Nú hriktir í stoðum Vinstri grænna

"Flokkur sem einkennist af tortryggni, blekkingum og illdeilum er heldur ekki líklegur til að vinna að jákvæðum og þörfum þjóðfélagsbreytingum."

Segir Karólína Einarsdóttir leiðtogi VG í Kópavogi og kveður þar með flokkinn sinn. Hún velur greinilega vandlaga daginn til birtingar þessarar yfirlýsingar, daginn sem þingið kemur saman eftir jólaleyfi þingmanna.

Það hefur lengi legið í loftinu að innri þenslan í VG gæti leitt til þess að flokkurinn klofni. Mér segir svo hugur að þetta útspil Karólínu muni setja af stað skriðu sem forustumenn VG muni ekki ná að stöðva. Fari það svo verða dagar ríkisstjórnarinnar varla taldir í lengri tímaskeiðum en vikum.

Verði þessi klofningur að veruleika, þá þarf að finna nafn á litla sæta kommaflokkinn sem stofnaður verður í kjölfarið.

Er nokkur með góða tillögu að nafni?


mbl.is Formaður segir sig úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Gíslason

Af hverju ert þú svo sannfærður um að það yrði komma flokkur Björn eða er þetta bara illgirni þín sem veldur þeim skrifum. Annars er það rétt að fleiri munu fylgja Karólínu og veit ég um nokkra.

Rafn Gíslason, 17.1.2011 kl. 16:34

2 Smámynd: Björn Birgisson

Rafn, þú veist vel að hér á Moggablogginu eru allir kommar sem ekki eru Sjálfstæðismenn! Maður smitast bara af þessu!

Björn Birgisson, 17.1.2011 kl. 16:38

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Er nú samstarfsflokkurinn orðin "Kommaflokkur " Afskaplega smekklegur Björn. Hélt þig öðruvísi þenkjandi..

hilmar jónsson, 17.1.2011 kl. 16:38

4 Smámynd: Björn Birgisson

Er eitthvað að því að vera kommi? Hvaða viðkvæmni er þetta? Eru ekki Kínversku kommarnir að leggja heiminn að fótum sér í rólegheitum?

Björn Birgisson, 17.1.2011 kl. 16:42

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef þér finnst við hæfi að líkja VG við Kínverska kommúnistaflokkinn....

hilmar jónsson, 17.1.2011 kl. 16:43

6 identicon

Heilir og sælir; Björn - og aðrir gestir þínir !

Hilmar minn !

Þrátt fyrir; að Kínverski Kommúnistaflokkurinn, sé óvinur bræðra minna, í Kuómingtang hreyfingunni (flokki Þjóernissinna; austur þar), nr. I, er hann 1/2 geðfelldari, en flokkur Þingeyzka viðrinisins, úr Þistilfirðinum, ágæti drengur.

Engin leyndarhyggja og pukur; þar á ferðum.

Svo; til haga sé haldið, piltar.

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 16:51

7 identicon

Sé ekki betur en að Björn sé að kalla VERÐANDI flokk óánægjuaflanna í VG kommaflokk, ekki VG sjálf. Held að það sé bara vel við hæfi...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 16:51

8 Smámynd: Björn Birgisson

 Það kvað vera fallegt í Kína, keisarans hallir skína .......

Björn Birgisson, 17.1.2011 kl. 17:03

9 identicon

Var þetta ekki konan sem gaf út yfirlýsingu í nafni félagsins í Kópavogi fyrir skömmu án þess að tala við nokkurn mann og fékk ávítur fyrir frá öðrum stjórnarmönnum ?

Enginn hafði heyrt frá henni frá því hún var kosin í stjórnina.

Kannski hún sé að ganga í þennan flokk

http://bvg.is/blogg/2011/01/nyja-lydraedislega-sannfaeringarbandalagid

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 17:38

10 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Óskarsson, hvar má lesa um þær ávítur frá öðrum stjórnarmönnum VG í Kópavogi?

Björn Birgisson, 17.1.2011 kl. 17:47

12 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Er nokkur með góða tillögu að nafni?"

Litli sæti kommaflokkurinn yrði náttúrlega ómótstæðilega krúttlegt nafn...

Haraldur Rafn Ingvason, 17.1.2011 kl. 19:01

13 Smámynd: Karólína Einarsdóttir

Sælir, langaði bara að fá að leggja hérna inn nokkur orð þar sem þið eruð jú að tala um mig.

Varðandi það að hafa aldrei mætt á fund þá er það alls ekki rétt. Ég gegndi embætti formanns í nær tvö ár og fundaði reglulega með stjórn og stóð fyrir þingmannafundum og fleiri fundum fyrir félagsmenn. Það var nú fyrst í haust sem ég bað varaformanninn um að boða fund í minni fjarveru enda var ég mikið erlendis og í öðrum erindagjörðum á þessum tíma. Fundir voru eftir það haldnir á laugardögum sem ég átti mjög erfitt með að mæta á og lét vita að sá tími væri mjög óhentugur fyrir mig. Þau héldu þó áfram að funda á þeim tíma. Kannski var það líka ágætt fyrir mig þar ég var búin að missa trúna á flokknum á þessum tíma og hafði litla löngun til að vinna fyrir flokkinn. Ég vildi þó ekki segja mig úr flokknum nema eftir rækilegar vangaveltur.

Annað sem varaformaðurinn nefnir í greininni er að það sé óeðlilegt að ég skrifi í nafni formanns því ég sé þannig að skrifa í nafni stjórnarinnar og Kópavogsfélagsins. Ég er ekki sammála honum. Það getur enginn manneskja verið málsvari skoðana breiðs hóps. Ég var að tala út frá mínum skoðunum, rétt eins og formaðurinn í RVK. Sumir félagsmenn deila þeim skoðunum, aðrir ekki. Þegar formaður VG talar og titlaður sem slíkur þá talar hann fyrir sig en ekki alla VG-liða enda getur hann aldrei endurspeglað ólíkar skoðanir þeirra. Svo spyr maður sig ef varaformaðurinn er á þessari skoðun hvort það hafi verið rétt hjá honum að skrifa greinina í nafni varaformanns. Voru þessi skrif þá skráð í umboði félagsmanna? Við skrifum undir þeim titli sem við berum en við getum aldrei talað fyrir munn annarra, hvað þá allra.

 Annars bið ég ykkur vel að lifa.

Hvort stofnaður verður lítill sætur kommaflokkur eða eitthvað "sannfæringarbandalag" mun tíminn leiða í ljós.

Bestu kveðjur, Karólína Einarsdóttir 

Karólína Einarsdóttir, 18.1.2011 kl. 00:42

14 Smámynd: Moldarkofi

Er ekki bara málið að Steingrímur sé hálf galinn að ætla sjálfum sér og flokksmönnum sínum það hlutverk að moka skítinn eftir þau sem sitja glottandi á næsta borði niðri í þingi. Það sem hann ætti að einbeita sér að núna er að setja afturvirk hryðjuverkalög, afnema firningu afturvirkt á afglöpum stjórnmálamanna svo hægt verði að hita undir fleirum en Geira greyinu og fá svo tímabundið fagaðilum í rústabjörgun stjórn landsins. Hann er að gera hrunflokkunum þremur allt of mikinn greiða með þessu skattakúgunarbrölti sem virkar hvort eð er öfugt á heildarskatttekjurnar og gerir því að því er virðist ekkert annað en afla hrunflokkunum stöðugt meira fylgis?  

Minni aftur á að skrifa undir á http://utanthingsstjorn.is/ 

Moldarkofi, 18.1.2011 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband