Verkfall í kreppu?

Það eru vaxandi líkur á að boðað verði til verkfalls í samtals sex fiskimjölsverksmiðjum hérlendis innan tíðar. Samtök atvinnulífsins telja það ólöglegar aðgerðir og munu líklega vísa málinu til Félagsdóms komi til verkfallsaðgerða.

Verkfall? Núna? Verkfall í kreppu?

Er kannski engin kreppa?

Ég hélt að í núverandi ástandi fögnuðu menn því að hafa vinnu.

Ekki veit ég hvað bræðslukarlarnir bera úr býtum fyrir vinnu sína.

Hitt veit ég að verkföll og upplausn á vinnumarkaðnum eru ekki á listanum yfir það sem þjóðin þarfnast helst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þegar bræðslukallar eiga ekki fyrir mat, hvernig er það þá hjá fólki með 160.000 á mánuði? Ég held að stjórnvöld ættu að fara að birta vísitöluframfærsluna "eða hvað það nú heitir" En þau þora þess ekki!!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.1.2011 kl. 12:05

2 identicon

Björn , hvenær á að fara í verkföll og hvenær bera verkföll árangur? 'Í góðæri þegar auðvelt er að fá kjarabætur og yfirborganir eru algengar? Í kreppu þegar atvinnuleysi er, fá störf í boði, landflótti og kaupmáttur minnkar ört? Verkfall getur verið beitt vopn. Ef sjómenn fara í verkfall(fræðilegt dæmi; ekki tekið tillit til lagasetningar) tapast miklar útflutningstekjur útgerða? Ef framhaldsskólakennarar fara í verkfall sparar ríkið mikinn launakostnað og nemendur flosna uppúr námi. Í kreppu er gengið mjög langt í því að brjóta á réttindum fólks. Hvernig ber að verjast því? ísland er láglaunaland. Hvernig er hægt að verjast þeirri þróun?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 14:43

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hrafn, þú veist vel að verkföll eru algjört neyðarúrræði. Algjört neyðarúrræði. Ég er bara að segja það. Þessi verkfallsboðun bræðslukarlanna kom mér mjög á óvart. Annað var það nú ekki.

Björn Birgisson, 13.1.2011 kl. 15:38

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er hárrétt hjá þér Björn, verkfall er algjört neyðarúrræði. Verkfallsrétturinn er þó eina vopnið sem launþegar hafa, þeir hafa ekkert annað til að knýja á um bætur sinna kjara. Það boðar enginn verkfall nema í neyð, þegar allt annað hefur verið reynt.

Vissulega er erfitt að fara í verkfall þegar illa árar, en þá er þörfin þó mest.

Varðandi verkfallsboðun bræðslukallanna, þá eru þeir búnir að reyna að fá bót sinna mála, en ekkert er við þá rætt. Þeir gætu svo sem beðið fram eftir vetri, en hvaða gagn hefðu þeir af verkfalli þegar vertíðin er búin? Það yrði bara hlegið að þeim! Það færi þá fyrir þeim eins og sjúkraliðum sem vinna hjá sveitafélögunum. Þeir hafa ekki verkfallsrétt og ekki hefur verið hlustað á þá nú í nærri tvö ár. Allan þann tíma hafa þeir verið með opinn kjarasamning, en eru gjörsamlega getulausir vegna þess að þeir hafa engin vopn í höndum.

Verkfall skapast vegna þess að ekki tekst að semja. Því eru það ekki endilega launþegar sem orsaka verkfall, það getur allt eins verið viðsemjendum þeirra að kenna.

Gunnar Heiðarsson, 13.1.2011 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband