Er þetta það sem kallast pólitísk blinda?

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir að stjórnarkreppa hefði reynst Íslendingum betri en ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Efnahagsástandið væri miklu betra hér á landi með enga stjórn, en þá sem nú situr!

Sá er fúll og bitur. Getur maður, sem slær svona nokkru fram, ætlast til þess að tekið sé mark á honum svona yfirleitt? Er þetta það sem kallast pólitísk blinda?

Í viðtali við Gísla Frey Valdórsson í áramótablaði Viðskiptablaðsins gefur Davíð ríkisstjórninni ekki háa einkunn. Hann telur hana verri en enga, sem er þá eiginlega einkunn, langt fyrir neðan falleinkunn:

"Ég er reyndar þeirrar skoðunar að ef þannig hefði háttað eftir að stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var farin frá og við þær aðstæður hefði verið stjórnarkreppa og engin formleg ríkisstjórn, heldur aðeins starfsstjórn alveg til þessa dags, þá væri efnahagsástandið miklu betra. Þannig að núverandi ríkisstjórn er mun verri en engin."

Þvílíkir órökstuddir sleggjudómar! Var þessi maður einu sinni forsætisráðherra þjóðarinnar? Var stjórnin hans, sem allt vildi einkavæða, gefa og selja, kannski líka verri en engin stjórn. Alla vega urðu afleiðingarnar hroðalegar. Svo mikið er víst.

Aðspurður um af hverju hann telji stjórnarkreppu betri svarar Davíð:

"Vegna þess að þessi stjórn hefur lagt stein í götu allrar þróunar. Þróunin hefði getað verið markviss vegna þeirra meginlína sem dregnar höfðu verið áður en ríkisstjórn Geirs fór frá."

Það er engu líkara en að sumir hafi farið að fagna áramótunum full snemma!

Með sömu hnitmiðuðu röksemdafærslunni og Davíð notar, má líklega segja að Morgunblaðið væri miklu betur sett án ritstjóra.

Eða ritstjórinn án blaðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Blindan er víða Björn. Það má segja að almenningur og stjórnendur hafi verið blindir á stjórn efnahagsmála í áratugi og verðbólgan ætt áfram. Í leiðara "Tax free blaðsins" í dag er því haldið fram að með kauphækkunum strax á morgun kæmust málefni skóla í lag. Óvenjulegt er að ritstjórnarfulltrúi dagblaðs einfaldi málin á þennan veg. Sveitafélögin hafa allflest verið að draga saman vegna yfirfjárfestinga og ríkisstjórnin virðist horfa fram hjá því að nýju gjöldin hennar um áramót mun leiða til verðbólgu og hækkunar á lánum heimilanna. Netið virðist hjálpa að upplýsa en umræðan þarf að vera málefnalegri.

Sigurður Antonsson, 30.12.2010 kl. 11:50

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, takk fyrir þetta. Velmegunin er dýrkeypt. Hún kostar alltaf meira en aflað er. Svo kemur alltaf skellur með nokkurra ára millibili. Svona er þetta bara og allir dansa með!

Björn Birgisson, 30.12.2010 kl. 14:56

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er minnið að svíkja mig eða var ekki megin inntak stjórnarstefnu Davíðs einmitt algert afskipta- og eftirlitsleysi á öllum hlutum undir vinnuheitinu frjálshyggja?

Á þetta Hádegismóra undur Íslands mænir hópur fólks enn með blik og drauma í augum. Það er vandséð hvort eru meiri asnar, fíflið eða þeir, sem í blindni, fylgja því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.12.2010 kl. 17:41

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Axel"Ég held að minnið sé að svíkja þig. Aldrei hefur verið eins mikil uppbygging á Íslandi eins og í 18 ára stjórn Sjálfstæðisflokksins, það vita allir sem eru sanngjarnir í skoðunum sínum. Það er alltaf hægt að taka einhvern fyrir og úthúða og kenna um allt sem miður fer. ætli hann eigi sök á því ástandi sem ríkir í heiminum í dag. mér sýnist það sumstaðar vera verra en hér, og þá sérstaklega í ESB ríkjunum, og líkur á að Kína sé að rúlla líka, ekki var Davíð þar. Kreppa er kreppa, og ekki hægt að kenna neinum sérstökum um það, hún kemur með vissu millibili og þá er sama hver er við stjórn hvers lands.

Eyjólfur G Svavarsson, 31.12.2010 kl. 01:43

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var sú "uppbygging" ekki á sandi byggð Eyjólfur? Eða hvaðan kom það kviksyndi sem þjóðin situr í, hverjir hnoðuðu það súrdeig?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.12.2010 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband