15.1.2011 | 15:09
Whisky fyrir þorskígildin?
"Þrjár vínflöskur, sem kostuðu samtals á níunda hundrað þúsund krónur, seldust í Fríhöfninni í Leifsstöð í vikunni. Um var að ræða tvær skoskar Macallan maltviskí og eina koníaksflösku."
Kannski var útgerðarmaðurinn sem keypti veigarnar nýbúinn að selja helling af kvóta og því með alla vasa fulla af seldum þorskígildum.
Kannski var hann bara drukkinn! Þá dettur mönnum ýmislegt í hug!
Kannski var þetta bara stórsniðug fjárfesting hjá honum.
Einhvers staðar hlýtur að fyrirfinnast einhver vitleysingur, sem er tilbúinn að toppa þetta verð.
Þá er auðvitað betra að sá hinn sami sé vel slompaður.
Til dæmis af landa drykkju!
Þrjár flöskur á nærri 900.000 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var þetta ekki búið aðvera til sölu í 15 ár, án þess að seljast? Og allir orðnir vanir að labba framhjá sem þarna eiga leið um. kannski kom hann auga á góða fjárfestingu, svona ef við tökum mið af þeyrri sem seldist á uppboðinu?
Eyjólfur G Svavarsson, 15.1.2011 kl. 15:44
Axel Þór Kolbeinsson, 15.1.2011 kl. 16:12
Þakka ykkur innlitin, Eyjólfur að austan fjær og Axel Þór að austan nær!
Björn Birgisson, 15.1.2011 kl. 17:32
Nokkur atriði vekja áhuga minn við þessa grein.
1. Það lýsir svakalegri óskynsemi í rekstri að hafa flösku í versluninni sem ekki hreyfist í 15 ár. Verslunarstjórann ætti að reka enda innkaupastefnan augljóslega ekki í neinu samræmi við veruleikann.
2. Ljóst er að útgerðarmenn hafa það gott um þessar mundir, sem væri svosem ágætt nema fyrir þær sakir að flöskurnar voru sennilega keyptar fyrir peninga sem útgerðarmanninum voru gefnir í formi gjafakvóta frá íslenskum stjórnmálamönnum. Eflaust myndi ég hafa keypt flöskurnar sjálfur fyrir lifandis löngu fengi ég árlega á silfurfati aðgengi að náttúruaðlind sem á eðlilegum frjálsum markaði myndi kosta mig tugi og hundruðir milljóna.
3. Maðurinn kaupir þrjár flöskur af sterku víni. Tollareglur leyfa hverjum farþega að taka með sér inn í landið lítra af sterku áfengi á móti lítra af veiku eða 6 l af bjór. Ef kauði var einn á ferð braut hann því lög og hefði átt að vera stoppaður í tollinum.
Promotor Fidei, 15.1.2011 kl. 18:03
Var hann á leiðinni inn í landið eða á leið til útlanda?
Björn Birgisson, 15.1.2011 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.