Hvað skyldu margir verða í hópi ákærðra brennuvarga?

"Mótmælendur kveiktu elda á Austurvelli á sjöunda tímanum í kvöld. Lögregla slökkti þá jafnóðum og engar skemmdir hlutust af."

Sárafáar hræður mættu á Austurvöll í dag til að mótmæla, en ekki hefur komið fram hverju var mótmælt sérstaklega. Enda kannski lítil vitneskja um það í hópi mótmælendanna sjálfra.

Hann var ágætur, þessi sem nefndur var góðkunningi lögreglunnar, og vildi reka mótmælaliðið í burtu svo þingið fengi frið til að starfa!

Hann fær mitt atkvæði!

Hver eru viðurlögin við því að kveikja opna elda innan um þétta byggð?

Við þekkjum níumenningana og þeirra baráttu við yfirvöld og dómskerfið. Ekki veit ég hvort þeir voru á Austurvelli í dag.

Hvað skyldu margir verða í hópi ákærðra brennuvarga?

Kannski níu líka?

Það yrði þá merkileg tilviljun!


mbl.is Eldar loguðu á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar þurfa á einhverju öðru að halda en svona fíflalátum. Stjórnvöld eiga að einbeita sér að ráð frám úr brýnum úrlausnarefnum. Skiptir þá engu hvar í flokki menn standa. Með samstöðu og bjartsýni tekst okkur að rífa þjóðarskútuna upp úr þessum öldudal. Stjórnleyi og skemmdarverk skila ENGU.

Sverrir (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 20:01

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sammála.

Björn Birgisson, 17.1.2011 kl. 20:25

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er merkilegt að lesa blogg um að mótmælin séu fíflalæti.

Þegar fyrri stjórn sat skipulagiði VG þau mótmæli og hvatti til þeirra - en þá var skórinn á hinum fætinum.

Fólkið sem hefur verið að standa fyrir mótmælum að undanförnu hefur verið að eyrnamerkja þau Hreyfingunni og Frjálslyndum.

Það kann að skýra mætinguna.

VG bjó til mótmælaaðgerðirnar á sínum tíma - með öllu því sem fylgdi - í staðinn sitjum við uppi með ráðþrota ríkisstjórn sem engum rökum tekur og aðeins í fáum tilfellum hefur minnihlutanum og aðilum utan þings tekist að koma í veg fyrir hervirki stjórnarinnar - að vísu í stórum málum - en hvað um það - Þessari Helför gegn landi og þjóð verður að linna. Stjórnleysinu verður að linna.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.1.2011 kl. 09:35

4 Smámynd: Björn Birgisson

Linna? Og hvað á að taka við?

Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband