Mikið fjör á hægri vængnum

Guðbjörn Guðbjörnsson

 

"Guðbjörn Guðbjörnsson er einn þeirra sem nú vinnur að stonun nýs hægri flokks á Íslandi. Er um að ræða hægrisinnaðan miðjuflokk sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Staðfesti Guðbjörn við vefritið Eyjuna að hann ynni að stofnun nýs flokks ásamt tugum annarra einstaklinga.

Guðbjörn sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í haust eftir að samþykkt var á landsfundi að Sjálfstæðisflokkurinn vildi draga til baka ESB umsókn Íslands.

Hann hafði um árabil gegnt ýmsum störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ og Suðurkjördæmi.

Í samtali við Eyjuna segir Guðbjörn að ætlunin sé að hinni nýji flokkur fái nafnið Norræni borgaraflokkurinn. Gerir hann ráð fyrir að stofnfundur flokksins verði haldinn í mars eða apríl." (dv.is)

Það er greinilega mikill órói á hægri vængnum. Þetta er að minnsta kosti fjórða hugmyndin að flokksstofnun á þeim vængnum.

Það má telja fullvíst að næst þegar gengið verður til kosninga muni kjósendur standa frammi fyrir mikið breyttu pólitísku landslagi.

Vinstri grænir eru líklega við það að klofna.

Borgarahreyfingin er klofin.

Framsókn og Samfylking virðast hanga þokkalega saman, hvað sem verður þegar fram líða stundir.

Svo er það stóra spurningin:

Mun eitthvert afl í líkingu við Besta flokkinn koma fram og sópa til sín fylginu og gefa fjórflokknum fingurinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Mikið fjör á síðunni þinni Björn. Samviska þjóðarinnar? Það er eins og þið hafið tekið forskot á áramótagleðina. Kannski er best að slá þessu öllu saman og hafa ærleg jól. Hér á undan eru bráðskemmtilegir pistlar og athugasemdir sem ekki eru flokkspólitískar skoðanir. Þegar kemur að flokkadrætti fara málin að vandast. Hreyfingin undanfarið í stjórnmálum hefur litlu skilað enn. Samatekt þín hér er tímabær því sundurlyndið er mikið og óvissa um framtíðina . Eins og margir útlendingar hafa sagt ætti að vera hægt að stjórna landinu eins og stóru fyrirtæki. Mér finnst þessi frétt á Eyjunni ekki nægilega áreiðanleg eða ígrunduð.

Sigurður Antonsson, 26.12.2010 kl. 13:41

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, þakka þér innlitið. Líklega má segja að sundurlyndið í pólitíkinni sé eitt af stærstu þjóðarmeinum okkar mörlanda.

Björn Birgisson, 26.12.2010 kl. 13:52

3 identicon

Það eru öfugmæli að ætla að nefna þennan flokk´´Norræni borgaraflokkurinn,,.ESB-NEI TAKK.

Númi (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 15:26

4 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, ég held að nafnið skipti minna máli en stefnumið flokksins.

Björn Birgisson, 26.12.2010 kl. 15:42

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Og algjör lognmolla á vinstri vængnum?

Ragnhildur Kolka, 26.12.2010 kl. 15:49

6 Smámynd: Björn Birgisson

"Vinstri grænir eru líklega við það að klofna." Stóð í færslunni. Bara lesa textann Ragnhildur. Nei, það er aldrei nein lognmolla á vinstri vængnum. Saga vinstri flokkanna í þessu landi er ekki í lognmollustíl. Þvert á móti. Býsna skrautleg raunar.

Björn Birgisson, 26.12.2010 kl. 15:56

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Guðbjörn á eftir að ná til sín því Sjálfstæðisfólki sem hefur ærlega siðferðiskennd. Verst hvað lítið er af þannig fólki í Sjálfstæðisflokknum.

hilmar jónsson, 26.12.2010 kl. 16:26

8 Smámynd: Björn Birgisson

Nær flokkurinn þingsætum? Það er stóra spurningin!

Björn Birgisson, 26.12.2010 kl. 16:35

9 identicon

Heill og sæll Björn Ísfirðingur; sem aðrir gestir þínir !

Björn !

Ég má til; að leiðrétta villu þína. Guðbjörn Guðbjörnsson; Tollheimtumaður og óperu grúskari, sem söngvari - fer fyrir miðju moðs fólki því; sem Valhöll vill ei hafa, innan sinna raða.

Hægri flokkar; raunverulegir - nái þeir völdum á annað borð, með meirihluta vægi, kappkosta, að farga Vestrænu gerfi- lýðræðinu, að sjálfsögðu.

Miðju- moðið; er aftur á móti, til álíkra leiðinda og lasta - sem vinstra sukkið er hvað þekktast fyrir, eins og við þekkjum, úr samtíma okkar, sem fortíð allri.

Fannst rétt; að koma þessu að, svo þau Guðbjörn yrðu ekki ofmetin; jafnvel, óverðskuldað - sá annars; ágæti drengur.

Með kveðjum góðum; sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 16:44

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Allir stjórnmálaflokkar eiga það sammerkt að eftir höfðinu dansa limirnir og því veltur á miklu að finna hæfan foringja. Öflugastur formanna þessar mundir er líklega Steingrímur Sigfússon og er hann þó hvergi nálægt því að geta talist hæfur foringi. Guðbjörn Guðbjörnsson er ekki spámannlega vaxinn og ég efast um að þetta brölt hans eigi eftir að færa honum mikla gleði. Sama má segja um Hægri græna undir forystu Guðmundar Franklin.

Mín skoðun er sú að Sjálfstæðisflokkurinn valdi ekki þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera eini flokkurinn hægra megin við miðju og því sé þörf á nýrri stjórnmálahreyfingu þeim megin. En sporin hræða.

Baldur Hermannsson, 26.12.2010 kl. 16:49

11 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, takk fyrir þetta. Ef Guðbjörn og félagar fá gott fólk í lið með sér er aldrei að vita hvað gerist. Það er svo mikil gerjun í gangi. Ekkert sem segir að Guðbjörn þurfi að gerast formaður, þótt hann sé frumkvöðull í þessu máli.

Björn Birgisson, 26.12.2010 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband