Fínn brandari á Moggabloggi

Á forsíðu Moggabloggsins eru ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar undir liðnum Spurt og svarað. Þar fann ég ágætan brandara fyrr í dag, ásamt ýmsu öðru gagnlegu. Brandara sem felst í því að reynt er að blekkja fólk og svo trúir blekkingarmeistarinn bullinu sínu líklega sjálfur!

Á þeirri síðu er svarað algengustu spurningum varðandi notkun og stillingar blog.is.

Þar var þessa spurningu að finna:

Hvernig eru þeir bloggarar valdir sem eru í Umræðunni?
Umræðuna kalla ég stundum Heiðursstúkuna. Þar geta færslur heiðursmannanna hangið uppi dögum saman, mikið eða ekkert lesnar eftir atvikum og allt þar á milli, á meðan færslur annarra renna niður skjáinn á ógnarhraða og hverfa fyrr en varir. Einhver mundi kalla þetta háttalag einbeittan vija til að mismuna fólki. En látum vera. Mogginn hefur þetta bara eins og hans stjórnendur vilja og samkvæmt þeirra réttlætiskennd.
Umsjónarmenn Moggabloggsins svara spurningunni á þennan hátt:

"Við metum blogg til þátttöku í Umræðunni eftir ýmsum atriðum; hversu málefnalega er bloggað, hve langar eru bloggfærslurnar, er aðallega verið að blogga um fréttir og svo má áfram telja. Skoðanir bloggara skipta engu í því sambandi, enda er á listanum fólk úr öllum áttum."

Skoðanir bloggara skipta engu í því sambandi ........................... !

Þetta var brandarinn!

Mogginn er svo yndislega víðsýnn og jákvæður gagnvart skoðunum fólks sem ekki er honum samstíga í pólitíkinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er búið að bjóða mér 2x í hópinn..Neitaði 1x en er að hugsa málið núna.

hilmar jónsson, 13.1.2011 kl. 19:43

2 Smámynd: Björn Birgisson

Bjóða? Hvernig þá?

Björn Birgisson, 13.1.2011 kl. 19:44

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Davíð hringdi í mig. Sagði mig reyndar óvæginn í sinn garð, en þar sem ég væri með skemmtilegri bloggurum á blog.is ætti ég heima í efri rammanum.

Hvað á ég að gera Björn ?

hilmar jónsson, 13.1.2011 kl. 19:50

4 Smámynd: Björn Birgisson

He he he, góður!  Vertu bara í svínastíunni hjá okkur áfram! Þegar Davíð er farinn að kasta perlum fyrir svín, er nokkuð víst að þær eru úr plasti .............

Björn Birgisson, 13.1.2011 kl. 19:59

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Stórt er spurt og fátt um svör. Vinur minn kom stundum með myndir eftir Karl Kvaran til mín og vildi vekja athygli á honum. Ég er honum ævinlega þakklátur og hef síðan þótt vænt um verk málarans. Menn taka ástfóstri við vissa málara og sjá heiminn í gegnum verk þeirra. Hver þykir sinn fugl fagur og svo er líka með hóptengslin á blogginu. Vinsældir eru drifkraftar og umræða þarf ekki að vera rökræða. Blandaður hópur er meira virði en jáfuglar.

Þeir sem skammast mest út í Útvarp Sögu skilja ekki klukkuverk einkaframtaksins. Margir hlusta mikið og borga væntanlega með því að hlusta á auglýsingar sem selja. Útvarp og blogg eru með markhópa.

Sigurður Antonsson, 13.1.2011 kl. 21:26

6 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, takk fyrir þetta. Ég hlusta aldrei á Sögu og mér líður samt ágætlega og tel mig skilja úrverk samtíma klukkunnar alveg þokkalega!

Björn Birgisson, 13.1.2011 kl. 21:49

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ha!!!!" Er komin brandarakepni í moggabloggið. Eða bara gáfumannakeppni. Góða nótt Björn Minn.

Eyjólfur G Svavarsson, 14.1.2011 kl. 01:27

8 Smámynd: Björn Birgisson

Góða nótt Eyjólfur minn og takk fyrir innlitin þín og takk fyrir að fylgjast með mínum fátæklegu skrifum á þessum umbrotatímum. Mér þykir vænt um alla mína gesti. Hina bljúgu og góðu, líka þá sem hér skella öllum hurðum!

Björn Birgisson, 14.1.2011 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 602477

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband