28.12.2010 | 10:40
Hverfur Lilja Mósesdóttir af þingi?
Enn er Lilja Mósesdóttir í sviðsljósinu. Hún virðist ætla að enda árið með stæl.
"Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, segir við Fréttablaðið í dag, að ef það sé almennt skoðun stjórnarliða að þeir þingmenn flokksins, sem sátu hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið, séu steinar í götu þeirra, sjái hún ekki annað en að þau þurfi að bjóðast til að yfirgefa stjórnarliðið svo það geti haldið störfum sínum áfram."
Ef Lilja stígur þetta skref og yfirgefur flokkinn sinn þá á hún að hverfa af þingi og kalla inn sinn varamann.
Það er afar óeðlilegt að þingmenn geti valsað á milli flokka, eða gerst óháðir, eins og margoft hefur gerst.
Ekkert ólöglegt við það, en siðleysið er algjört gagnvart kjósendum.
Er Kolbrún Halldórsdóttir að verða þingmaður að nýju?
Lilja íhugar úrsögn úr þingflokki VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Átti Þráinn Berthelsson ekki að fara af þingi vegna þess að hann fór í rétta átt? Það hlýtur að gilda það sama um Lilju og aðra þingmenn sem hafa gefist upp á þeim þingflokkum sem þeir hafa verið kjörnir í, og hálf asnalegt að búast við einhverju öðru í tilfelli Lilju.
Ef það er ásættanlegt að þingmenn verði heilalausir hjarðgrísir sem fylgja foringjanum í blindni, þrátt fyrir að þeir hafi jafnvel mun meira vit á þeim málum sem steytir á en foringinn, gæti þjóðfélagið sparað óhemju pening með því að sleppa alþingi hafa bara einn mann frá hverjum stjórnmálaflokki sem hefur atkvæðisvægi í hlutfalli við fylgi flokksins í kosningum
Kjartan Sigurgeirsson, 28.12.2010 kl. 13:16
Kjartan, Þráinn átti að mínu áliti að hverfa af þingi. Þeir sem krossuðu við Borgarahreyfinguna voru hreint ekki að gera það til að efla þingflokk VG.
Veit ekki hvort þú last færsluna til enda:
"Það er afar óeðlilegt að þingmenn geti valsað á milli flokka, eða gerst óháðir, eins og margoft hefur gerst.
Ekkert ólöglegt við það, en siðleysið er algjört gagnvart kjósendum."
Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 13:37
Lilja Mósesdóttir er frábær og yndisleg og á mitt atkvæði víst stofni hún betri flokk og bjóði sig fram. Föðurlandssvikara sem hafa sýnt sitt rétta andlit og heimskingja sem kunna ekki fótum sínum forráð kýs ég aftur á móti aldrei meir.
Viva la Revolution! (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 21:29
Kæra Lilja Mósesdóttir forsetisráðherra Íslands árið 2011. Vertu vör um þig, mundu að völdum fylgja miklar freistingar, vertu heil og hrein og sönn. Þá færðu mikil verðlaun bæði í þessu lífi í hjörtum fólksins og getur dáið róleg í fullvissu um verðlaunin sem bíða handan grafar. Sýndu sannfæringarkraft og staðfestu sem þessi þjóð hefur aldrei þekkt áður.
Til Lilju, sem ákveðið hefur verið að taki veldissprotann 2011 (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 03:22
Liljan mín. Þú hefur tvo valkosti. Að koðna niður tröðkuð á, vanvirt og vanmetin innan um fólk sem hefur sýnt sig vera fyrir neðan þína virðingu, í ótta við breytingar og kannski feimni við örlögin...EÐA........að leggja á stað í vegferðina sem þér var ætluð, sem hugrökk hetja, og búa til nýjan stíg þar sem áður var enginn. Þú getur það. Mundu bara eftir Gídeon í Biblíunni. Guð er að kalla þig til að leiða þjóðina út úr eyðimörkinni. Hlustaðu og þú heyrir það.
Lífið er stutt. Við deyjum öll fyrr en varir. Taktu réttar ákvarðanir á meðan.
Djörfung og þor. (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 03:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.