11.1.2011 | 15:42
Hauslausar hænur í stærsta máli þjóðarinnar
"Björn Valur segir að þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafi boðað þingmál strax þegar þing kemur saman um að umsóknin verði dregin til baka. Hann sagðist þó hafa efasemdir um að flokkurinn standi við það að leggja slíka tillögu fram, nú frekar en áður."
Ég get svo sem sagt það einu sinni enn.
Aðildarumsóknin að ESB er langstærsta mál Íslandssögunnar.
Það er ömurlegt að sjá þingmenn þjóðarinnar eins og hauslausar hænur í því máli, vappandi og gaggandi um víðan völl, skiptandi um skoðun með breyttri vindátt hverju sinni.
Eitt má Samfylkingin eiga. Hún er stefnuföst í þessu máli og lætur fátt raska ró sinni. Hvað sem mönnum svo finnst um þá stefnu er annað mál.
Þeir eru margir innan þings sem lýsa sig andstæðinga umsóknar. Hvað gera þeir svo málstað sínum til framdráttar?
Nákvæmlega ekki neitt!
Þeir verða aldrei annað en "meintir" andstæðingar!
Hvað hafa æðstu valdastofnanir Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna ályktað um þetta stórmál?
Hauslausar hænur þykja ekki gæfulegar þegar leiða þarf stórmál til lykta.
Hænur með haus eru öllu líklegri.
Þingið endurnýi umboð til ESB-umsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú þarft að lesa landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins, vandamálið er ekki að þar hafi ekki verið tekin afstaða.
Vandamálið er að innan þings eru ennþá einstaklingar sem fylgja niðurstöðu landsfundarins EKKI eftir. T.d. Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þorgerður Katrín !!
Sigurður Sigurðsson, 11.1.2011 kl. 16:16
Sigurður, ég þekki það mál ágætlega, en hef ekki orðið var við að hinir "hlýðnu" þingmenn flokksins hafi lyft litla fingri til að fylgja landsfundarályktuninni eftir! Hefur þú aðrar fréttir af því? Þakka þér innlitið.
Björn Birgisson, 11.1.2011 kl. 16:26
Hauslausar hænur vappa ekki um gaggandi.
Hörður Sigurðsson Diego, 11.1.2011 kl. 16:46
Þessar gera það!
Björn Birgisson, 11.1.2011 kl. 17:01
ásmundur hin 4 sem voru á móti þessu frá upphafi - hversvegna samþykktu þau að vg gengi í ríkisstjórn sem stæðsta málið væri að ganga í esb -
x-d er því miður klofinn í þessu máli eins og allir flokkar nema sf - en ég er enn ósáttur við að ÞkG sat hjá tók ekki afstöðu í þessu stóra máli - ég hefi virt það meira ef hún hefði sagt já eins og RR. OG þannig fylgt sinni samfæringu
Óðinn Þórisson, 11.1.2011 kl. 18:22
Óðinn, mér er aumingjaháttur andstæðinga aðildar óskiljanlegur.
Björn Birgisson, 11.1.2011 kl. 18:32
Björn - hvað eiga þessir þingmenn sem eru á móti aðild að gera ?
og hver er afstaða þín til esb ?
Óðinn Þórisson, 11.1.2011 kl. 19:04
Hvað eiga þeir að gera? Sameinast um þessa afstöðu sína í þessu stærsta máli þjóðarinnar. Hvers konar spurning er þetta eiginlega?
Mín afstaða til ESB mun koma fram í þjóðaratkvæðagreiðslu, komi til hennar. Hún verður bara kunn mér og kjörkassanum.
Björn Birgisson, 11.1.2011 kl. 19:34
Ekkert stöðvar það ESB ferli sem verið er að fínpússa. Já, fínpússa, samningurinn liggur fyrir og það fyrir þónokkru. Þó á eftir að semja um merkingar á jógúrtdollum og hvort eigi að selja mjólk í 2ja l. fernum eða ekki.
Ég er í VG og spyr: Félagar! ætlið þið virkilega ekki að vera með í stórkostlegasta tækifæri sem sósíalískir umhverfissinnar á Íslandi eiga eftir að fá ever and ever and ever?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 11.1.2011 kl. 19:42
Kristján Sigurður, hvaða tækifæri er það?
Björn Birgisson, 11.1.2011 kl. 21:25
Regluverk Evrópusambandsins.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 11.1.2011 kl. 21:57
Það er nefnilega það. Regluverk Evrópusambandsins! Er það þitt og þinna stórkoslegasta tækifæri? Ever and ever and ever? Þú ert grínari góður.
Björn Birgisson, 11.1.2011 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.