Hversu lágt er hægt að leggjast?

"Tala þeirra sem létust í sprengjutilræðinu í Pakistan í morgun er komin upp í 80. Tugir særðust í árásinni."

Þvílíkur viðbjóður! Þvílík smán fyrir þá sem skipulögðu þessa viðurstyggilegu árás og notuðu til hennar konu, sem þeir hefðu líklega tekið af lífi, hefði hún neitað að bera sprengjuna.

"Árásin átti sér stað þar sem verið var að dreifa matvælum til fjölskyldna sem flúið höfðu heimili sín vegna ófriðar annars staðar í landinu. Matvælamiðstöðin er notuð af World Food Programme til að koma matvælum til fátæks fólks."

Þeirra Mæðrastyrksnefnd, Hjálpræðisher og Rauði kross?

Al-Qaeda-liðar eru öflugir í héraðinu þar sem sprengjan sprakk. Það segir margt.

Það vantaði tvö orð í þessa frétt.

Talibanar.

Nafn á trúarbrögðum, þar sem hatrið og lítilsvirðingin fyrir mannslífum taka engan enda. Hollt að hafa það ofarlega í huga á friðsömum jólum á Íslandi. Landinu okkar. Takið eftir. Landinu okkar.

"Sprengingin átti sér stað í kjölfar aðgerða pakistanska hersins gegn skæruliðum í héraðinu, en um 40 uppreisnarmenn létust í þeim."

Hvernig verður svo næsta frétt af þessum slóðum?

Maður fyllist hryggð og vonleysi við lestur fréttar sem þessarar og það á sjálfum jólunum.

En það eru víst ekki jól alls staðar.

Öðru nær.

Þar sem hatrið ræður ríkjum gefst ekki tóm til að gleðjast.

Aldrei.


mbl.is Talið að 80 hafi látist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Gleðilega hátið kæri Björn minn, og vona að þú og þín fjöldskylda hafi það sem allra best á jólunum.

En, þú talar um að það vanti "orðið" Talabanar í fréttina, það má ekki staðhæfa neitt þegar að ekki eru til heimildir fyrir því hverjir staðið hafa  að athæfinu!! þess vegna er það góð fréttamennska að nefna  ekki nöfn að órökstuddum grun!

Guðmundur Júlíusson, 25.12.2010 kl. 19:51

2 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson, þakka þér góðar kveðjur og sömuleiðis til þín og þinna!

Björn Birgisson, 25.12.2010 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband