13.1.2011 | 21:11
Icesave og lokkar forsetans
"Björn Valur segist ekki geta svarað til um það hvenær frumvarpið verður afgreitt út úr fjárlaganefnd. Ég get ekki sagt til um það, ég á von á að við þurfum að kalla eftir einstökum upplýsingum í næstu viku og eftir það mun skýrast hvenær við sjáum fyrir endann á þessu" segir Björn Valur Gíslason.
Icesave er að koma úr jólafríi. Málið verður tekið fyrir mjög fljótlega á þinginu.
Meirihluti þjóðarinnar vill ljúka málinu á þeim forsendum sem nú liggja fyrir samkvæmt könnunum. Málið er bara að mikill meirihluti aðspurðra veit ekkert hvað samningurinn í raun þýðir. Það veit eiginlega enginn. Samningurinn er Lottó sem við getum aldrei unnið í, en tapað stórt ef allt fer á versta veg.
Nú snýst Icesave um þingið og forsetann. Kannski þessar kannanir líka að einhverju leyti.
Vökul augu og eyru forsetans munu fylgjast með afgreiðslu þingsins. Já atkvæðunum. Nei atkvæðunum. Hlutlausu bleyðunum kannski sérstaklega. Þeim sem kjósa að sitja hjá.
Er Icesave að fara aftur í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Það veit bara forsetinn innan nokkurra vikna.
Hins vegar veit þjóðin að hárgreiðsla forsetans mun ekki raskast, hvernig sem fer.
Það eitt er öruggt.
Þar verður ekkert greiðslufall.
Segir Icesavevinnu ganga vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru þeir sem skila auðu í kosningum bleyður Björn? Á ekki hver og einn við samvisku sína þegar hann greiðir atkvæði. Ég gerði snögga könnun og sá að Steingrímur J. Sigfússon hefur nær undantekningalaust skila auðu um fjárlögin þegar hann var í stjórnarandstöðu. Er Steingrímur J. einn af þessum bleyðum? Eða eru menn bara bleyður þegar þér henntar Björn?
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 21:24
Ómar, hafi það farið framhjá þínum vökulu augum, var ég aðeins að tala um Icesave, hvorki fjárlögin, né nokkuð annað.
Svo ég endurtaki mína skoðun, þá mun ég líta á hjásetu um Icesave samninginn á þingi sem algjöran bleyðuhátt. Til hvers erum við að kjósa okkur þingmenn? Til að sitja hjá eins og gungur. Held ekki. Lestu svo textana betur áður en þú tjáir þig. Þakka þér innlitið.
Björn Birgisson, 13.1.2011 kl. 21:44
Ný Wikileaks gögn um meinta kröfu Breta um 13,5% vexti á ólögmæta kröfu sína kalla á hörð viðbrögð frá almenningi. Neitum að borga og snúum við upphæðum kröfunnar þannig að Íslendingar fái greitt það sem Bretar krefjast að við greiðum.
Björn (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 00:08
Mikill sannleikur hér. Sérstaklega kröftug líking með lottóið, ekki hægt að lýsa betur þeirri stöðu sem við erum í, og enginn heilbrigður maður myndi spila sjálfviljugur í svo dýrukeyptu spili...Fyndin og skemmtileg lýsing með greiðslufall forsetans í lokin. Þú ert virkilega góður penni. Takk fyrir góð, sönn og skemmtileg orð :)
G (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 00:15
Nafni, þú ert með bjartsýnisgleraugun núna!
Björn Birgisson, 14.1.2011 kl. 00:26
G, við allt þetta skjall roðna ég upp á miðjan skallann! Þakka þér innlitið og þína jákvæðni til handa minnar neikvæðu persónu, sem fátt leggur þjóðlífinu til annað en þriðja flokks nöldur í skammdeginu!
Björn Birgisson, 14.1.2011 kl. 00:32
Björn. Er ekki sama hjáseta og hjáseta? Er það ekki Eða er bara bleyðuháttur að sitja hjá þegar þér hentar að álykta svo? Steingrímur er ekki bleyða þegar hann situr hjá? Þetta er nú stóri gallinn við ykkur V.G. menn þig og Björn Val það er ekkert að marka ykkur. Öllu er hagrætt. Svo var ég að fletta því upp að fyrst bara má tala um Icsafe þá fannst þér fráleitt á sínum tíma að samþykkja ekki glæpasamninginn.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 05:48
Ómar, ég er ekki VG maður, hef aldrei verið og verð aldrei. Það er löng hefð fyrir því að minnihluti sitji hjá við afgreiðslu fjárlaga. Mér finnst hjáseta í Icesave málinu ekki koma til greina. Annað hvort vilja menn þennan samning eða vilja hann ekki. Hver er skoðun þess sem situr hjá í málinu? Engin? Kemur honum málið ekkert við? Þetta er mín skoðun og þú getur haft þína skoðun mér að meinalausu.
Björn Birgisson, 14.1.2011 kl. 13:09
Björn" ég er sammála þér. Þeyr sem sitja hjá hafa enga skoðun, og ættu því ekkert að vera að þvælast þarna fyrir!
Eyjólfur G Svavarsson, 15.1.2011 kl. 01:19
Takk, Eyjólfur minn, eru ekki allir þokkalega hressir fyrir austan? Alltaf gaman að fá þig í heimsókn. Hef á tilfinningunni að við séum ekki endilega samstíga í pólitíkinni, en grunsamlega oft ertu sammála mér! Þurfum við ekki að gera eitthvað í því?
Björn Birgisson, 15.1.2011 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.