25.12.2010 | 15:06
Margsinnis snætt í verri félagsskap
"Alls snæddu 142, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og eiginkona hans Dorrit Moussaieff, jólamat hjá Hjálpræðishernum í gærkvöldi."
Vel til fundið hjá Bessastaðabóndanum og hans ágætu frú. Ég er viss um að oft hafa þau snætt matinn sinn í verri félagsskap.
Ólafur Ragnar hefur notið vaxandi vinsælda hjá þjóðinni á árinu, sérstaklega vegna afskipta hans af Icesave málinu.
Margir hafa nefnt hann sem heitan kandidat til titilsins Maður ársins 2010 fyrir vikið.
Til þess titils eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Sjáum til.
Fjöldi í mat hjá Hjálpræðishernum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það eru fáir sem vita að Hr. Ólafur aldist í fátækt þegar hann var ungur og nú hefur hann oft hjálpað litla manninum með því að standa upp fyrir almúgan og sýnt kærleika í verki stundum þarf það ekki að kosta í peningum einungis með kærleik.. og nærvera hans sýndi okkur það...
- það var búið að taka frá sæti fyrir þau þannig að þau gætu verið sér á borði uppá palli en það þýddi ekkert að bjóða þeim það - Ólafur sagði sjálfur "það er ekkert gaman að sitja einn til borðs" þannig að þau fóru og settust hjá rónunum. Það mátti ekki einu sinni þjóna þeim til borðs, Ólafur fór sjálfur í röð og fékk mat á disk!.... þetta er kærleikur í verki ...... jólakveðja árni
árni hilmars (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 15:42
Takk fyrir þetta, Árni Hilmars. Jólakveðja til þín!
Björn Birgisson, 25.12.2010 kl. 15:44
Ólafur hefur reynst afar góð fyrirmynd frá upphafi kreppu.
Hrannar Baldursson, 25.12.2010 kl. 16:09
Já, Hrannar, ég hef ekki verið hans stuðningsmaður í gegn um tíðina, en hann hefur vissulega lagt sig fram og það ber að virða.
Björn Birgisson, 25.12.2010 kl. 16:12
Ja eg er viss um ad thaug eru ad gera thetta fra hjartanu
samaog eg var ad gera herna i Phillippine sja herna
http://hlf.blog.is/blog/hlf/entry/1128400/
Magnús Ágústsson, 25.12.2010 kl. 16:13
Magnús, kærar þakkir fyrir þetta og til hamingju með þetta góða framtak þitt!
Björn Birgisson, 25.12.2010 kl. 16:20
Takk
venjulega laet eg ekki vita af tvi thegar eg er ad gera godverk en eg gat bara ekki orda bundist eftir faersluna hja Heimir mer fannst hun ekki vera i anda jolanna
fyrigefid stafsetninguna en er ekki med Islenskt lyklabord og get ekki notad pukann
Magnús Ágústsson, 25.12.2010 kl. 16:33
Gleðileg jól,Björn minn. Ólafur ólst ekki uppí fátækt,en veikindi móður hanns,sem veiktist af berklum,hefur gengið honum nærri. Hann dvaldist iðulega hjá móðurforeldrum sínum á Þingeyri,miklu sómafólki. Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 25.12.2010 kl. 16:41
Helga, takk fyrir þetta. Jólakveðjur!
Björn Birgisson, 25.12.2010 kl. 16:53
Gleðlileg Jól Björn.
Mér finnst þetta flott hjá Ólafi og frú
stebbi (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 17:20
Takk fyrir, Stebbi minn, sömuleiðis góðar jólakveðjur til þín og þinna.
Björn Birgisson, 25.12.2010 kl. 17:25
Hann er bara farinn að minna á nafna sinn Palme, blessaður kallinn. Ég skora á forseta Íslands að gera þetta að hefð. Það væri okkur öllum til fyrirmyndar og þetta hefur mjög fallegt táknrænt gildi sem hefur víðtæk góð áhrif á samfélagið. Ólafur og Jón Gnarr eru einu mennirnir á Íslandi af þeim sem hafa verið gefin völd, sem sýna mennsku, hjartagæsku og sanna lýðræðisást. Það má svo minna á í lokin nýja frétt um að hið raunverulega afmæli Jesús var víst 17. júní, þannig að Kristur og hið frjálsa og sjálfstæða íslenska lýðveldi eiga sama afmælisdag. Gleðileg jól! :)
Jóllendingur (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 17:28
Jóllendingur, ég tel að fleiri, en þeir sem þú tilgreinir, sýni hjartagæsku og sanna lýðræðisást. Látum það þó liggja á milli hluta nú, á þessum fagra degi. Þakka þér kærlega heimsóknina og bestu jólakveðjur til þín og allra þinna!
Björn Birgisson, 25.12.2010 kl. 17:38
Æ er þetta ekki of augljóst vinsældar trick hjá refnum ?
hilmar jónsson, 26.12.2010 kl. 13:09
Hilmar, kannski, en mér finnst það samt í góðu lagi.
Björn Birgisson, 26.12.2010 kl. 13:20
Fake it til you make it ?
hilmar jónsson, 26.12.2010 kl. 15:52
Því ekki?
Björn Birgisson, 26.12.2010 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.