13.1.2011 | 23:19
Frjálshyggjan er ekki alveg dauð
"Mikið álag er í áskriftarsölu Stöðvar Sport vegna HM í handbolta sem hefst í Svíþjóð í kvöld. Fyrsti leikur Íslands er á móti Ungverjalandi og hefst sá leikur klukkan 16 á morgun og verður hann í opinni dagskrá."
RÚV tapaði í þessari keppni. Frjálshyggjan vann sinn fyrsta sigur frá hruninu mikla.
Þjóðin er vön að geta áhyggjulaust fylgst með svona viðburðum og án kostnaðarauka.
Nú verður hún að horfa á leikina í gegn um naflastreng Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, mannsins sem sagði yfirtöku ríkisins á Glitni mesta bankarán á Íslandi.
Mesta sómadrengs sem Ísland hefur alið. Er það ekki?
Þar talaði maður með mikla reynslu af bankaránum, en aðeins innanfrá. Ekki utan frá eða aftanfrá.
Bragð er að þá barnið finnur.
Nú eru "strákarnir okkar" komnir í útrás með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.
Hann keypti hálfa Evrópu fyrir aura sem hann átti ekki.
Landsliðið okkar tekur allan heiminn yfir í íþróttinni, fyrir aura sem HSÍ hefur aldrei átt.
Margur verður af aurum api og af blankheitum heimsmeistari.
Þekkja ekki allir þetta máltæki?
Verður þetta ekki svona?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.