Mín vegna mega Bandaríkjamenn rannsaka aðkomu Birgittu að þessum vefsíðum

"Bandarísk stjórnvöld hafa krafist þess að örbloggsíðan Twitter afhendi öll skilaboð Birgittu Jónsdóttur og þriggja annarra, þar á meðal Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Birgitta vann um tíma sem sjálfboðaliði með Wikileaks."

Össur Skarphéðinsson sagði í samtali við fréttastofu Útvarps að íslensk stjórnvöld muni verja Birgittu eins og aðra íslenska þegna.

Jæja? Af hverju?

Birgitta hefur ekki komið fram á þessum síðum í nafni þjóðarinnar og alls ekki í nafni ríkisstjórnarinnar.

Aðeins sem einstaklingur, sem hefur kynnt þjóðinni að undanförnu að hún hefur rangsnúnar hugmyndir um eitt og annað, að mínu mati að minnsta kosti.

Minni á að Ísland er NATO þjóð og að árás á eina slíka telst árás á þær allar.

Því skyldi ríkisstjórnin rembast við að verja þegn sinn sem ræðst gegn því sem Bandaríkjamenn kalla sitt þjóðaröryggi og öryggi þegna sinna vítt um heiminn? Er ekki eðlilegast að sá einstaklingur verji sig sjálfur? Taki gjörðum sínum með reisn eða falli? Ætlar ríkisstjórnin að taka að sér að verja alla íslenska mótmælendur, bara ef þeir lenda í ákærum erlendis?

Hvað þá með mótmæli hér innanlands? Hvað með Níu menningana?

Taki ríkisstjórn Íslands til varna í þessu máli er víst að hún talar ekki fyrir mig eða mína hönd.

Mín vegna mega Bandaríkjamenn rannsaka aðkomu Birgittu að þessum vefsíðum, telji þeir hana seka um að ógna öryggi þegna sinna, svo lengi sem þeir fylgja réttum reglum og lögum.

Ekki hef ég séð ríkisstjórnina á handahlaupum við að aðstoða íslenska afbrotamenn í vandræðum vítt um veröldina.

Ekki er ég þar með að segja að Birgitta sé afbrotamaður. Síður en svo.

Bandaríkjamönnum finnst það hins vegar greinilega og mér leiðast endalausir tilburðir þeirra til að stjórna öllu í kring um sig, en það er allt önnur saga.

Svo verður Kristinn Hrafnsson næstur í röðinni.

Hann á að vera einn á sínum báti líka.


mbl.is Sendiherrann kallaður á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Mér finnst skrítið ef þetta fólk er að berjast fyrir óheftu upplýsingarflæði því mega bandaríkja menn ekki biðja um upplýsingar. Það var líka skrítið að þessi Asagne? var að vinna með Birgittu vegna þingstillögu varðandi sama mál. Dálítið barnalegt af kjörnum þingmanni og sínir í raun að samband þeirra var á pólitískum nótum líka.

Valdimar Samúelsson, 8.1.2011 kl. 21:32

2 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka þér innlitið Valdimar.

Björn Birgisson, 8.1.2011 kl. 21:34

3 identicon

Úr því að Ögmundur segir að þetta sé alvarlegt mál, þá hygg ég að svo sé. Hann er vanalega á réttu róli með sínar skoðanir. (Nenni ekki að setja mig inn í öll andskotans mál. Maður verður að fara að treysta kjörnum fulltrúum, þó svo að íhaldið hafi brugðist.)

Með síðbúnum áramótakveðjum úr Grafarvogi.

Doddi (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 22:35

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sá lærir sem lifir. Líklega ætti Birgitta að sleppa öllum fyrirlestraferðum til Bandaríkjanna. Sammála því sem Bjarni sagði í fréttinni. Þetta er samskiptamál bandarískra aðila. Best að halda sig við heimabloggið. Það má hún Birgitta eiga að hún snaraði ágætri bók á íslensku um Gorbatsjov. Manninn sem setti Ísland á heimskortið.

Sigurður Antonsson, 8.1.2011 kl. 22:41

5 Smámynd: Björn Birgisson

Áramótakveðjur í Grafarvoginn til endurheimtra Kanarífugla!

Björn Birgisson, 8.1.2011 kl. 23:56

6 Smámynd: Björn Birgisson

Setti Gorbatsjof Ísland á heimskortið? Ekki Bobby Fischer? Nei, hvorugur þeirra. Íslendingar settu sjálfa sig á heimskortið, án allrar aðstoðar utan úr heimi. Svo er þetta heimskort vesæll staður að vera á. Líklega best að vera út úr öllu korti!

Björn Birgisson, 9.1.2011 kl. 00:03

7 identicon

Þú hefur greinilega ekki horft á vídeóið sem þessi ungi maður situr í fangelsi fyrir að leka á netið. Það er ekki af hermönnum að vinna eðlileg skyldustörf, heldur af sadistum að leika sér að því að drepa saklausa almenna borgara...Það er enginn samur eftir að hafa séð þetta vídeó. Ég er enginn Bandaríkjahatari, bjó þar og elska þetta land. En mér finnst glæpur að hylma yfir fjöldamorð.....Birgitta hefði gerst glæpamaður með því að vita af þessu á sínum tíma, vera boðin þátttaka og hafna því. Glæpamennirnir eru þeir sem smána nafn föðurlands síns með svona illvirkjum.

Ameríkuvinur (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 02:59

8 identicon

Hvað ertu að meina Björn þegar þú segir að Bandaríkin megi gleypa Birgittu hráa?

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 03:07

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þarna ferðu heldur betur yfir strikið Björn og veldur miklum vonbrigðum. Þetta eru ljót orð sem þú hefur um Birgittu sem alla vega er algjörlega sönn í því sem hún er að gera, hvort sem þú ert sammála henni eða ekki.

Þinn málflutningur er bæði út og suður. Þú skrifar.

Mín vegna mega Bandaríkjamenn gleypa Birgittu Jónsdóttur hráa, telji þeir hana seka um að ógna öryggi þegna sinna.

Ekki hef ég séð ríkisstjórnina á handahlaupum við að aðstoða íslenska afbrotamenn í vandræðum vítt um veröldina.

Ekki er ég þar með að segja að Birgitta sé afbrotamaður. Síður en svo.

Þú ert víst að halda því fram að Birgitta sé afbrotamaður fyrst þú óskar henni alls ills eins og þú gerir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.1.2011 kl. 07:42

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Verð að lýsa furðu minni. Er soldið hissa á þessari afsttöðu þinni Björn.

hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 07:49

11 Smámynd: Billi bilaði

Þetta er virkilega ljótur pistill.

Billi bilaði, 9.1.2011 kl. 12:11

12 identicon

Björn Birgisson,ég skora á þig að vera ekki að rita pistla illa sofin,en það bendir allavega til þess með þennan pistil að þú hafir verið illa sofin eða bara eitthvað kvektur. Við ættum að eiga fleirri svona Birgittur,hún er frábær.

Númi (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 13:00

13 Smámynd: Björn Birgisson

Ég þakka öllum innlitin! Númi, ég er aldrei illa sofinn klukkan níu á kvöldin, en þakka þér umhyggjuna!

Björn Birgisson, 9.1.2011 kl. 13:55

14 Smámynd: Björn Birgisson

Ágætu gestir! Ég skal fyrstur manna viðurkenna að þessi færsla var ekkert sérlega falleg, ef menn kjósa að túlka hvert orð bókstaflega. Til að særa færri og minni sárum, hef ég aðeins breytt færslunni og mildað orðalag.

Björn Birgisson, 9.1.2011 kl. 14:17

15 Smámynd: Svavar Bjarnason

Ágæti Björn. Ég les næstum alltaf bloggfærslur þínar og finnst þú ætíð skrifa af sanngirni og skynsemi. En núna var ég ekki alveg sáttur við þig, jafnvel þó þú hafir mildað færsluna lítillega. Ég er enginn aðdáandi Birgittu, en mér finnst sjálfsagt að veita henni allan þann stuðning, sem hægt er að veita í þessu máli. Mér finnst það hið besta mál að Wikileaks hafi afhjúpað stríðsglæpi í Írak. Birgitta hefur alls ekki framið nein afbrot og á ekki skilið þessa aðför Bandaríkjanna að henni.

Svavar Bjarnason, 9.1.2011 kl. 14:32

16 Smámynd: Björn Birgisson

Svavar, það væri eitthvað dularfullt á seyði ef við værum nákvæmlega sammála um alla hluti!

Björn Birgisson, 9.1.2011 kl. 15:36

17 identicon

Birgitta er frabaer hetja i minum augum vonandi eiga fleiri eftir ad opna augun

http://www.bradleymanning.org/

http://www.youtube.com/watch?v=phfI2zymISc&feature=player_embedded

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 21:07

18 Smámynd: Björn Birgisson

Helgi, öllum er hollt að eiga sér fyrirmyndir, ef þær eru góðar. Þakka þér innlitið!

Björn Birgisson, 9.1.2011 kl. 21:35

19 Smámynd: Björn Birgisson

Svanur Gísli, málið er dautt. Gleymt. Eins og það hafi aldrei verið til.

Björn Birgisson, 10.1.2011 kl. 12:08

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gott mál Björn. Sjáumst :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.1.2011 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband