Spanjóla kókhausatappar á Íslandi

"Coca-Cola á Spáni hefur gengið frá kaupum á Vífilfelli, sem framleiðir Coca-Cola hér á landi, að sögn fréttastofu Stöðvar 2.  Kaupverðið gengur upp í skuldir félaga í eigu Þorsteins M. Jónssonar við Arion banka.  Þær munu nema um tíu milljörðum króna."

Tíu þúsund milljónir? Hvað eru mörg núll í slíkri tölu? Hvernig í andskotanum gat slík skuldastaða myndast?

Ein vinsælasta söluvara landsins til fjölmargra ára skuldar allt þetta!

Ég held satt að segja að ríkið eigi að yfirtaka alla bankastarfsemi í landinu. Einstaklingum er ekki treystandi fyrir henni. Þeir eru annað hvort of vitlausir eða of fégráðugir, nema hvort tveggja sé.

Tökum Martein Mosdal á allt þetta lið.

Eitt símanúmer. Ein kennitala. Einn banki.

Ríkisbankinn, góðan dag! Cool Hverju ætti ég að sleppa að gera fyrir þig?

Eigum við að kaupa kókið af Spánverjum? Gjörsamlega gjaldþrota þjóð, með um 20% atvinnuleysi?

Getum við kannski selt þeim klaka í drykkina?

Nú er farið að fenna fyrir flest öll mín skilningarvit.


mbl.is Spánverjar kaupa Vífilfell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já Björn, þetta eru sorglegir tímar, en við getum aðhugað með að eignast réttinn á flutningnum á kókinu til landsins frá Spáni, byggjum risa gámaskip með merkjum coca cola.

Annars ætla ég að svissa yfir í Vodka pepsi takk kærlega!!! 

Guðmundur Júlíusson, 16.1.2011 kl. 00:00

2 Smámynd: Björn Birgisson

"Annars ætla ég að svissa yfir í Vodka pepsi takk kærlega!!!"

Verði þér að góðu, minn kæri!

Björn Birgisson, 16.1.2011 kl. 00:06

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hola!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.1.2011 kl. 00:27

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hola, Axel Jóhann!

Björn Birgisson, 16.1.2011 kl. 00:29

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Kannast margir við eftirfarandi lýsingu á opinberu eignarhaldi á íslenskri bankastofnun?

(Úr viðskiptablaði Morgunblaðsins 13. jan.)

Sparisjóður Mýrasýslu (SPM) var sá sparisjóður sem lenti einna fyrstur allra í alvarlegum vandræðum, að minnsta kosti ef marka má fjölmiðlaumfjöllun mánuði fyrir allsherjarhrunið í október 2008. Strax á fyrri helmingi ársins 2008 tapaði sjóðurinn tæplega fimm milljörðum króna. Á árinu 2007 var stofnfé sjóðsins aukið úr fimm milljónum króna í 505 milljónir króna, en sjóðurinn var að öllu leyti í eigu Borgarbyggðar. SPM skar sig frá öðrum sparisjóðum að því leytinu til að veri opinberri eigu að fullu. SPM lét sitt ekki eftir liggja í fjárfestingum og yfirtökum.

Geir Ágústsson, 16.1.2011 kl. 00:34

6 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Þetta er akkúrat það sem er að drepa okkur, stofnfé aukið úr fimm í 505.... Hvaðan komu þessir peningar.?. undan koddanum eða lánað af brjáluðum gyðingum með réttlátum vöxtum...  Peninga vald ætti ekki að vera á fárra mann höndum sorry.. ALLTAF GLUFUR FYRIR GYÐINGA AÐ TAKA Í TAUMANA EINS OG ER AÐ SKE Í DAG..

Sveinn Þór Hrafnsson, 16.1.2011 kl. 01:17

7 Smámynd: The Critic

Sveinn: hvaðan komu þessir peningar? Svarið er einfalt, þeir voru aldrei til...

The Critic, 16.1.2011 kl. 01:19

8 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Jamm akkúrat.. Nema fyrir þá sem eiga peninga prent verksmiðjuna þá verða þeir til út frá engu. þetta er flókin prósess en hann er hér og er að éta upp Ísland með okkur innanborðs.

Sveinn Þór Hrafnsson, 16.1.2011 kl. 01:35

9 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Við erum að tala um kók hérna piltar!!!

Guðmundur Júlíusson, 16.1.2011 kl. 01:50

10 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Burtséð frá því hvernig kók var komið á kaldan klaka þá er hér að verki fjórfrelsið í gegnum EES samningin þ.e. frjáls för fjármagns, vara, fólks og þjónustu. Við megum ekki gleyma að þrátt fyrir allar okkar ófarir erum við ennþá aðili að frjálsum viðskiptum á heimsvísu. Það þýðir einnig að hingað geta komið fyrirtæki og keypt öll þau fyrirtæki sem þau listir. Minni á að umtalsverður hluti sjávarútvegs ESB er í höndum íslendinga t.d. var Samherjii að kaupa 3 sjárvarútvegsfyrirtæki í Evrópu eftir áramótin.

Kaup spænska kók á hinu íslenska eru skiljanleg. Á komandi áratugum mun verða skortur á vatni á Spáni. Hér á Íslandi eru vatnsbirgðir nánast óþrjótandi. Innan 10 ára munum við sjá spánverjum fyrir öllu því kóki sem þeir torga og gott betur. Innstreymi evra mun margfaldast og hver vill það ekki?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 16.1.2011 kl. 09:13

11 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka ykkur innlitin piltar góðir!

Björn Birgisson, 16.1.2011 kl. 17:50

12 identicon

Siempre Coca  Cola.

Axel (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband