Þrengt að rökkum Íslands

Það hlaut að koma að þessu. Þetta er það sem þjóðin hefur verið að bíða eftir. Að glæpamenn hrunsins væru virkilega látnir svara til saka. Vonandi er þetta bara byrjunin. Akur saksóknarans er stór og lítt plægður.

"Embætti sérstaks saksóknara lagði í kvöld  fram kröfu um gæsluvarðhald yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Steinþóri Gunnarssyni, fyrrverandi forstöðumanni verðbréfamiðlunar bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur."

Hægt og bítandi tínast rakkarnir í hundahúsin.


mbl.is Fjallað um gæsluvarðhaldskröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Björn; jafnan !

Og; dugir ekki til. Eftir er; að handsama úrhrakslýð stjórnmálanna - þann hlutann; sem bar/ og ber ábyrgð, á þróun mála, frá 1991 - dagsins í dag, Ísfirðingur vísi.

Með beztu kveðjum; í útsuður - yfir fjallgarðinn mikla /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 00:39

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við verðum að doka eftir að viðkomandi verða ákærðir og dómur gengur í máli þeirra. Að forminu til eru þeir handteknu saklausir þangað til en hafa réttarstöðu grunaðra um stórfelld misfeli sem leiddu af sér skelfilegagar afleiðingar fyrir þjóðina. Voru bankarnir undir lokin ekki einna líkastir ræningjabælum? Sitthvað bendir til þess.

Líklegt er að nú sé verið að þjarma að yfirvöldum í Lúxembúrg að létta af bankaleynd. Tilgangur bankaleyndar er ekki að koma í veg fyrir eðllilega lögreglurannsókn.

Sérstakur saksóknari hefur rökstuddar ástæður fyrir að leggja fram kröfu til héraðsdóms að grunaðir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald, m.a. að koma í veg fyrir að þeir verði til trafala við rannsókn málsins, hafi áhrif á vitni eða hvetji til að sönnunargögnum verði eytt.

Mjög líklegt er að héraðsdómur fallist á þessa kröfu en sennilega ekki fyrr en á morgun. Þeir handteknu verða í gæslu á meðan, þó ekki lengur en 24 stundir en innan þess tíma ætti úrskurður dómara að liggja fyrir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.1.2011 kl. 00:44

3 identicon

"Hægt og bítandi tínast rakkarnir í hundahúsin."

 Jájá Björn vissulega óhætt að orða það sem svo.

En verður þeim ekki sleppt með það sama eða fundinn einhver formgalli á ákærunnin eða eh álíka.

Einhvernvegin grunar mig Björn að þetta sé vel æft og sviðsett leikrit sem við erum að fara að horfa uppá.
Það er búið að toga í alla viðeigandi spotta og sjá til þess að allir leiki með.
Eða hvað heldur þú?

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 00:56

4 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar Helgi, ég þakka þér innlitið, nú sem áður. Undarlegt sem það nú er, finnst mér sem ferskur vindsveipur fari um mín hýbýli þegar þú rekur ranann í gættina! Vertu alltaf velkominn, hvort heldur þú kýst að skamma mig, eða skamma mig duglega!

Björn Birgisson, 14.1.2011 kl. 00:59

5 Smámynd: Björn Birgisson

Mosi, ég þakka þér innlitið og þínar vangaveltur. Þú ert hugsandi maður og ég má kannski leita í þína smiðju, þegar eldurinn slokknar hjá mér og ég finn ekki eldfærin til tendrunar að nýju!

Björn Birgisson, 14.1.2011 kl. 01:04

6 Smámynd: Björn Birgisson

Eggert Vébjörnsson, ég er alveg til í að deila með þér þeim áhyggjum sem þú lýsir í þínu innleggi. Held samt að þú hafir rangt fyrir þér að þessu sinni, minn kæri. Ég hef trú á okkar Sérstaka. Þessir rakkar sleppa ekki svo auðveldlega úr þessu og ekki verða þeir sendir í Kattholt! Önnur hýbýli bíða þeirra, á þinn kostnað og minn.

Björn Birgisson, 14.1.2011 kl. 01:12

7 Smámynd: Árni Karl Ellertsson

1 Smámynd: Árni Karl Ellertsson

Skinkuþjófar eru handjárnaðir en milljaraþjófar ekki. Það er ekki farið eftir lögum um meðferð handtekina manna þegar þessir drullusokkar eiga í hlut,hvernig skildi standa á því. Helvítins fokking fokk. 

Árni Karl Ellertsson, 14.1.2011 kl. 02:25

8 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Eva sagði "þetta tekur Íslendinga 3 til 5 á því hér vanntar allt;reynslu,lög og svo framvegis verið þolinmóð" Ég vona að hún hafi verið sannspá.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 14.1.2011 kl. 03:08

9 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Hvar eru handjárnin?

Guðlaugur Hermannsson, 14.1.2011 kl. 10:23

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Alveg sjálfsagt Björn.

Hér er kannski smáinnlegg í umræðuna:

Faktorar í svartri sál
samvizkuna fela.
Hjarta þeirra hart sem stál,
hlakkar til að stela.

Þessi vísa er að norðan og orkt á 19.öld enda munu faktorar vera útdauð stétt. Þó minnist eg þess að Jón á Reykjum gekk eitt sinn inn í bensínafgreiðslu Olíufélagsins fyrir rúmum 20 árum og spurði undirskrifaðan hvort hann væri orðinn faktor! Það mátti líta á það sem vissa upphefð. Nú vill enginn fá gamlan reynslumikinn kall eins og mig í vinnu, nema blessuð ferðaþjónustan.

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.1.2011 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband