar og síns eigin
flokks. Sú staðreynd kallar að sjálfsögðu fram spurningar um það hvers vegna
hún sé enn um borð í þessu skipi, fyrst hún er ósátt við stefnuna og
aðferðirnar um borð.
Það er ekki verið að banna henni að hafa skoðanir eða fylgja þeim eftir -
það er einfaldlega verið að spyrja manneskjuna samviskuspurningar varðandi
heilindi hennar við þann flokk sem hún bauð sig fram fyrir í síðustu
kosningum og því samstarfi sem flokkur hennar gekk inn í við myndun
ríkisstjórnarinnar, en hún virðist svo gjörsamlega ósátt við í hverju málinu
af öðru. Gildir einu hvort málið snýst um skuldavanda heimilanna, aðgerðir í
efnahagsmálum, Icesave, fjárlögin eða annað það sem hennar eigin formaður
leggur til og/eða stendur fyrir.
Lilja má hafa hverja þá skoðun sem samviskan býður henni - þetta mál snýst
ekkert um það. Hún greiðir að sjálfsögðu atkvæði eftir samvisku sinni í
þingsal. Þó það nú væri. En hún á ekki að sigla undir fölsku flaggi ef hún
er í hjarta sínu ósátt við að vera hluti af stjórnarliðinu. Sé hún í hjarta sínu hins vegar sammála markmiðum og stefnu, þá á hún að
sitja sem fastast, og aðstoða félaga sína sem vinna nú hörðum höndum, styðja
þá og leggja gott til verksins. Þannig vinna góðir liðsmenn, og þannig verða
liðsheildir til.

Þetta er mín skoðun.

Með aðventukveðju,

Ólína.

Dæmi nú hver fyrir sig.


mbl.is Ekki níð um nokkurn mann segir Ólína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef fjölmiðlafólk áttaði sig á því að Lilja hefur farið með ósannindi lengi vel þá stæðum við ekki í þessari orrahríð um hennar vesölu persónu. 

Í öðrum löndum þar sem fjölmiðlar hafa hæfa starfsmenn væri löngu búið að fletta ofan af skruminu og viðkomandi þingmaður búinn að taka pokann sinn. 

Og svo verður þessi manneskja kosinn maður ársins.  Það væri Íslendingum líkt.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 17:53

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Óskarsson, mér sýnist á öllu að hún fái ekki þitt atkvæði!

Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband