Þegar mýsnar hóta málaferlum hlær þjóðin

"Arnþrúður Karlsdóttir, hinn umdeildi útvarpsstjóri Sögu, hefur um nokkurra mánaða skeið haft í heitingum við Eið Guðnason, málfarsráðgjafa og fyrrverandi ráðherra.

Taldi útvarpsstjórinn að Eiður hefði með skrifum sínum vegið að heiðri sínum með þeim hætti að skaðabóta sé þörf. Upplýsti Arnþrúður að hún myndi krefjast milljóna úr vasa Eiðs. Síðan hafa liðið mánuðir og ekkert bólar á stefnu." segir DV.is

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður, hótaði líka að stefna Birni Val Gíslasyni þingmanni VG fyrir meiðyrði í sinn garð, þegar Björn Valur kallaði ofurstyrki til Guðlaugs (sem enn eru leyndarmál) mútufé til þingmannsins.

Af hverju kærir þetta lið ekki?

Af því að kærum fylgja uppljóstranir og upplýsingar. Allt kemur fram í dagsljósið.

Það vilja svona pótintátar ekki.

Betra að hóta, ögra og rífa meiningarlausan kjaft.

Til þess eins að vekja almennan aðhlátur landsmanna.

Hnípin þjóð í vanda tekur slíku skemmtiefni vel, enda fátt um góð tíðindi um þessar mundir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ef ég væri kallaður saursuga á netinu þá myndi ég hringja í lögguna.

Hörður Sigurðsson Diego, 18.1.2011 kl. 00:54

2 identicon

Merkilegt að einhver vitni í útvarp Sögu.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 03:32

3 identicon

Arnþrúður hótaði Eiði því að hún myndi hryngja í konuna hans og segja henni frá ýmsu ljótu sem hún vissi um hann. Hún lét verða að hótuninni og hringdi.

Ég ætla nú ekki að segja neitt meira um Arnþrúði, því hún gæti kannski grafið eitthvað ljótt um mig og hringt í konuna mína!!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 13:27

4 Smámynd: Björn Birgisson

Svavar, ég leyfi mér að efast um að þetta sé rétt með hringinguna. Hversu áreiðanlegar eru þínar heimildir?

Ekki þó Gróa á Efstaleiti?

Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 13:31

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já það er hvimleitt þegar fólk er einlægt með hnefann á lofti, hótandi erfiðum dauðdaga og eilífum kvölum, en gerir svo ekkert í málinu. Menn gera sig að ómerkingum með svona ráðslagi. Ekki svo að skilja að þeir eigi allir úr háum söðli að detta.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 14:05

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, eitthvað var samt Sögufrúin að blanda spúsunni í rifrildið, það var miður smekklegt en kannski leist henni alveg á karlinn og vildi heldur þjarma að konunni.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 14:07

7 identicon

Í bloggi Eiðs frá  sept. s.l. má lesa:

"Þegar Arnþrúður Karlsdóttir hinsvegar hefur í hótunum við eiginkonu Molaskrifara eins og hún gerir í athugasemdum við Mola ( Molar 393) er mælirinn fullur , – og skekinn. Hótun Arnþrúðar Karlsdóttur um að ryðjast inn á heimili okkar er alvarlegt mál og líklega einsdæmi á blogginu."

Í kommenti við Mola 393 skrifar Arnþrúður:  " Hvernig voru djammferðir þínar í Færeyjum, þegar þú mættir þangað fyrir Íslands hönd? Eigum við að rifja það upp?? "

Svo í næsta kommenti við sömu bloggsíðu: " Það væri gaman að fara og heimsækja eiginkonu Eiðs."

Ef til vill er ekki rétt að Arnþrúður hafi hringt sjálf en Pétur Gunnlaugsson, samstarfsaðili Arnþrúðar gerði það hins vegar, seint að laugardagskveldi, að sögn Eiðs.

Að sjálfsögðu veit ég ekkert um umræðuefnið.

En það þarf sérstakt innræti til að hafa í frammi svona hótanir.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 14:19

8 Smámynd: Björn Birgisson

Það gerist ekki betra í Séð & Heyrt!

Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 14:23

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þar hefur maður það. Sögumaddaman kemst ekki ýkja vel frá þessari atburðarás. En gamli kratinn stendur keikur...enginn svikkur á honum frekar en endranær.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 16:32

10 Smámynd: Björn Birgisson

Svavar, takk fyrir þessar upplýsingar!

Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 16:42

11 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, kemst hún vel frá nokkrum hlut? Eru ekki alltaf einhver fárviðri í kring um hana og þessa stöð hennar, sem ég hlusta reyndar aldrei á? Lestu svo nýjustu færsluna mína um úrslit sumarkosninganna! En farðu ekki lengra með úrslitin að sinni!

Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband