Ísland er eitt allsherjarfangelsi. Hvort er betra að vera innan múra eða utan þeirra?

"Greint var frá því í kvöldfréttum í gær að rétt um helmingur allra fanga á Íslandi þiggur örorkubætur frá Tryggingastofnun. Alls eru 152 fangar í fangelsum landsins og 74 þeirra þiggja bætur, meðal annars örorkulífeyri, örorkustyrk eða vasapeninga. Laun upp á þrjátíu og tvö þúsund á mánuði sem fangar fá fyrir vinnu sína á bak við lás og slá skerða ekki bætur þeirra." segir visir.is

Það er hrein synd og skömm að þessi frétt skuli ekki hafa ratað inn í Áramótaskaup RÚV, sjónvarp allra landsmanna, þar með talinna fanga, innan múra sem utan.

Við síðustu könnun mína á kostnaði ríkisins við að halda ársfanga kom í ljós að hann kostaði þjóðarbúið 8,7 milljónir. Á sama tíma höfðu fangaverðir þjóðarinnar, alþingismennirnir, langt um minna upp úr krafsinu. Vísitölurnar tikka og ekki kæmi mér á óvart að ársfanginn sé kominn í 9 milljónir í beinum kostnaði sem skattgreiðendur greiða.

Svo er að koma í ljós að að helmingur fanganna er á þessum fínu bótum frá sömu skattgreiðendunum!

Aðbúnaður fanga á Íslandi er með því besta sem þekkist í veröldinni.

Engin furða að ásókn sé mikil í gistinguna og þetta fína fæði!

Það er nefnilega þannig nú, eins og allt er í pottinn búið, að Ísland er eitt allsherjarfangelsi.

Þeir sem ganga lausir, eru fangar skulda sinna og skuldanauta sinna og þess hroða sem frjálshyggjan skapaði í þessu þjóðfélagi.

Hlutskipti þeirra sem inni sitja er langt um betra.

Þeir hafa verið dæmdir til hjásetu í spilltasta landi norðan Suðurpólsins.

Það eru forréttindi sem fáum veitast.

Á kostnað vitleysingjanna fyrir utan múrana.

Fangelsi Íslands eru vinsælustu gistirými landsins og biðlistarnir lengjast með hverjum degi.

Eitthvað undarlegt við það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Það er lúxus að fara í fangelsi á Íslandi.

Hörður Sigurðsson Diego, 9.1.2011 kl. 00:22

2 identicon

Þökk sé glöggskyggnum mönnum eins og þér Björn, að enn er nokkur rökræn umræða í gangi, en frjálshyggjumenn eru jafnt og þétt að færa sig upp á skaftið aftur. Ég er farinn að hafa af því áhyggjur, að þeir nái aftur völdum, fyrr en seinna.

En ekkert land í heiminum er betra en Ísland. Þrátt fyrir eyðileggingarstarf frjálshyggjuaflanna og íhaldsins, náttúruhamfarir og illviðri, þá er hvergi betra að vera. Maður verður bara að búast við hinu versta frá stjórnvöldum, þá tekst þeim ekki að klekkja á manni. Þökkum guði fyrir hvern þann dag, sem við höfum heiðarlegt og skynsamt fólk eins og Jóhönnu og Steingrím við stjórnvölin.

Doddi (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 00:28

3 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka ykkur innlitin, Hörður og Sveinn!

Björn Birgisson, 9.1.2011 kl. 00:55

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Það munu vera um 1000 fangar á hverja 100.000 íbúa í Bandaríkjunum. Hér eru þeir um 150 sem eru inni og 300 bíða eftir plássi, en 1800 bíða við dyragættina. Alls á þriðja þúsund manns. Þá eru við farnir að nálgast sömu tölur og í Bandaríkjunum, en þar eru menn settir inn strax. Hér er texti úr frétt: „Þá kom fram hjá Páli Winkel, að um 1800 manns bíða síðan afplánun vararefsingar, sem verður virk þegar sektir eru ekki greiddar.“ Samanburður er gagnlegur því eitthvað segir þetta um vanlíðan. Flestir fangar lenda inni vegna misnotkunar á vímuefnum. Vínbúðin auglýsir þá í sjónvarpinu í svínslíki. Það er þeirra nálgun. Endurhæfing heitir það á Reykjalundi þegar hópum er bjargað fyrir horn. Það eru margar hliðar á fangamálum og við gjarnir á að breyta forsendum okkur í hag.

Rétt hjá þér við erum fangar okkar valdakerfis. Eigum fallegt land og sættum okkur því betur við óráðsíuna.

Sigurður Antonsson, 9.1.2011 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband