Gylfi Þ. Gíslason (1917 - 2004). Minningu góðs manns sýndur sómi.

"Brjóstmynd af Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrrverandi formanni Alþýðuflokksins, ráðherra og prófessor, var afhjúpuð við athöfn í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Brjóstmyndina gerði Erlingur Jónsson myndhöggvari."

Maður fyllist söknuði og trega við lestur þessarar fréttar. Gylfi Þ. Gíslason var afburðamaður, gríðarlega vel liðinn, jafnt af samherjum sem andstæðingum í pólitíkinni.

Hann var virtur fræðimaður, fágaður í allri framkomu, skoðanafastur, en þó umburðarlyndur gagnvart annarra skoðunum.

Kynslóðin sem Gylfi tilheyrði er að mestu horfin á vit forfeðra sinna. Faðir minn, sem lést í sumar, var jafnaldri Gylfa, og náinn samstarfsmaður hans til margra ára og þess vegna gafst mér, sem kornungum manni, kostur á að hitta Gylfa nokkrum sinnum. Ég skynjaði strax að þar fór heillandi maður sem hafði ótrúlega góða nærveru.

Þjóðinni til heilla vildi ég að margir menn eins og Gylfi og ýmsir gengnir öðlingar úr öðrum flokkum, væru nú í forustuliði þjóðarinnar.

Því er ekki að heilsa.

Því miður.

Minningunni um þennan góða dreng verður að halda á lofti.

Athöfnin í dag var gott framtak í þá veru. 

 

 


mbl.is Brjóstmynd af Gylfa afhjúpuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikið er ég sammála þér Björn.

Ég náði að sitja í tímum hjá Gylfa, rétt áður en hann hætti.

Gamall í árum, ungur í anda, þvílíkur kraftur og reisn sem geislaði út frá manninum.

Gylfi var stórmenni í öllu tilliti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.12.2010 kl. 12:49

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar minn, síðbúnar þakkir fyrir innlitið!

Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband