Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum

"Að beiðni skiptastjóra athugaði endurskoðandi efnahag 365 hf. (Íslenskrar afþreyingar ehf.) eins og hann var eftir að Rauðsól ehf. keypti 365 miðla ehf. af 365 hf., hinn 3. nóvember 2008 og taldi hann að áætla mætti að skuldir félagsins umfram eignir hefðu verið 4.697.290.689 krónur, hinn 31. desember 2008."

Maður er að verða ónæmur fyrir fréttum af þessu endalausa fjármálasukki. Lokasetning þessarar fréttar virkar eins og löðrungur.

Endurskoðandinn taldi að áætla mætti að skuldir félagsins umfram eignir hefðu verið 4.697.290.689 krónur, hinn 31. desember 2008.

4,7 milljarðar.

Fjögur þúsund og sjöhundruð milljónir í skuld, umfram eignir. Þetta var fyrir tveimur árum.

Hvernig skyldi staðan vera í dag?

Manni verður svo illt við svona fréttir að líklega væri best að planta sér í djúpan stól, stilla á Stöð 2 og horfa á eitthvað skemmtilegt og reyna að gleyma þessum leiðindafréttum!


mbl.is Greiðslu á láni til Íslandsbanka rift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Björn, gerirðu þér ekki grein fyrir hversu mikil þversögn felst í því að býsnast yfir sukkinu hjá þessu fyrirtæki, og vera á sama tíma áskrifandi að Stöð 2?

Eða var síðasta línan í færslunni kannski bara kaldhæðnislegur brandari sem ég er núna búinn að eyðileggja?  Ef svo er biðst ég velvirðingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.12.2010 kl. 14:41

2 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur minn, ég hef ekki sagt brandara í 13 ár!

Björn Birgisson, 22.12.2010 kl. 15:03

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gott og vel, ég skil þig samt vel að vilja bara slappa af yfir einhverju skemmtilegu sjónvarpsefni frekar en velta þér of mikið upp úr þessu.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.12.2010 kl. 16:58

4 Smámynd: Björn Birgisson

Jamm! Gleðilega hátíð, Guðmundur minn!

Björn Birgisson, 23.12.2010 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband