Ranglætið verður alltaf í kjölfarinu

"Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. janúar, að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Sigurjóns."

Það er gott að sjá að Sérstakur og hans fólk eru með lífsmarki. Vafalaust eru margir menn til rannsóknar og allt tekur þetta langan tíma.

Að minnsta kosti í augum þjóðarinnar sem bíður óþreyjufull eftir því að helstu gerendur hrunsins verði látnir svara til saka fyrir glæpi sína.

Það er þó eins og stjórnmálamennirnir eigi að sleppa.

Allir nema einn! Einn maður! Þvílík hneisa!

Eva Joly sagði svona rannsóknir geta tekið allt að 5-7 ár.

Nú eru liðin vel rúm tvö ár frá hruninu mikla og Sigurjón kominn í 12 daga gæsluvarðhald.

Af hverju?

Hvað hefði hann getað gert á þessum 12 dögum, sem hann hugsanlega hefur látið ógert á þessum rúmlega tveimur árum?

Líklega best að láta bara Sérstakan um þetta og leyfa lífinu og réttlætinu að sigla sinn kúrs.

Ranglætið verður svo alltaf í kjölfarinu. 


mbl.is Í gæslu til 25. janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hugsa að rök Sérstaka séu þau að koma í veg fyrir að hafa áhrif og samráð við aðra sakborninga eða vitni, eins og lögmaðurinn taldi.

Hins vegar er erfitt  að sjá hvaða tilgangi húsleit þjónar, þegar brætt hefur verið úr öllum pappírstæturum sem fluttir hafa verið til landsins.

Rétt hjá þér það er líklega best að leyfa þessu að skorðast í réttum farvegi hjá saksóknara og dómurum, þetta er bara eitthvað svo random, 

Hvað kom út úr Kaupþingsyfirheyrslunum, er ekki rétt að setja það mál upp á næsta level, eða er meiningin að sækja meinta sakborninga á meðal stjórnenda bankanna alla sem einn, einn fyrir alla?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.1.2011 kl. 18:16

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jenný Stefanía, takk fyrir þetta. Við bíðum bara þolinmóð!

Björn Birgisson, 14.1.2011 kl. 18:23

3 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Hver er þessi Sigurjón?

Hörður Sigurðsson Diego, 14.1.2011 kl. 18:45

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Fyrrverandi húsvörður í litlu félagsheimili úti á landi Hörður.. Gekk þar undir viðurnefninu,: Hinn digri..

hilmar jónsson, 14.1.2011 kl. 18:48

5 identicon

Í fangelsi upp á vatn og brauð? Nei vatn og snúð.

Njordur Helgason (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 21:15

6 Smámynd: Björn Birgisson

Snúð? Með glassúr eða súkkulaði? Gamalt brauð hljómar öllu betur!

Björn Birgisson, 14.1.2011 kl. 21:26

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jenný: ef þú skoðar fleiri mál þá er alltaf vísað í 95. gr. laganna um meðferð opinberra mála. Gæsluvarðhald er til þess að koma í veg fyrir að grunaður geti haft áhrif á rannsóknina, þ. á m. vitni og koma sönnunargögnum fyrir kattarnef.

Til allra: Mér finnst að við eigum ekki að hafa þessi mál í flimtingum. Bankamenn og útrásarmennirnir teygðu sig ansi langt og urðu fyrir allt of mörgum freistingum. Þeir ollu þjóðinni gríðarlegu tjóni og það var auðvitað vegna stórgallaðs lagaumhverfis. Hlutafélagalögin eru t.d. mjög gölluð og allt þetta snýst um völd og komast í auðinn á sem fyrirferðaminnstan hátt.

Nú eru þáttaskil í þessari hrunrannsókn. Mörgum hefir fundist hún ganga hægt en til fróðleiks þá tók bandarísk yfirvöld 3 ár að komast að hinu sanna í verðbréfahruninu 1929. Við höfum að vísu tölvur í dag til aðstoðar en bankamenn og útrásarvíkingarnir notuðu þær óspart líka og voru örfljótir að búa til vafninga byggða á blekkingum og svikum á örskotsstundu.

En rannsóknin heldur áfram og nú má reikna með að fleiri grunaðir verði dregnir fyrir dómara og látnir sæta gæsluvarðhaldi meðan rannsókn stendur.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.1.2011 kl. 23:12

8 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ekki sýti ég það að  Sigurjón skkuli settur í gæsluvarðhald, hann á það skilið Björn!!

Guðmundur Júlíusson, 14.1.2011 kl. 23:36

9 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Sigurjón digri missir þá af HM í handbolta. Æi, greyið karls ræfils garmurinn. Ljósi punkturinn í þessu fyrir hann er sá að hann kemur líklega til með að leggja aðens af og ekki er vanþörf á. Þetta er ekkert veislufæði sem fá þeir fá í steininum. Afhverju var manngarmurinn ekki búinn að flýja land eins og hitt glæpahyskið sem var við stjórn hrunbankana?

Guðmundur Pétursson, 15.1.2011 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband