Dýrasta skiptimynt Íslandssögunnar

Ég verð að viðurkenna að ég bíð eins og spenntur krakki eftir því að Alþingi komi saman nú að loknu jólaleyfi. Ástæðan fyrir því er ofur einföld.

Mig langar að sjá hvernig þingið höndlar stærsta mál stjórnmálanna hér á landi fyrr og síðar.

Umsóknina um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 

Í lögum um þingsköp Alþingis segir svo í 2. grein:

"Ég undirskrifaður/uð, sem kosin(n) er þingmaður til Alþingis Íslendinga, heiti því, að viðlögðum drengskap mínum og heiðri, að halda stjórnarskrá landsins."

Í 48. grein laga um Stjórnarskrá Íslands stendur:

"Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Bundnir við sannfæringu sína, þarna stendur það svart á hvítu.

Þá hlýt ég að spyrja.

Hvað ætla þingmenn Sjálfstæðisflokksins að gera til þess að framfylgja ályktun landsfundar um ESB málin?

Hvað ætla þingmenn VG að gera í því sama máli, með hliðsjón að samþykktum flokksins?

Hvað ætla aðrir þingmenn, andsnúnir umsókninni að gera?

Ég minni enn á að umsóknin er stærsta mál Íslandssögunnar.

Aldrei hefur önnur eins skiptimynt verið notuð í skiptum fyrir ráðherrastóla og valdið sem þeim fylgir.

Líklega hvergi í heiminum.

Nú er bara að bíða eftir að jólaleyfi þingmanna ljúki.

Stutt í það.

Tek fram að þessi færsla segir ekkert um afstöðu mína til umsóknarinnar. Ég er aðeins að velta fyrir mér heilindum og sannfæringu þingmannanna okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já" Björn það verður sko spennandi, en verði það samþikt hvað gerist þá? þetta er yfirþyrmandi spennandi!!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.1.2011 kl. 15:51

2 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur minn, fáðu þér eitthvað róandi!

Björn Birgisson, 13.1.2011 kl. 15:59

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Áttu eitthvað aflögu, annars nota ég ekki slíkt. Maður harkar af ér eins og venjulega!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.1.2011 kl. 16:54

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er víst að þeir fara ekki eftir neinum lögum og 14 hafa verið brotin en ég hljóma eins og gömul 78 snúninga plata.  http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1126470/ en þetta er sannleikurinn.

Valdimar Samúelsson, 13.1.2011 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband