Enn mikið svigrúm til skattlagningar hérlendis

„Myndin sem dregin er upp af skattahækkunum er stórlega ýkt", segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Þetta er rétt hjá Steingrími. Þessar skattahækkanir hafa verið það óverulegar að mikið svigrúm er enn til staðar ef fjölga þarf krónum í ríkiskassanum.

Millistéttin í landinu á fullt af peningum sem allt eins og líklega eru miklu betur komnir í ríkiskassanum.

Áfengi og tóbak er skammarlega ódýrt hérlendis.

Bensín er hér nánast á útsölu alla daga ársins.

Gjöld sem ríkið hirðir við innflutning nýrra bíla eru ekkert annað en brandari.

Tryggingargjaldið á fyrirtækin má stórhækka.

Skattur á fjármagnstekjur er stórlega vannýttur skattstofn.

Erfðafjárskattur sömuleiðis stórlega vannýttur stofn.

Háir vegatollar gætu gefið mjög vel af sér.

Brúartollar eru borðliggjandi góðir fyrir ríkissjóð.

Virðisaukaskattinn á nauðsynjavörur má stórhækka.

Hér hefur aðeins fátt eitt verið nefnt. Tækifærin til skattahækkana eru fjölmörg.

Það þarf bara að hafa útsjónarsemi til að finna þau. Síðan þarf að hafa svolítinn kjark til að koma nauðsynlegum nýjum sköttum og hækkunum á.

Hvernig líst ykkur á súrefnisskatt?

Hefur einhver efni á að borga hann ekki?


mbl.is „Óverulegar skattahækkanir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Svo má líka skammta fólki þá fæðu sem það þarf og klæði - þá getur ríkið tekið um 90% af tekjum fólks óhikað, rétt að skilja nóg eftir fyrir rafmagni, hita og bensíni svo fólk komist í og úr vinnu. :-)

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 4.1.2011 kl. 21:22

2 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Arinbjörn, þær eru margar matarholurnar!

Björn Birgisson, 4.1.2011 kl. 21:25

3 identicon

Eruði ekki að grínast?

Steii (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 21:28

4 Smámynd: Björn Birgisson

Grínast? Með svona alvörumál?

Björn Birgisson, 4.1.2011 kl. 21:30

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Arinbjörn, þú átt við að ríkið taki 100 % í skatta en Hjálparstofnanir gefa heimilunum mat. Rafmagnið verður tekið af fljótlega en sennilega lafir Hitaveitan.

Einar Guðjónsson, 4.1.2011 kl. 21:32

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er líka möguleiki Einar, kertaljós og klæðin rauð og allt það :-)

Steii: á þessum ógnar tímum er allt hugsanlegt og stjórnmálamenn, íslenskir sem erlendir telja öllu fórnandi til að greiða skuldir banka og eigenda þeirra.

Kveðja úr hríðinni að norðan.

Arinbjörn Kúld, 4.1.2011 kl. 21:36

7 identicon

Einhverjir ofantalinna skatta eru enn lægri hér en í sumum löndum öðrum.

Svo er eitt bankahrun ekki alveg gratís. 

Eigum við ekki að vona að þetta sé tímabundið ástand.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 21:55

8 Smámynd: Björn Birgisson

Tímabundið ástand? Er það nú líklegt?

Björn Birgisson, 4.1.2011 kl. 22:13

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað er líklegt Björn ?

hilmar jónsson, 4.1.2011 kl. 22:24

10 Smámynd: Björn Birgisson

Ef ég vissi það myndi ég örugglega ekki þora að segja frá því!

Björn Birgisson, 4.1.2011 kl. 22:26

11 identicon

Það er ekki auðvelt að taka skatt af sem einu sinni hefur verið settur á. Það gildir nefnilega sama um ríkisspenann og gamla góða móðurbrjóstið, það er erfiðara að venja af spenanum (= skera niður) en að venja á hann (= auka kostnað).

Stóra málið er að skattar = völd stjórnmálamanna. Ef þú vilt auka völd þeirra þá skaltu kjósa með skattahækkunum, ef þú vilt minnka þau þá skaltu kjósa gegn skattahækkunum.

Björn (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband