22.12.2010 | 16:14
Hvort var jólagjöfin pokaleg eða púkaleg?
Aldrei eru laun heimsins annað en vanþakklæti, en þess ber líka að geta að hver er sínum gjöfum líkastur. Þessa ótrúlegu frétt fann ég á netmiðlinum vísir.is og ég verð að segja að mér fannst hún bráðfyndin.
Þetta er bara mjög niðurlægjandi jólagjöf," segir starfsmaður útgerðarinnar Skinneyjar-Þinganess en starfsfólk þar fékk forláta sjópoka úr gúmmíi. Pokinn er dökkblár og 60 lítrar, merktur Skinney-Þinganes.
Samkvæmt heimildum Vísis eru starfsmenn ekki á eitt sáttir við jólagjöfina, enda ekki allir sem vinna úti á sjó sem starfa hjá útgerðinni.
Enda spurði viðmælandi Vísis, sem vildi ekki að nafn hans kæmi fram, hvað í ósköpunum starfsfólk í landi ætti að gera við sjópokann." segir vísir.is
Er ekki hægt að setjast á pokann og renna sér á honum eins og snjóþotu? Er ekki hægt að nota hann á ferðalögum í stað ferðatösku?
Svo má auðvitað stútfylla hann með gömlum fötum, hengja hann upp og nota sem boxpúða!
Kannski má skila honum inn með skattaskýrslunni og fá sjómannaafslátt!
Notagildi svona poka er mikið. Ég mundi vilja fá einn í jólagjöf.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefur þetta fólk aldrei heyrt að það er hugurinn sem gildir en ekki gjöfin eða verðmæti hennar? Annars held ég að hver sem er ætti vera fullkomlega sáttur við að fá 60 lítra sjópoka í jólagjöf. Bendi líka á að ef hægt er að blása hann upp þá margfaldast notagildið. Aðalatriðið er samt velviljinn og hlýhugurinn þarna á bakvið. Það ætti starfsfólk Skinneyjar-Þinganess að læra að meta í stað þess að kvarta í blöð og netmiðla.
Hörður Sigurðsson Diego, 22.12.2010 kl. 17:59
Það er nú það!
Björn Birgisson, 22.12.2010 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.