Hverju á svo að mótmæla á morgun? Það verður enginn Bastilludagur.

"Boðað er til mótmæla klukkan 16.30 á morgun á Austurvelli en þann dag kemur Alþingi saman að nýju."

Ég spái því að sárafáir mæti á Austurvöll á morgun. Vitaskuld þessir sem alltaf mæta, ef von er um eitthvert fjör, sem fellur utan við alla lagaramma. Það lið mætir með andlitin hulin og reynir að æsa allt og alla upp með sér, enda æsingurinn það eina sem það lið lifir fyrir. Og næsti skammtur auðvitað!

Átök, eldar, rúðubrot, líkamsmeiðingar og kærkomið tækifæri til að hrópa ókvæðisorð að lögreglu og yfirvöldum, eru ær og kýr þessara voluðu vesalinga sem þjóðin elur við gagnkvæma fyrirlitningu.

Vitaskuld verða nokkrir ærlegir borgarar á svæðinu líka. Bótaþegar og atvinnulausir þar í meirihluta.

Millistéttin heldur áfram að vinna eins og ekkert hafi í skorist og sér svo fréttir af mótmælunum í sjónvarpinu annað kvöld.

Hún heldur líka öllu klabbinu gangandi. Hún leggur til allt eldsneytið sem heldur þessu þjóðfélagi gangandi og gerir til dæmis bótaþegum og atvinnulausum mögulegt að mæta á Austurvöll á morgun. Borgar skattana sína möglunarlaust og tekur örlögum sínum af æðruleysi. Grenjar ekki á torgum eða völlum, sem kenndir eru við höfuðáttir.

Hverju á svo að mótmæla á morgun? Viðleitni stjórnarinnar til að taka til eftir frjálshyggjupostulana?

Frjálshyggjubrjálæðinu kannski?

Bara einhverju? Bara öllu kannski?

Ríkisstjórninni sérstaklega?

Stjórnarandstöðunni?

Líklega bara öllu. Lífið er svo leiðinlegt hjá þessu liði.


mbl.is Boða til mótmæla á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Er ekki hægt að fá Ásgerði Jónu til að mæta og gefa mat?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.1.2011 kl. 20:09

2 Smámynd: Björn Birgisson

Góð hugmynd!

Björn Birgisson, 16.1.2011 kl. 20:10

3 identicon

Býr Björn Birgisson í Fílabeinsturni í Grindavík.?

Númi (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 20:38

4 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, í einbýlishúsi sem reist var í kjölfar gossins í Vestmannaeyjum. Líður ágætlega þar og er þess vegna svona jákvæður og raunsær yfirleitt!

Björn Birgisson, 16.1.2011 kl. 20:42

5 Smámynd: Árni Karl Ellertsson

Fylgja verkir með þessu ?

Árni Karl Ellertsson, 16.1.2011 kl. 20:51

6 identicon

Frábært að lesa það Björn að ''þú,,hafir það svona fínt.Svo spyr þú hverju er verið að mótmæla,auðvitað þarftu ekkert að fylgjast með  ''þú,, hefur það svo fínt,,,þarft þú nokkuð annars að fara í matarbiðraðir.?Heldurðu að fólk sem leitar þangað hafi það svo  ''fínt einsog þú,, .Björn ég óska þér alls hins besta,þú ágæti penni.

Númi (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 20:55

7 Smámynd: Björn Birgisson

Verkjalaus með öllu Árni minn, vona að þú hafir það gott!

Björn Birgisson, 16.1.2011 kl. 20:56

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er vissulega tilefni til þess að mótmæla arfaslappri stjórnarandstöðu ef fólk vill endilega mótmæla.

hilmar jónsson, 16.1.2011 kl. 21:40

9 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, í stuttri athugasemd þinni tókst þér að að koma því að í þrígang að ég hefði það fínt! Sem er alveg rétt. Það hefur þó ekki alltaf verið svo. Basl og blankheit þekki ég ágætlega. Með mikilli vinnu eru þær raunir að baki, enda börnin mín löngu flutt að heiman. Nei, ég er ekki með útlendingunum í biðröðum, sem betur fer. Heldur ekki þessari bótafrú sem er á ráðherralaununum! Þakka þér innlitið Númi!

Björn Birgisson, 16.1.2011 kl. 22:37

10 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Allir í strætó, allir í strætó
enginn með Steindóri.
Því hann er svo mikill svikari.

Hörður Sigurðsson Diego, 16.1.2011 kl. 22:41

11 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Það eina sem gerist með þessum mótælum er að æsingsfólk fær útrás, fjölmiðlar fá fréttir og ríkið borgar kostnaðinn.

Hörður Sigurðsson Diego, 16.1.2011 kl. 22:45

12 identicon

Björn þú ágæti,ekki var ætlun að móðga þig,en róaðu þig aðeins,ég þekki baslið líka og því nú árans að þá er það aftur farið að banka uppá hjá manni og ég sem hékt að því hafi lokið fyrir töluverðu löngu löngu síðan,ei er svo......

Þessa vísu heyrði ég fyrir langa löngu síðan,og veit ei eftir hvern er.( ( ((Hvaða bótafrú átt þú við.??????) ) ) )

MÖRG ER MANNVERAN SNAUÐ

MAGNAST HATUR Á JÖRР

HLÝTUR  ORÐUR  OG  AUÐ

ANDLAUS MANGARAHJÖRÐ.

Númi (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 22:45

13 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Af hverju er ekki nóg að segja bara "vér mótmælum öll" svipað og Nonni Sig gerði í den og reddaði landinu?

Hörður Sigurðsson Diego, 16.1.2011 kl. 22:57

14 Smámynd: Björn Birgisson

Hörður, það væri auðvitað nokkuð sniðugt. En mótmælum hverju? Er ekki betra að hafa það á hreinu?

Björn Birgisson, 16.1.2011 kl. 23:15

15 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, ég er alveg þokkalega rólegur og verð svo lengi sem þú nefnir ekki þann mesta viðbjóð, sem innan okkar 200 mílna landhelgi hefur gert vart við sig.

Frjálshyggjuvaðal íhaldsins.

Sá viðbjóður hefur orðið þessari þjóð dýrkeyptur! Með 30% stuðningi?

Hvers konar fólk er það?

Ekki alvöru Íslendingar. Svo mikið er víst!

Björn Birgisson, 16.1.2011 kl. 23:30

16 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Við eigum auðvitað að mótmæla rúgbrauðsskattinum og fiskleysinu.

Hörður Sigurðsson Diego, 16.1.2011 kl. 23:36

17 Smámynd: Björn Birgisson

Hörður? Hvað á ég að gera við þig?

Viltu verða sendiherra í Zimbabve, upp á rúgbrauð og fisk einu sinni í viku?

Björn Birgisson, 16.1.2011 kl. 23:42

18 Smámynd: Moldarkofi

Er ekki aðallega verið að mótmæla því að það skuli enn vera þjóðníðingar, föðurlandssvikarar og illa innrættir Alþingismenn innan um þá heiðvirðu ?  

Moldarkofi, 16.1.2011 kl. 23:50

19 identicon

''Fínt,, að við erum báðir svona rólegir Björn.Sammála þér,já já og sei sei.

Númi (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 23:50

20 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Nei, Björn. Ég hef lítinn áhuga á að vera étinn af mannætum í Afríku.

Myndi skoða sveitarstjórastöðu í Þingeyjarsýslum.

Hörður Sigurðsson Diego, 17.1.2011 kl. 00:05

21 Smámynd: Björn Birgisson

Björgvin, hverjir eru þá góðu kallarnir og hverjir eru hinir vondu?

Björn Birgisson, 17.1.2011 kl. 00:10

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég ætla að mæta á Austurvöll og mótmæla því að Grindavíkurbær hefur tekið niður öll fallegu jólaljósin! Það er lágmark að láta þau lifa á milli jóla!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.1.2011 kl. 00:14

23 Smámynd: Björn Birgisson

Axel minn Jóhann, komdu bara í Norðurvörina, þar loga jólaljósin enn, og munu gera þar til þú ert búinn að opna alla pakkana þína!

Björn Birgisson, 17.1.2011 kl. 00:28

24 Smámynd: Moldarkofi

Mér heyrist á fólki að því líki ekki að hálf hrunstjórnin sé ennþá þarna innandyra. Svo er það hann Steingleyminn. Hann er alveg sérkapituli. Hann hefur líklega slegið öll met í sviknum kosningaloforðum. Að vísu voru rústirnar sem hann tók við af hrunstjórninni líklega verri en almenningur hefur hugmyndaflug til að ímynda sér. Við getum sennilega ekki séð í fljótu bragði hver er ljóti kallinn og hver er að hugsa um þjóðarhag. Eru þetta ekki bara allt meira og minna úlfar í sauðargærum? Kíktu á pistilinn sem ég hripaði niður áðan http://moldarkofi.blog.is/blog/moldarkofi/entry/1134160/

Moldarkofi, 17.1.2011 kl. 00:36

25 Smámynd: Björn Birgisson

Hörður, líklega ert þú algjör afglapi á daginn, en drottins dýrðarnautur þegar þú sefur! Þingeyjarsýslur nefnir þú sem starfsvettvang. Ertu þá með rólegheitin út af Bakka og Gjástykki huga?

Björn Birgisson, 17.1.2011 kl. 00:38

26 Smámynd: Björn Birgisson

Svo skrifar Björgvin Kristinsson:

Mér finnst hugmynd frá öldruðum farþega í leigubílnum mínum alltaf betri og betri.

Hann vill fá Rústabjörgunarsveit Landsbjargar til að taka við stjórninni hér meðan stjórnmálaflokkarnir hreinsa sig af þeim þjóðníðingum, föðurlandssvikurum og öðru illa innrættu fólki sem hefur dulist innan um saklausa og auðtrúa skrælingja, meðan þeir rændu nafni og heiðri flokkanna ásamt milljarðasjóðum stærstu fyrirtækja landsins og tóku svo í ofanálag stöðu gegn vanmáttugum og varnarlitlum gjaldmiðlinum með þeim afleiðingum sem sjást á t.d. svívirðilegu eldsneytisverðinu, stórhækkuðu matvælaverði, stökkbreyttum lánum og öðrum nauðsynjum sem hafa margfaldast í verði.
Það væri hægt að segja mörg ljót orð en ég hef kosið að gera það ekki. Ekki frekar en hinir skrælingjarnir sem í blindni sinni dá og dýrka það sem fyrir þá er lagt.
En hugmynd gamla mannsins um Rústabjörgunarsveitina verður alltaf betri og betri finnst mér. 
Mætum öll á Austurvöll en stillum skap okkar í hóf! Það þarf að koma öllum þjóðníðingum, föðurlandssvikurum og illa innrætta fólkinu út úr Alþingi en fyrsta skrefið er að mæta á Austurvöll og næsta skref er að fá Forsetann í lið með okkur með því að skrifa undir á  http://utanthingsstjorn.is/ .
 Ef þetta virkar ekki verður að grípa til annarra ráða.

Björn Birgisson, 17.1.2011 kl. 00:43

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka þér yndislegt boð Björn, eins og þín var von og vísa. En allir mínir örfáu pakkar voru samstundis upprifnir, þar er einungis við græðgi mína eina að sakast, mér er það lífsins ómögulegt að treina nokkuð, hverju nafni það nefnist, fram yfir stundina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.1.2011 kl. 00:50

28 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég skil ekki þessa gagnrýni á Steingrím. Ég verð að segja að aldrei hefur nokkur fjármálaráðherra í sögu Íslands staðið frammi fyrir jafnstórum, jafn erfiðum og jafn flóknum vandamálunum og hann gerir. Hvað gerir Steingrímur, jú hann olbogar sig í gegnum hvert vandamálið á fætur öðru og kemur standandi út úr þeim öllum.

En árásunum á Steingrím linnir ekki og þeim er stýrt og stjórnað af pólitískum andstæðingum sem þó forðast það að eins og heitan eldinn að taka við stjórnartaumunum, ........... er nokkuð aumara?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.1.2011 kl. 01:04

29 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, kannski á ég einn pakka til þín, sem er enn ekki opnaður! Kannski opnum við hann saman, þegar vel liggur á okkur!

Björn Birgisson, 17.1.2011 kl. 01:08

30 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Strákar, fáið ykkur herbergi.

Hörður Sigurðsson Diego, 17.1.2011 kl. 01:19

31 Smámynd: Björn Birgisson

Hörður, þú ert ljótari en þú lítur út fyrir að vera! Vissi ekki að þú værir "svoleiðis". Takk þó fyrir að upplýsa okkur. Engin skömm í þinn hatt. Þetta er víst tískan í dag. Ertu að fiska eitthvað? Ertu með réttu beituna?

Björn Birgisson, 17.1.2011 kl. 01:37

32 Smámynd: Moldarkofi

Er ekki bara Steingrímur hálf galinn að ætla sjálfum sér það hlutverk að moka skítinn eftir þau sem sitja glottandi á næsta borði. Það sem hann ætti að gera er að setja afturvirk hryðjuverkalög, afnema firningu á afglöpum stjórnmálamanna svo hægt verði að hita undir fleirum en Geira greyinu og fá svo fagaðila í rústabjörgun stjórn landsins meðan hroðinn og hryllingurinn er hreinsaður út úr flokkunum. 

Minni aftur á að skrifa undir á http://utanthingsstjorn.is/ 

Moldarkofi, 17.1.2011 kl. 10:35

33 identicon

Mér hefur fundist tunnusláttur vera bráðsniðug mótmælaaðferð. En hins vegar hafa runnið á mig tvær grímur, þegar mér var sagt að N1 hafi skaffað tunnurnar. Er það rétt? Ég mundi aldrei taka þátt í mótmælum þar sem Bjarni Ben hefði á einhvern hátt stuðlað að.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband