Kvótakerfið og hundsvitið

"Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður landbúnaðar- og sjávarútvegsnefndar Alþingis, sagði á fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og Reykjavíkurfélags VG í dag, að ríkisstjórnin verði að afnema núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi á þessu ári. Takist það ekki hafi ríkisstjórnin farið erindisleysu."

Stjórnir félaganna hafa beint því til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að framfylgja hið fyrsta fyrirheitum í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi.

Nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi? Ríkisstjórnin í erindisleysu?

Jæja, jæja. Hætt er við að sú verði raunin.

Ekki í fyrsta sinn sem maður heyrir þetta og örugglega ekki heldur í síðasta skipti.

Ríkisstjórnin lagði upp í sína vegferð með fyrningarleiðina í koffortinu. Sú leið verður aldrei farin að mati fjölmargra sem til málanna þekkja.

Aðrar leiðir hafa verið nefndar, en ekki er full samstaða um neina þeirra. Mismikil andstaða þó.

Ég spái því að þessi ríkisstjórn komi ekki á nýju fiskveiðistjórnunarkerfi, en hún mun eitthvað krukka í kerfið eins og hún hefur reyndar verið að gera að frumkvæði Jóns Bjarnasonar og Adda Kitta Gau úr Frjálslynda flokknum.

Kvótakerfið hefur öðlast sjálfstætt líf, rétt eins og umsóknin um aðild að ESB. Stjórnmálamennirnir okkar ráða ekkert við þessi stóru mál.

Standa bara á hliðarlínunni innan um aðra áhorfendur og hvetja menn til dáða.

Ahorfendur hafa mér vitandi aldrei unnið nokkurn leik.

Annað. Allt annað.

Það segja mér menn, sem eru mjög fróðir um allt sem snertir kvótakerfið, að mikill samhljómur sé í málflutningi andstæðinga kerfisins.

Sá samhljómur felist einkum í því að þeir sem hæst láta, eigi það flestir sameiginlegt að skilja ekki kerfið og hafa þar af leiðandi ekki hundsvit á því sem þeir eru að segja!

Ætli leynist sannleikskorn í þessu?


mbl.is Afnemi kvótakerfið strax í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Kannski er það rétt hjá þér Björn að margir sem gagnrýna kvótakerfið og vilja breyta því hafa ekki sett sig nægilega inn í þetta flókna og óréttláta mál.  En það eru einmitt fleiri kerfi sem virðast hafa öðlast sjálfstætt líf í þessu þjóðfélagi. Hvað t.d. með verðtrygginguna og lífeyrissjóðasukkið. Ég held að menn þurfi ekki að vera neinir sérfræðingar í þessum kerfum frekar en kvótakerfinu til að sjá að þau eru bara alls ekki að þjóna hag almennings eins og þau ættu auðvitað að gera.  Þó meginþorri þjóðarinnar vilji breytingar gerist alls ekki neitt.  Þetta virðist óumbreytanlegt með öllu. Næstum eins og þetta hafi dottið af himnum ofan frá Guði almáttugum.  Mikið óskaplega hafa þessir menn, sem fundu þessi kerfi upp, verið miklir snillingar.

Þórir Kjartansson, 15.1.2011 kl. 20:22

2 identicon

Mér finnst það merkilegt ef kvótakerfið hefur öðlast sjálfstætt líf. Kvótakerfið er mannanna verk , ekki satt? Það er hins vegar rétt að þeir sem hæst láta hafa yfirleitt ekki hundsvit á efninu. En hvað um þá sem blogga mest?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 21:26

3 Smámynd: Björn Birgisson

"En hvað um þá sem blogga mest?"

Sama, ekki hundsvit!

Björn Birgisson, 15.1.2011 kl. 21:29

4 Smámynd: Björn Birgisson

Þórir og Hrafn, þakka ykkur innlitin.

Björn Birgisson, 15.1.2011 kl. 21:31

5 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Ekki hafði ég trú á þessu liði frá degi eitt en að þau skildu vera upptekin við það alla daga að skapa óvissu á öllum sviðum er nú alveg með ólíkindum.

Magnús Gunnarsson, 16.1.2011 kl. 02:43

6 identicon

Sæll Magnús... Ég sé ekki hvernig blindir, leiðitamir, jarmandi sauðir gætu verið uppteknir við að skapa óvissu á öllum sviðum. Ég veit ekki betur en þetta fólk telji sig alviturt á öllum sviðum, það sannaði sig best í einstrengislegri afstöðunni með Icesave I, og fátt eiga alvitringar og óvissa sameiginlegt. Ég man alltaf Icesave atkvæðagreiðsluna. Þarna voru ekki fullorðnir menn að greiða atkvæði. Þetta minnti fremur á gaggó, og allir að herma eftir gengisleiðtoganum og vinsælustu stelpunni (Jóhönnu). Til háborinnar skammar að hafa svona sauði í fararbroddi fyrir þjóðina. En fiskveiðikerfinu VERÐUR að breyta, svo einfalt er það. Að þessir vanvitringar geti það er aftur á móti draumórar óðs manns. Þau kunna ekkert nema skemma og eyðileggja og væru búin að selja frá sér allt land sitt og æru ef þjóðin og forsetinn hefðu ekki stoppað þau í málum eins og Icesave og Magma. Þetta fólk myndi selja sálu sína fyrir smá klapp á bakið. Og lið sem gengur fyrir samþykki hópsins og hegðar sér sem ein hugsunarlaus hjörð á ekki að fást við stjórnmál. Þau ættu betur heima andlega í Hitlers æskunni en hér á landi.

Nonni (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband