Eru Siv og Össur eitthvað að plotta?

Fór á smá netflakk seinni partinn í dag. Ýmislegt að sjá og skoða að vanda. Eftirfarandi "frétt" var á dv.is:

"Hermt er að alþingismaðurinn Siv Friðleifsdóttir vilji losna af þingi og komast í starf í Brussel. Siv skildi nýlega við mann sinn, Þorstein Húnbogason, og flutti til móður sinnar.

Raunir Sivjar munu hafa orðið til þess að hún vill draga sig út úr sviðsljósi stjórnmálanna og skapa sér lífsafkomu á öðrum vettvangi. Hún er sögð hafa reifað þann möguleika við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að hann finni hennu stöðu í Brussel. Hann er sagður hafa tekið erindinu vel en leitað sé leiða til að Siv haldi jafnframt þingsætinu og geti þannig komið ríkisstjórninni til bjargar ef þarf."

Það var ekkert annað. Ég er nú alltaf svo tortrygginn og undarlegur. Að loknum lestrinum datt mér aðeins þetta í hug:

Hvað skyldu mörg % af innihaldi "fréttarinnar" vera sönn og rétt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mundi segja 100%. Við erum að ræða um stjórnmál og þegar hlutirnir eru of subbulegir, sóðalegir og lygilegir til að vera sannir þá eru þeir yfirleitt sannir.

Björn (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 20:46

2 Smámynd: Björn Birgisson

Það var ekkert annað!

Björn Birgisson, 14.1.2011 kl. 20:50

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það eru komin svör við spurningum þínum Björn.

Axel Þór Kolbeinsson, 14.1.2011 kl. 23:24

4 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Þór, þetta er ekkert svar, en þakka þér samt, minn kæri, þú lætur ekki þitt eftir liggja, eins og lögreglukonan!

Björn Birgisson, 14.1.2011 kl. 23:33

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Besta svar sem er í boði. 

Axel Þór Kolbeinsson, 14.1.2011 kl. 23:38

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Eftir undangengin ár sem nú hafa á fáum mánuðum verið gerð lýðnum ljós, hvað varðar spillingu í hinum ýmsustu kimum þjóðfélagsins, kemur það mér ekkert á óvart að enn skuli viðhafðar leyniumræður um  undankomu hinna ýmsu stjórnmálamanna  er  flýja vilja úr ljóskösturum sérstaks saksóknara og  hanns hempuklæddra manna.

Siv er bara að flýja þetta ástand og vonandi fær hún ekki  embætti ytra.

Guðmundur Júlíusson, 15.1.2011 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband