Korktappablogg

Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert sérstaklega duglegur að lesa bloggfærslur, en tek þó annað veifið smá rispur í því og hef oftast af því nokkra skemmtun og fróðleik. Bloggið er svo fjölbreytt að alltaf má finna eitthvað áhugavert.

Fyrirsögnin?

Hún er þannig til komin að hvorki sekkur og kafar korktappinn af sjálfsdáðum, né tekst hann á loft af sjálfsdáðum.

Ég hef veitt því athygli að þeir, sem hér skrifa að staðaldri lærðar og langar greinar um sín áhugamál, fá ekkert sérstaklega margar heimsóknir. Alla vega langt um færri en þeir eiga skilið. Sem sagt, þeir sem kafa dýpra í málin en korktappinn, njóta ekki sannmælis hjá lesendum. Kannski ekki algild regla, en óneitanlega leitar þetta á hugann.

Svo er hinn hópurinn sem alltaf er á einhverju flugi, oft öfgakenndu flugi. Skrifar allt sitt í þeim stíl. Til dæmis pólitískum ofsóknarstíl. Lesendur læra að þekkja þessa skrifara og hætta fljótlega að nenna að lesa færslurnar.

Hvað er þá korktappablogg?

Það er blogg sem flýtur á yfirborðinu. Stutt og skorinort, oft hnitmiðað. Kafar ekki djúpt eftir neinu og tekst ekki á flug. Uppfræðir lesandann stundum, en oftar um fátt eitt. Skilur lesandann eftir með fleiri spurningar en svör.

Mínar "rannsóknir" leiða í ljós að það séu vinsælustu bloggin hjá lesendum.

Korktappabloggin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og í hvorum flokknum ert þú????????????

Jóhann Elíasson, 9.1.2011 kl. 14:16

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhann minn, ég er algjör korktappi! Sekk ekki og flýg ekki!

Björn Birgisson, 9.1.2011 kl. 14:20

3 identicon

Svo eru svona umræðu og rifrildisblogg. Það var mikið um slíkt hér á moggablogginu áður en Davíð tók við ritstjórn. Margir fóru þá burt, þannig að botninn virðist dottinn úr rifrildinu hérna á moggablogginu, nema á trúmálablogginu. Ég er stundum að karpa á Eyjunni. Mér sýnist mesta karpið vera þar núna.

Doddi (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 14:27

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gott þegar menn hafa húmor fyrir sjálfum sér.  Velkominn í "korktappaflokkinn" (ég tek nú svolítið stórt upp í mig núna, því auðvitað átt þú þennan flokk skuldlaust)!!!!  

Jóhann Elíasson, 9.1.2011 kl. 14:39

5 Smámynd: Björn Birgisson

Nú þegar fjölgar í Korktappaflokknum er rétt að fara að huga að framboði!

Björn Birgisson, 9.1.2011 kl. 14:42

6 Smámynd: Björn Birgisson

Sveinn, það á ekki að karpa! Menn eiga að skiptast á skoðunum, rétt eins og við skiptumst á leikaramyndum í gamla daga! Ég held að Eyjan sé í mikilli sókn. Alla vega er ljóst að þegar færslur héðan af Moggabloggi birtast þar á forsíðu, rýkur fjöldi gesta upp úr öllu valdi. Sá um daginn að færsla frá Baldri Hermannssyni, vini okkar, rataði inn á forsíðuna. Til gamans fylgdist ég með IP talningunni hjá karlinum. Veit ekki nákvæmlega hver lokatalan varð þann sólarhringinn hjá honum, en hátt í 4000 gestir litu til hans! Það er hellingur!

Björn Birgisson, 9.1.2011 kl. 14:56

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er alltaf skemmtilegt að toga úr flösku tappa, en það er smá skrítið að þrátt fyrir allt jafnréttis tal þá er ég alltaf láti gera það og brúna kartöflurnar og svo má ég fara út með ruslið.

Hrólfur Þ Hraundal, 9.1.2011 kl. 15:18

8 Smámynd: Björn Birgisson

Hrólfur, mér sýnist þú í góðum málum, ef frúin gerir allt hitt!

Björn Birgisson, 9.1.2011 kl. 15:21

9 Smámynd: Sigurður Antonsson

Umgjörðin skiptir máli. Hjá flestum er þetta áhugamál frekar en að ná til fjöldans. Fjölmiðlarýni er ákaflega dreifð og breytilegt eftir að netið kom. Þegar þú nær orðið sjö þúsund innlitum á viku ertu vel lesinn, en líka innlitin segja ekki allt. Bloggarar og netfíklar eru að ég held takmarkaður hópur. Fjölmiðlafræðingar ættu að kanna þetta betur og birta niðurstöðurnar. Fyrir auglýsendur skiptir þetta höfuðmáli.

Sigurður Antonsson, 9.1.2011 kl. 15:27

10 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, þakka þér innlitið! Þér mælist vel að vanda.

Björn Birgisson, 9.1.2011 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband