3.1.2011 | 00:58
Þjóðin velur. Eru hönnuðir hrunsins betri valkostur? Er dekrið við frjálshyggjuna dautt eða sprelllifandi? Enginn hefur svarað því.
"Ríkisstjórnin nýtur nú stuðnings 37% landsmanna og er það örlítið meiri stuðningur en mældist í nóvember. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup."
Það er auðvitað nákvæmlega ekkert að marka þessa könnun. Framkvæmd hennar er ekkert annað en sóun á tíma og peningum. Ef nóg er til að því tvennu er þessi vitleysa svo sem í lagi mín vegna.
Hvert einasta mannsbarn í landinu veit að þegar að kosningum kemur mun matseðillinn sem kjósendum verður boðið upp á verða gjörbreyttur. Ekkert í líkingu við spurningalista Gallup á dögunum.
Fjórflokkurinn mun taka ærlega til hjá sér og ný öfl munu koma sterk til leiks.
Af þeim 63 þingmönnum sem nú sitja á Alþingi mun í mesta lagi helmingurinn ná kjöri á ný. Líklega koma 30-40 nýir þingmenn inn. Fjölmargir þingmenn munu ekki komast í gegn um síur eigin flokka, nokkrir munu ákveða að taka pokann sinn, í stað þess að láta eigin flokksmenn sparka sér út.
Ekki meira um það.
Ríkisstjórnin mælist með 37% fylgi. Ég lít á þá tölu sem algjöra kraftaverkatölu. Aldrei í sögu lýðveldisins hefur nokkur ríkisstjórn glímt við annan eins vanda og aldrei í sögu lýðveldisins hefur nokkur ríkisstjórn verið rökkuð eins niður af andstæðingum sínum, sem helsekir æpa sig hása í hvert sinn sem tækifæri gefst, einkum til að breiða yfir eigin misgjörðir í gegn um tíðina.
Svo get ég kastað hér inn smábombu.
Ég er þess handviss að stuðningur skynsams fólks við ríkisstjórnina, í hennar erfiðu verkum, hefur stóraukist nú um áramótin. Allir þeir sem horfðu á Kryddsíldina á lokadegi ársins sáu að Bjarni, Sigmundur Davíð og Þór höfðu ekkert að bjóða og mér er stórlega til efs að þeir skilji hve alvarlegt ástandið er. Það er kannski ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er hins vegar það að þeir bráðóttast kosningar, sem hugsanlega gætu leitt flokka þeirra að valdaborðinu. Ekkert þrá þeir heitar en að sleppa við það.
Íslendingar styðja ekki slíkar heybrækur.
Ríkisstjórnin er eins og strákarnir okkar í handboltanum. Hún gerir ýmsa taktíska feila, en er samt að seiglast til að ná árangri.
Sá sem ekki sér það, er annað hvort pólitískt blindur, eða með lokuð augu af ásetningi.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn minn " Varst þú að spá í garnir núna? Ég sá bara reiða gamla konu komna af fótum fram, en sitt sér hver með sínum augum. Gleðilegt ár Björn minn.
Eyjólfur G Svavarsson, 3.1.2011 kl. 15:23
Takk fyrir Eyjólfur! Gleðilegt ár!
Björn Birgisson, 3.1.2011 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.