14.1.2011 | 23:27
Ný ríkisstjórn eftir helgina?
Nú er komið að því. Upplausnin í pólitíkinni er hér allt að drepa. Þetta gengur ekki lengur. Ég bara nenni þessu ekki. Hvað er til ráða? Það er eitt og annað. Til dæmis þetta:
Jóhanna fer á Bessastaði og skilar umboðinu og fær koss á kinn frá Dorrit í leiðinni. Hættir þar með í stjórnmálum og helgar sig hveitibrauðsdögunum með Jónínu sinni. Það á hún fyllilega inni og verðskuldar eftir langa þjónustu við fólkið í landinu.
Sjálfstæðismenn og Samfylkingin, stærstu fylkingarnar á þingi, mynda nýja ríkisstjórn til að starfa út kjörtímabilið að afmörkuðum málum.
Forsætisráðherra verður Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrum rektor Háskóla Íslands, sem óháður gáfumaður, en gegnheill Íslendingur.
Flokkarnir fá báðir fimm til sex ráðherra og treysta atkvæði forsætisráðherrans til úrskurðar ef í harðbakkann slær.
Hvað á þessi ríkisstjórn að gera?
1. Hún á að samþykkja Icesavce samningana.
2. Hún á að skrifa reikninga á Breta vegna hryðjuverkalaganna og núlla þar með Icesave út.
3. Hún á að gera Hollendingum og Nató það ljóst að falli Hollendingar ekki frá kröfum sínum, muni Ísland ganga úr Nató og hefja viðræður við til dæmis Kínverja um varnir landsins.
4. Hún á að klippa á samstarfið við AGS.
5. Hún á að einhenda sér í að koma atvinnulífi landsins í betra horf með öllum tiltækum ráðum.
6. Hún á að semja frið við þá sem veiða fiskinn og skapa þjóðinni gjaldeyri.
7. Hún á ...........................
8. Hún á ...............................
Hvaða vitleysa er þetta?
Ég bara nenni þessu ekki lengur!
Líklega væri best að klárir útlendingar tækju að sér stjórn þessa útnáraskers.
Ekki kunnum við þá list!
Páll Skúlason er hins vegar flottur karl!
Ja hérna
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn, þú ert allur að koma til, jafnvel fyrr en ég reiknaði.
Mér lýst vel á aðgerðaráætlun þína. Nema þetta með að semja við bretana, það er grundvallaratriði, ef það hefði verið vitað á sínum tíma, þá hefði Móses skrifað niður, ...... þú skalt ekki mann deyða, og þú skalt aldrei samþykkja kúgun stórþjóða á sér minni þjóðum, slíkt er alltaf ávísun á að ekki sé hægt að framfylgja því sem á undan kom. Kúgun endar alltaf í átökum, kúgun á alltaf að stöðva í fæðingu.
Jafnvel þó bretar borguðu okkur gommu, jafnvel allar okkar skuldir, ef við viljum vera svo væn að viðurkenna formlega að ICEsave kúgun þeirra hafi verið lögleg, þá segjum við samt Nei.
Annars erum við ekki verðug að vera sjálfstæð þjóð, og ættum þá strax að hringja í Kínverjana.
En annað er flott og fínt, það gladdi mitt Hriflungahjarta að sjá hvessu þína gagnvart Óráðum AGS, þeim mikla samfélagsspilli.
En ætíð er galli á því sem virkar svo vel, og þarf ekki Njörð til. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfó gætu starfað saman um hitt og þetta, en ekki um neitt af því sem þú telur upp Björn.
Sem minnir mig aftur á byltinguna, og þörf hennar fyrir sínöldrandi tuðara með stórt hjarta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.1.2011 kl. 00:20
Góðar tillögur Björn en sá gallinn er á að við Íslendingar getum aldrei komið okkur saman upp nokkurn skapaðan hlut. Ég hef á tilfinningunni að eftir ca. 50 ár verði þjóðartungumálið kínverska. Þeir eru jú byrjaðir að troða stóru tánni inn. Þar sem ég verð hins vegar dauður þegar þar að kemur ætla ég ekki að stressa mig meir á dapurlegum framtíðarhorfum landans. Bkv.
Þráinn Jökull Elísson, 15.1.2011 kl. 01:06
Ómar Geirsson, ég er ekki að koma neitt til, algjörlega óháð þínum útreikningun. Ég er bara kominn með upp í kok af heimskulegri pólitíkinni hérlendis. Ég er bara venjulegur asni, en læt ekki bjóða mér endalaus asnastrik annars fólks. Ég hef mínar skoðanir, sem ekki eru allra, en með þeim stend ég eða fell. Aldrei myndi hvarfla að mér að svíkja eigin samvisku og mína þjóðhollustu. Ekki flókið.
Björn Birgisson, 15.1.2011 kl. 01:07
Þráinn Jökull, ég þakka þér kærlega fyrir innlitið! Ég deili með þér áhyggjum þínum!
Björn Birgisson, 15.1.2011 kl. 01:58
Björn, ég er sammála öllu ofanskrifuðu hjá þér.
Guðmundur Júlíusson, 15.1.2011 kl. 02:08
Jæja, Guðmundur minn Júlíusson, er það svo? Mátt endurskoða á morgun!
Björn Birgisson, 15.1.2011 kl. 02:29
He, he Björn, mínir útreikningar skipta engu, ferlið er almennt og afneitun er einn síðasti fasi sem verðandi byltingarmenn ganga í gegnum.
Og þegar afneitun í kjölfar byltingarpistils, sem þessi ágæti hér að ofan ber öll megineinkenni, fylgir heitstrenging "Aldrei myndi hvarfla að mér að svíkja eigin samvisku og mína þjóðhollustu", þá eru flest vígi fallin.
Og það ferli verður ekki stöðvað með því að skamma ábendingin ekki frekar en Grikkir stöðvuðu innrás Persa með því að henda sendiboðum þeirra ofaní botnlausa brunna.
Maður þarf ekki að lesa Nei-byltingarsíðu, þegar maður hefur pistlana þína Björn.
Þeir hafa verið beinskeyttir og sannir síðustu daga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.1.2011 kl. 09:52
Nýr flokkur er í burðarliðnum
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 13:36
Hvað varst þú að borða Björn minn? Ekki það að mér komi það neitt við, en? en?::::::::
Eyjólfur G Svavarsson, 15.1.2011 kl. 14:56
Eyjólfur minn, gott að þú minntist á mat. Var að koma úr sundi með 5 ára afastrák og er glorhungraður. Hef víst ekkert snætt í dag!
Björn Birgisson, 15.1.2011 kl. 15:15
Já það hefur verið gaman! líka fín laug í Grindavík. Verði ykkur að Góðu: kv.
Eyjólfur G Svavarsson, 15.1.2011 kl. 22:55
Takk fyrir það Eyjólfur minn! Góðar óskir og kveðjur eru alltaf vel þegnar og með þökkum! Eigðu sem besta helgi með þínu fólki!
Björn Birgisson, 15.1.2011 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.