Níð og heitingar?

"Ég tek heils hugar undir með forsætisráðherra, Lilja Mósesdóttir verður að
fara að gera það upp við sig í hvaða liði hún vill vera."

Segir Ólína Þorvarðardóttir meðal annars í bréfi sínu, sem orðið er þvílíkt fréttaefni, að ætla mætti að það fjallaði um einhvern stórviðburð í þjóðfélaginu. Að minnsta kosti að mati "heimildarmanna" blaðamanna Morgunblaðsins.

Svo er ekki. Það hefur verið talað um níðpósta. Ekkert minna!

Ekki fann ég neitt níð í tölvubréfi Ólínu. Hreint ekki.

Ef það er þar, yrði ég þakklátur ef einhver getur bent mér á þau orð.

Á hvaða leið er þessi fréttamennska og hverjum á hún að þjóna?

Að mínu mati getur lágkúran aldrei þjónað neinu öðru en húsbændum sínum.

Verði þeim að góðu.

 


mbl.is Ögmundur gagnrýnir bréf þingmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég sá eitt dæmi í fljótu bragði sem virkar hrokafullt:

"Það er ekki verið að banna henni að hafa skoðanir eða fylgja þeim eftir -
það er einfaldlega verið að spyrja manneskjuna samviskuspurningar varðandi
heilindi hennar ..."

Ef Ólína hefði viljað vera vinsamleg - þá hefði hún átt að skrifa "spyrja hana" en ekki "spyrja manneskjuna" ... það virkar a.m.k. frekjulega á mig. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.12.2010 kl. 14:46

2 identicon

Lilja verður að fara að gera upp við sig hvort hún er sauður eða maður; Það sama á við um alla íslendinga; Menn eða sauðir.

doctore (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 14:48

3 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Úpps. Svaf yfir mig. Hvað er að gerast? Hver er þessi Lilja?

Hörður Sigurðsson Diego, 21.12.2010 kl. 14:51

4 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhanna, þetta er nú fjandakornið ekkert! Ólína er auðvitað svolítið fúl út af ástandinu og því skyldi hún þá vera "vinsamleg"?

Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 15:02

5 Smámynd: Björn Birgisson

doctore, ég er búinn að velja mér flokk. Hvorugan þeirra sem þú nefndir.

Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 15:04

6 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Eftir að hafa kynnt mér málið sé ég að það var og er kokkað upp á ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins. Í ljós kemur að þetta var og er naglasúpa a la Davíð Oddsson, kryddlaus með öllu og jafnvond og tilefnið.

Hörður Sigurðsson Diego, 21.12.2010 kl. 15:28

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Björn, hún ætti að vera vinsamleg vegna þess að hún er í pólitík og þarf að koma fram "politically correct" sérstaklega þegar hún hefur á sér fyrirfram stimpil um hroka.

Það er svo merkilegt að það er ekki sama frá hverjum orðin koma. Stundum skipta þau minnstu máli - heldur bara hver segir þau.

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.12.2010 kl. 15:47

8 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhanna, rétt hjá þér. Svo eru líka að koma jól!

Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 15:49

9 Smámynd: Björn Birgisson

Hörður, vissulega er súpan vond, enda búin til úr glötuðu hráefni!

Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 15:54

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ólína Þorvarðardóttir vænir Lilju Mósesdóttur um að sigla undir fölsku flaggi.

"En hún á ekki að sigla undir fölsku flaggi ef hún
er í hjarta sínu ósátt við að vera hluti af stjórnarliðinu."

Hér kristallast vel mótsögnin og ósamrýmanleiki þess að kjósa pólitíska flokka í stað einstaklinga en gera samt ráð fyrir að einstakir þingmenn skuli að segja og kjósa hug sinn á alþingi. 

Á Íslandi sem og í öðrum vestrænum ríkjum, er við lýði svokallað fulltrúalýðræði. Stjórnarskrá Íslands kveður m.a. á um að einstaklingar séu kosnir á þing og að þeir séu þar "eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum". Þannig er beinlínis gert ráð fyrir því  að einstaklingurinn hljóti persónulegt kjör og sé eingöngu ábyrgur gagnvart sjálfum sér, ekki kjósendum eða stjórnmálflokki. -

 En Þegar kemur að kosningum til alþingis, bregður samt svo við að kjósendur fá aldrei kost á að kjósa sér einstaka alþingismenn heldur verða þeir að velja sér listabókstaf stjórnmálaflokks. - Stjórnmálflokkarnir sjá um að raða sínu fólki á listann og kjósandinn getur einungis valið einn lista og þar með alla þingmennina á listanum.

Með þessu fyrirkomulagi eru kjósendur rændir frelsinu til að velja sér einstaka þingmenn, hvar í flokki sem þeir kunna að standa. 

Frambjóðendur eru einnig rændir frelsinu til að bjóða fram sjálfstætt, einir og sér.  

Að auki hafa flokkarnir komið sér upp ákveðið kerfi til að mynda ríkisstjórn. Þeir kalla það "þingbundna" stjórn, en í raun og veru er ríkisstjórnin aðeins bundin þeim flokkum sem standa að myndun stjórnarinnar. Hinn svokallaði "minnihluti" alþingsismanna kemur aldrei að stjórnarstarfinu.

Þetta fyrirkomulag gerir ráð fyrir því að þingmenn séu bundnir af flokkssamþykktum og milli flokka samningum (sáttmálum) en ekki "eingöngu af sannfæringu sinni" eins og stjórnarskráin kveður á um.

Það eru því flokkarnir, eða öllu heldur flokkakerfið sem siglir undir fölsku flaggi, ekki Lilja Mósesdóttir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.12.2010 kl. 16:21

11 identicon

Orðið "níð" um þessi skrif Ólínu eru komin frá Lilju sjálfri sem og Ögmundi.  

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 16:24

12 identicon

Reisum Ólínu níðstöng. Svo má nú benda þessari miðaldra rauðku á að það er ekki smekklegt að vera með brjósin girt upp á axlir. Fólk verður að kunna sig, sérstaklega þingmenn.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 21:03

13 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar Sigurðsson, innlegg þitt #12 er mér algjörlega óskiljanlegt. Og ósmekklegt er það. Hafir þú ekkert betra fram að færa er líklega betra að þú værir bara úti að leika þér. Fólk verður að kunna sig, þingmenn og aðrir. Sérstaklega aðrir.

Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband