23.12.2010 | 00:06
Nú er hún Daðabúð stekkur og Þráinn sem unglamb!
Þetta var bara gleymska í mér, ég vona að þetta verði uppfært strax í fyrramálið," segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri-Grænna. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld kom fram að Ásmundur Einar stundi atvinnurekstur með þingstörfum og eigi fjórðungshlut í fyrirtæki sem rekur netverslunina Ísbú." segir vísir.is
Ásmundur Einar segist hafa látið af þeim störfum þegar hann tók sæti á þingi. Því trúir auðvitað enginn, enda nær örugglega haugalygi. Alla vega trúi ég því ekki.
En ég get ekkert sannað um mína skoðun, fremur en þingmaðurinn getur sannað að hann segi satt. Alla vega hefur hann ekki sagt þinginu satt, fyrr en nú þegar hann var afhjúpaður á Stöð 2. Þá rauk hann með leifturhraða í tölvuna!
Allt klárt í fyrramálið!
Gleymska? Er þetta ekki kornungur maður? Strax farinn að kalka eða kannski með snert af Alzheimer, svona verulega fyrir aldur fram? Vonandi ekki hans vegna.
Eigum við að láta Margréti Tryggvadóttur kíkja á strákinn? Hún þekkir einkenni Alzheimer sjúklinga og hefur kynnt þá kunnáttu rækilega fyrir alþjóð. Reyndar við misjafnar undirtektir!
Svo gleymdi Ásmundur Einar víst að taka þátt í fjárlagagerðinni líka. Örugglega mikið að gera í netversluninni sem hann er steinhættur að sinna!
Gleymdi svo hvort hann væri með eða á móti fjárlögunum og sat því hjá. Hjáseta er engin afstaða. Hún er bara fyrir þá sem geta ekki tekið afstöðu. Gleymska er þá ekki verri afsökun en hver önnur!
Alltaf skána fréttirnar af þingmönnunum.
Það skal tekið fram að Ásmundur Einar er VG liði, en ekki Sjálfstæðismaður.
Á vef Ísbú.is, fyrirtæki þingmannsins, segir: "Vöruúrvalið er alltaf að aukast en markmiðið er að geta boðið breytt úrval af búrekstrarvörum á sambærilegum eða betri verðum heldur en gengur og gerist hér á landi. Við erum ávallt að prófa nýjar vörur og sumar af þessum vörum fara í almenna sölu. Til að geta boðið hagstæð verð leggjum við ríka áherslu á að komast í samband beint við verksmiðjur erlendis og leitum leiða til að forðast óþarfa milliliði. Í dag bjóðum við vörur frá framleiðendum í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Pakistan, Kína, Bandaríkjunum, Belgíu, Frakklandi og Nýja Sjálandi."
Greinilega mikið um að vera og því ótækt að hanga í leikhúsinu við Austurvöll öllum stundum.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju geta þingmenn ekki sagt eins og annað fólk, "afsakið, þetta voru mistök hjá mér!".
Þeir eru jú eins og hvert annað fólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.12.2010 kl. 09:45
Ómar, takk fyrir innlitið.
Gleðilega Jólahátíð!
Kveðja, Björn
Björn Birgisson, 23.12.2010 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.