Heimatilbúin hryðjuverk

Við þurfum ekki afsökunarbeiðni frá Gordon Brown. Hann var bara í vinnunni sinni og taldi sig vera að gæta hagsmuna landa sinna, eins og ráðamenn eiga að gera. Vissulega var hann nokkuð stóryrtur í okkar garð og að setja okkur í flokk hryðjuverkamanna var náttúrulega fáránleg ráðstöfun.

En við hverju áttum við að búast? Með handónýt stjórnvöld, sem aldrei hlustuðu á nein varnaðarorð, hvorki frá Bretum né öðrum. Oftar en ekki var þeim svarað með eintómum hortugheitum.

Stjórnvöld sem leyfðu bankakerfinu að þenjast eftirlitslítið út í að verða 14 sinnum fjárlög ríkisins. Allar aðvaranir skotnar í kaf og sagðar byggðar á miskilningi og gott ef ekki heimsku.

Nei, hann Gordon Brown þarf ekki að biðja okkur afsökunar.

Íslendingar eiga að biðja Breta afsökunar á framferði Landsbankans í þeirra landi.

Íslenska þjóðin þarf ekki afsökunarbeiðni að utan.

Hún þarf hins vegar afsökunarbeiðni frá þeim stjórnvöldum sem leyfðu frjálshyggjunni að rústa fjárhag landsins.

Þau hryðjuverk komu ekki öll að utan.

Þau voru að mestu heimatilbúin og skjótvirk.


mbl.is Brown ætti að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef ég væri utanríkisráðherra, væri ég vægast sagt hugsi yfir þeirri stöðu sem Ólafur er búinn að taka sér í utanríkispólitíkinni.

hilmar jónsson, 17.1.2011 kl. 11:05

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ætli Össur sé ekki nokkuð hugsi? Býst við því.

Björn Birgisson, 17.1.2011 kl. 11:22

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála þér Björn. Gordon Brown var eiginlega í nauðvörn þegar þáverandi ríkisstjórn varð ekki við tilmælum Breta.

Sjá nánar rökstuðning minn: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1134267/

Kveðja

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2011 kl. 12:21

4 identicon

Alltaf skulu einhverjir þurfa að snúa útur og fara á flakk með umræðuna !

Ólafur er ekkert að tala um af hverju hrunið varð né hverjum það er að kenna.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 12:55

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hilmar, er Ólafur ekki kominn í kosningaskap.

Björn, ályktanir þínar eru rökréttar og þú sparar mér mikla yfirferð í fjölmiðlarýni. Flest sem skiptir máli er á þínum síðum. Þrátt fyrir að þú lesir ekki Fréttablaðið eða hlustir á Útvarp Sögu. Í mínum augum dregur þú marga að blogginu þótt þú sért ekki á umræðusíðunni.

Sigurður Antonsson, 17.1.2011 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband